Johnson hótar því að draga Bretland samningslaust úr ESB Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2019 07:35 Boris Johnson er talinn sigurstranglegur í leiðtogavali Íhaldsflokksins. Hann yrði þá næsti forsætisráðherra Bretlands. Vísir/EPA Boris Johnson, sem er líklegastur til að verða næsti forsætisráðherra Bretlands, segist vera full alvara með því að hann muni draga landið úr Evrópusambandinu án samnings náist ekki nýtt samkomulag um útgöngusáttmála í haust. Eins og sakir standa á Bretland að ganga úr Evrópusambandinu 31. október. Johnson segist í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC ætla að nýta hluta af samkomulagi Theresu May, fráfarandi forsætisráðherra, við ESB en sækjast eftir nýjum samningi við evrópska ráðamenn. „Heit mitt er að ganga úr ESB á hrekkjavöku 31. októkber,“ segir Johnson sem er með pálmann í höndunum í leiðtogavali Íhaldsflokksins um þessar mundir. Fullyrti hann að fjöldi tæknilegra útfærslna væri til sem gæti komið í veg fyrir hörð landamæri á mörkum Norður-Írlands og Írlands. Fram að þessu hafa fulltrúar Evrópusambandsins hafnað því að semja aftur um útgönguna við Breta. Johnson segist ekki vilja útgöngu án samnings en að nauðsynlegt væri að halda möguleikanum á lofti til að fylgja kröfum Breta eftir. „Leiðin til að fá vini okkar og samstarfsfólk til að skilja hversu alvara okkur er óttast ég að sé að láta af uppgjöfinni og neikvæðninni sem hefur umlukið okkur í mikilli þoku svo lengi og að búa okkur undir WTO eða niðurstöðu án samnings af sjálfstrausti og alvöru,“ sagði Johnson við BBC og vísaði þar til útgöngu án samnings þar sem viðskipti milli Bretlands og ESB færu fram samkvæmt reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Johnson, sem mælist enn sem komið er með öruggt forskot á Jeremy Hunt, utanríkisráðherra, í skoðanakönnunum fyrir leiðtogaval Íhaldsflokksins, hefur ekki tjáð sig opinberlega um atvik þar sem lögregla var kvödd til að heimili hans og kærustu hans í síðustu viku. Nágrannar hringdu á lögreglu vegna ótta um öryggi konu þar sem háreisti barst frá íbúð Johnson. „Ég tala ekki um hluti sem koma fjölskyldu minni við, ástvinum mínum. Það er mjög góð ástæða fyrir því. Það er ef þú gerir það,, dregur þau inn í hluti þá er það virkilega ekki sanngjarnt gegn þeim á sinn hátt,“ sagði Johnson í viðtalinu. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir „Ekki vera heigull, Boris“ Jeremy Hunt utanríkisráðherra Bretlands og leiðtogaefni Íhaldsflokksins kallaði eftir því að keppinautur hans í leiðtogakjörinu, Boris Johnson, skorist ekki undan því að mæta í kappræður í sjónvarpssal nú í vikunni. Þá sagðist Hunt ekki myndu gagnrýna Johnson vegna lögregluútkalls að heimili þess síðarnefnda á föstudag. 24. júní 2019 08:41 Johnson og Hunt einir eftir í baráttunni um leiðtogasætið Johnson og Hunt munu nú berjast um hylli allra 160 þúsund meðlima Íhaldsflokksins. 20. júní 2019 18:09 Lögregla kölluð að heimili Boris Johnson Lögreglan í London var kölluð að heimili Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins. Lögreglan svaraði kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambúðarkonu hans rífast. 22. júní 2019 08:29 Nágranninn sem hringdi á lögregluna stígur fram og segir sína hlið Maðurinn sem hringdi í lögregluna vegna rifrildis Boris Johnson og Carrie Symsonds, sambýliskonu hans, hefur stigið fram í viðtali við Guardian til þess að segja sína hlið á málinu. Hann hefur mátt þola áreiti vegna málsins en hann segist aðeins hafa hringt á lögregluna vegna þess að hann óttaðist um velferð nágranna sinna. 