Óframkvæmdur úrskurður um umgengni er aldrei það sama og andlegt ofbeldi Sigrún Sif Jóelsdóttir skrifar 24. júní 2019 14:45 Brynjar Níelsson þingmaður sjálfstæðisflokksins og fyrsti flutningsmaður frumvarps til laga um breytingu á barnaverndarlögum nr. 80/2002 hefur vísað sérstaklega til árangurs með lagabreytingum sem gerðar voru á hjúskapar- og forsjárlögum í Danmörku árið 2007 þegar hann mælir með frumvarpinu um refsingu við tálmun eða takmörkun á umgengni. Það kann að vera að íslensk löggjafarhefð sé að einhverju leyti undir áhrifum þeirrar dönsku og ef til vill nærtækt að Íslendingar leiti fyrirmyndar í stjórnarhefð Dana. Þegar Shakespeare skrifaði leikritið um Hamlet krónprins var þessi eyja í Atlantshafi jafnmikið í Danaveldi og Helsingjaeyri er. Ísland heyrði undir danska lögsögu allt þar til sex árum áður en móðurafi minn og amma fæddust. Þau voru orðin sjálfráða þegar Ísland fékk þingbundna lýðveldisstjórn. Það er ekki svo ýkja langt síðan það var, blessuð sé minning þeirra.Rík áhersla á jafnan rétt barns til beggja foreldra vinnur gegn hagsmunum barnsins Árið 2007 var innleidd í forældreansvarsloven löggjöf um jafna forsjárábyrgð á milli foreldra (e. Parental responsibility Act) sem Danir hafa sjálfir lýst sem gildru sem þrælbindur foreldra við hvort annað og við landvist í sama landi. Gagnrýni hefur beinst að því að löggjöfin setji skilyrði um foreldrasamstarf sem komi í veg fyrir skilnað de facto. En einnig að öðrum alvarlegum ágalla í framkvæmd laganna. Lögð er á foreldri rík skylda til að virða umgengni- og forsjárrétt hins foreldrisins gagnvart barninu. Krafan er ágeng jafnvel þegar saga er um ofbeldi annars foreldrisins á barni og fyrrverandi maka. Með þessum hætti fær ákvæði um jafnræði á milli foreldra aukinn forgang í framkvæmd laganna umfram fyrirvara um hagsmuni, þarfir og sjónarmið barns. Skylda foreldris gagnvart hinu foreldrinu vegur þyngra en vernd barnsins gegn ofbeldi. Brot á þessari lögbundnu frumskyldu við hitt foreldrið getur varðað við refsivist í Danmörku. Nærtækt dæmi frá árinu 2014 sýnir hvernig löggjöfin virkar í reynd. En þá var ung íslensk móðir sem dæmd var fyrir brottnám á börnum sínum frá Danmörku hneppt í fangelsi fyrir að virða ekki forsjárrétt föður sem var með danskan ríkisborgararétt. Árið 2012 höfðu börnin verið sótt af fimm einkennisklæddum lögreglumönnum, lögreglustjóra í hátíðarbúningi og víkingasveit eftir tilmælum íslenskra stjórnvalda, á grunni gamallar aðfararbeiðni og flutt með valdi til föður sem hafði í síðustu samveru veitt barni sínu áverka eins og staðfest var af læknum. Íslensk barnaverndaryfirvöld voru með gögn í höndum um ofbeldið en gripu ekki til neinna ráðstafana í samræmi við það heldur sendu börnin með bréf til danskra yfirvalda um að þyrfti að skoða ofbeldið þar ytra sem var aldrei gert. Forstöðumaður barnaverndarstofu tryggði aðkomu íslenskra barnaverndaryfirvalda að því að þessu var framfylgt gagnvart börnunum sem þá voru í íslenskri lögsögu og alfarið upp á íslenska barnavernd og vernd stjórnvalda komin. Móðirin fór með börnin heim til Íslands árið 2013 en var handtekin árið 2014 og afplánaði 18 mánaða dóm fyrir að hafa sótt börnin. Börnin sem í dag eru á aldrinum 12, 13 og 15 ára, hafa sent Alþingi umsögn vegna frumvarps sjálfstæðismanna um refsingar við tálmun. Það væri alrangt að kalla slíka framkvæmd árangur og í besta falli óljóst til hverskonar árangurs með dönsku löggjöfinni Brynjar Níelsson vísar yfir höfuð. Frumvarp hans og sjálfstæðisflokksins um refsingu við tálmun eða takmörkun á umgengni er reist á þeirri hugmynd að það jafngildi andlegri vanrækslu á barni að svipta það mikilvægum rétti til að umgangast báða foreldra; samkvæmt 1. gr. a. barnalaga nr. 76/2003, um að barn eigi rétt á að þekkja báða foreldra sína og 7. gr. barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, þar sem segir að barn eigi eftir því sem unnt er rétt til að þekkja foreldra sína og njóta umönnunar þeirra og samkvæmt 46. gr. barnalaga nr. 76/2003 um rétt barns til reglulegrar umgengni við það foreldi sem það býr ekki hjá enda sé það ekki andstætt hagsmunum þess. Í framkvæmd íslenskra barnalaga er lögð megináhersla á rétt barnsins til að þekkja báða foreldra sína og ríka skyldu forsjár- eða lögheimilisforeldris til að uppfylla þennan rétt barnsins til umgengni við hitt foreldrið. Hugsunin um þennan gjörvalla rétt barnsins gengur kannski upp sem rétttrúnaðarhugmynd í fullkomnum heimi en reyndin er sú að í lagaframkvæmdinni snýst hún upp í hryllilega andhverfu barnaréttar. Á sama hátt og framkvæmd á rétti barns, í Danmörku, til forsjár beggja foreldra vinnur gegn hagsmunum barns þá vinnur réttarframkvæmd, á Íslandi, á jöfnum rétti barns til að þekkja og umgangast báða foreldra gegn hagsmunum þess. Í reynd fjallar þessi lagasetning bæði dönsku og íslensku laganna um foreldrarétt sem settur er fram sem barnaréttur sem leiðir síðan til gildishlaðinnar, hápólitískrar framkvæmdar á foreldrajafnrétti. Í framkvæmdinni tekur þessi hugsun á sig mynd eignarréttar yfir rétti barns sem grefur þannig beinlínis undan réttindum barnsins samkvæmt 1. gr. barnalaganna nr. 76/2003 sem fangar anda og tilgang barnalaganna.Misbeiting ríkisvalds gegn börnum og konum Dönsk yfirvöld hafa sætt harðri gagnrýni þar í landi og af hálfu alþjóðasamfélagsins fyrir að gæta ekki að öryggi barna í réttarákvörðun um líf þeirra og brjóta gegn mannréttindum barna og mæðra. Reynslan af forsjár- og umgengnismálum í Danmörku frá árinu 2007 sýnir hvernig foreldri er svipt öllum möguleikum með lagaframkvæmd stjórnvalda til að vernda barn sitt frá ofbeldi. Ofuráhersla á skyldu til samstarfs foreldra færir sönnunarbyrði af miklum þunga á barnið og verndandi foreldrið og ýtir undir tortryggni í garð þess foreldris sem greinir frá heimilisofbeldi eða kynferðisbroti gegn barni. Tilhneiging hefur aukist til að væna verndandi foreldrið um lygar frekar en að draga lagaframkvæmdina í efa. Nefnd á vegum Evrópuráðsþingsins (e.The European Parliament's Committee on Petitions) gagnrýndi framkvæmd danskra yfirvalda í fjölskyldurétti harðlega eftir athugun árið 2013 þar sem kom í ljós að mæður voru í stóraukinni hættu á að sæta refsivist fyrir að vernda börn sín frá feðrum sem beittu þau ofbeldi. Að börn væru þvinguð af stjórnvöldum