23. júní 2019 09:01 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Boris Johnson, sem er líklegastur til að verða næsti forsætisráðherra Bretlands, segist vera full alvara með því að hann muni draga landið úr Evrópusambandinu án samnings náist ekki nýtt samkomulag um útgöngusáttmála í haust. Eins og sakir standa á Bretland að ganga úr Evrópusambandinu 31. október. Johnson segist í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC ætla að nýta hluta af samkomulagi Theresu May, fráfarandi forsætisráðherra, við ESB en sækjast eftir nýjum samningi við evrópska ráðamenn. „Heit mitt er að ganga úr ESB á hrekkjavöku 31. októkber,“ segir Johnson sem er með pálmann í höndunum í leiðtogavali Íhaldsflokksins um þessar mundir. Fullyrti hann að fjöldi tæknilegra útfærslna væri til sem gæti komið í veg fyrir hörð landamæri á mörkum Norður-Írlands og Írlands. Fram að þessu hafa fulltrúar Evrópusambandsins hafnað því að semja aftur um útgönguna við Breta. Johnson segist ekki vilja útgöngu án samnings en að nauðsynlegt væri að halda möguleikanum á lofti til að fylgja kröfum Breta eftir. „Leiðin til að fá vini okkar og samstarfsfólk til að skilja hversu alvara okkur er óttast ég að sé að láta af uppgjöfinni og neikvæðninni sem hefur umlukið okkur í mikilli þoku svo lengi og að búa okkur undir WTO eða niðurstöðu án samnings af sjálfstrausti og alvöru,“ sagði Johnson við BBC og vísaði þar til útgöngu án samnings þar sem viðskipti milli Bretlands og ESB færu fram samkvæmt reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Johnson, sem mælist enn sem komið er með öruggt forskot á Jeremy Hunt, utanríkisráðherra, í skoðanakönnunum fyrir leiðtogaval Íhaldsflokksins, hefur ekki tjáð sig opinberlega um atvik þar sem lögregla var kvödd til að heimili hans og kærustu hans í síðustu viku. Nágrannar hringdu á lögreglu vegna ótta um öryggi konu þar sem háreisti barst frá íbúð Johnson. „Ég tala ekki um hluti sem koma fjölskyldu minni við, ástvinum mínum. Það er mjög góð ástæða fyrir því. Það er ef þú gerir það,, dregur þau inn í hluti þá er það virkilega ekki sanngjarnt gegn þeim á sinn hátt,“ sagði Johnson í viðtalinu.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir „Ekki vera heigull, Boris“ Jeremy Hunt utanríkisráðherra Bretlands og leiðtogaefni Íhaldsflokksins kallaði eftir því að keppinautur hans í leiðtogakjörinu, Boris Johnson, skorist ekki undan því að mæta í kappræður í sjónvarpssal nú í vikunni. Þá sagðist Hunt ekki myndu gagnrýna Johnson vegna lögregluútkalls að heimili þess síðarnefnda á föstudag. 24. júní 2019 08:41 Johnson og Hunt einir eftir í baráttunni um leiðtogasætið Johnson og Hunt munu nú berjast um hylli allra 160 þúsund meðlima Íhaldsflokksins. 20. júní 2019 18:09 Lögregla kölluð að heimili Boris Johnson Lögreglan í London var kölluð að heimili Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins. Lögreglan svaraði kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambúðarkonu hans rífast. 22. júní 2019 08:29 Nágranninn sem hringdi á lögregluna stígur fram og segir sína hlið Maðurinn sem hringdi í lögregluna vegna rifrildis Boris Johnson og Carrie Symsonds, sambýliskonu hans, hefur stigið fram í viðtali við Guardian til þess að segja sína hlið á málinu. Hann hefur mátt þola áreiti vegna málsins en hann segist aðeins hafa hringt á lögregluna vegna þess að hann óttaðist um velferð nágranna sinna. 23. júní 2019 09:01 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
„Ekki vera heigull, Boris“ Jeremy Hunt utanríkisráðherra Bretlands og leiðtogaefni Íhaldsflokksins kallaði eftir því að keppinautur hans í leiðtogakjörinu, Boris Johnson, skorist ekki undan því að mæta í kappræður í sjónvarpssal nú í vikunni. Þá sagðist Hunt ekki myndu gagnrýna Johnson vegna lögregluútkalls að heimili þess síðarnefnda á föstudag. 24. júní 2019 08:41
Johnson og Hunt einir eftir í baráttunni um leiðtogasætið Johnson og Hunt munu nú berjast um hylli allra 160 þúsund meðlima Íhaldsflokksins. 20. júní 2019 18:09
Lögregla kölluð að heimili Boris Johnson Lögreglan í London var kölluð að heimili Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins. Lögreglan svaraði kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambúðarkonu hans rífast. 22. júní 2019 08:29
Nágranninn sem hringdi á lögregluna stígur fram og segir sína hlið Maðurinn sem hringdi í lögregluna vegna rifrildis Boris Johnson og Carrie Symsonds, sambýliskonu hans, hefur stigið fram í viðtali við Guardian til þess að segja sína hlið á málinu. Hann hefur mátt þola áreiti vegna málsins en hann segist aðeins hafa hringt á lögregluna vegna þess að hann óttaðist um velferð nágranna sinna. 23. júní 2019 09:01