í umgengni eða jafnvel fulla forsjá feðra sem beittu börnin kynferðisofbeldi eða öðru ofbeldi. Árið 2016 sendu Sameinuðu þjóðirnar frá sér harða gagnrýni á forsjárlög Dana vegna þvingunar barna inn í ofbeldishættu en einnig á grunni Kvennasáttmálans (e. CEDAW Convention on the Elimination of All Forms of Discrimination Against Women) þar sem sýnt þótti að í löggjöfinni fælist hörð mismunun gegn konum. Afleiðingarnar af þessari réttarframkvæmd eru vægast sagt skelfilegar. Þann 24. mars á þessu ári sendu mæður neyðarkall frá Danmörku til annarra þjóða vegna forsjár – og umgengnismála þar sem ákvörðun yfirvalda hefur algerlega brugðist í að vernda þær og börn þeirra fyrir ofbeldi í kjölfar skilnaða. Frásagnirnar eru sláandi dæmi um blinda þátttöku yfirvalda í ofbeldi á börnum og konum. Dönsk stjórnvöld hafa nú að einhverju leyti gengist við þessum alvarlega ágalla í réttarframkvæmdinni og snúið við tilgangi laganna auk þess að skerpa á rétti barns til verndar gegn hvers kyns ofbeldi. Danskir stjórnmálamenn hafa beðist formlega afsökunar á forsjárlöggjöfinni í þinginu og viðurkennt að þeim hafi ekki verið ljóst að börn nutu engrar verndar stjórnvalda frá heimilisofbeldi. Dönsk yfirvöld hafa einnig gengist við gagnrýni frá Sameinuðu þjóðunum og Evrópuráðsþinginu á forsjárlögin frá árinu 2007. Frumvarp Mai Mercado, barna- og félagsmálaráðherra Dana, til breytinga á lögunum er varða forsjárábyrgð og skilnað var samþykkt í heild sinni með 109 atkvæðum í danska þinginu við árslok 2018. Í § 1. laganna fyrir breytingu, þar sem áður var áhersla á forsjá beggja foreldra stendur nú að í öllum málum, samkvæmt þessum lögum séu það hagsmunir barns, og réttur þess til velferðar og verndar sem gilda fyrstir. Í fyrstu grein laganna, sem fangar anda og tilgang þeirra, stendur ekkert lengur um báða foreldra: “»§ 1. I alle forhold, som er omfattet af denne lov, skal hensynet til barnets bedste og barnets ret til trivsel og beskyttelse komme i første række.” Ákvæði um forsjá beggja foreldra við hjónaskilnað kemur nú í § 1 a. og ákvæði um jafna forsjárábyrgð og skilyrði um samstarf foreldra þar á eftir.Ný setning § 4. a. laganna byggir á þeirri grundvallarforsendu að það sé ekki barni fyrir bestu að foreldri sem er sakfellt fyrir alvarlega ofbeldisglæpi fari með forsjá barns eða að barn sé í umgengni eða öðrum tengslum við það foreldri eða hafi búsetu hjá því foreldri. Undir § 4 í 2. pkt.eru ný tilmæli um að svokallað "familieretshus" og fjölskyldurétti sé skylt að einblína á að taka einungis ákvarðanir sem tryggja velferð barns, vernda barnið fyrir ofbeldi, illri meðferð sem setur barnið í hættulegar eða skaðlegar aðstæður, þar með talið að verða vitni að heimilisofbeldi eða ofbeldi gegn öðrum nákomnum. Nýja löggjöfin tók gildi í Danmörku 1. apríl 2019 og ekki tímabært að ræða árangurinn með framkvæmdinni.Stjórnsýslan fjallar um heimilisofbeldi og kynferðisbrot föður á barni sem andlega vanrækslu móður gagnvart barninu Í íslenskum barnalögum nr. 76/2003 sem tóku gildi 2013 var vægi ofbeldis aukið við ákvörðun forsjár og umgengni. Samkvæmt 47. gr. barnalaganna ber sýslumanni að meta hættu á að barnið, foreldri eða aðrir á heimili barnsins hafi orðið eða verði fyrir ofbeldi og líta sérstaklega til þess hvort ágreiningur eða samskipti foreldra séu líkleg til að koma í veg fyrir, hindra eða draga úr möguleikum barns til að alast upp við þroskavænleg skilyrði. Ef sýslumaður telur að umgengni barns við foreldri sé andstæð hag og þörfum þess getur hann kveðið svo á að umgengnisréttar njóti ekki við. Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni á 147. löggjafarþingi 2017–2018 um árangur af þessum breytingum segir að árangurinn hafi ekki verið metinn sérstaklega með hliðsjón af auknu vægi ofbeldis og því séu þær upplýsingar ekki tiltækar í ráðuneytinu. Flest bendir til að þessi aukna áhersla á vægi ofbeldis hafi ekki skilað sér í ákvörðun sýslumanns um umgengni og dagsektir. Rík áhersla á rétt barns til að þekkja og umgangast báða foreldra og að sættir milli foreldra séu hagfelldar barninu, samanber 33. gr. gildandi barnalaga um sáttameðferð, ýtir undir tiltekna tortryggni gagnvart ásetningi foreldris sem greinir frá kynferðisbroti föður á barni eða heimilisofbeldi. Móðir sem greinir frá ofbeldi er vænd um alvarlegar ásakanir og innrætingu á neikvæðni barnsins í garð föður fremur en að lagaframkvæmdin sé dregin í efa. Þann 3. maí 2018 birtist í Stundinni opið bréf til dómsmálaráðherra í kjölfar #metoo yfirlýsingar frá hópi 600 kvenna sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum og/eða innan fjölskyldu. Í yfirlýsingu metoo hópsins er megináhersla lögð á ósk um að konum sé trúað þegar þær greina frá ofbeldi og auk þess er óskað eftir stuðningi samfélagsins við að skerpa á nokkrum veigamiklum atriðum, þar á meðal að dómsvaldið, sýslumaður og aðrir sem koma að ákvörðunum um forsjá og umgengni fylgi þeim áherslum sem sammælst hefur verið um í lögum. Síðan þá hefur Stundin fjallað ítrekað um hvernig sýslumaður horfir kerfisbundið framhjá gögnum um kynferðisbrot og heimilisofbeldi í ákvörðun um umgengni og dagsektir, hvernig mæður eru látnar gjalda fyrir að greina frá ofbeldiog hvernig dómsmálaráðuneyti staðfestir áfellisdóma sýslumanns yfir mæðrum sem greina frá ofbeldi. Lagaframkvæmd sýslumanns eins og hún er í dag, í málum er varða heimilisofbeldi og kynferðisbrot, vinnur beint gegn hagsmunum barna, stríðir gegn anda og tilgangi núgildandi barnalaga og barnaverndarlaga og kemur í veg fyrir að foreldri uppfylli forsjárskyldu sína til að vernda barn sitt gegn hvers kyns ofbeldi og annarri vanvirðandi háttsemi samkvæmt 28. gr. barnalaga. Gildisdómar Alþingismanna Af ummælum Brynjars Níelssonar á opinberum vettvangi að dæma óttast hann meira gerræði forsjármæðra í umgengnismálum heldur en að börnin séu beitt ofbeldi í umgengni við feður.Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur fundið sig knúna til að stíga fram á opinberum vettvangi og gera lítið úr þeirri ógn sem steðjar að börnum og mæðrum sem eru þolendur heimilisofbeldis og kynferðisofbeldis. Sigríður Á. Andersen þingmaður sjálfstæðisflokksins tekur í sama streng og segir að þó skerpa þurfi á hjúskaparlögum sé ekki heppilegt að sníða löggjöfina að þeim sem losna ekki úr hjónabandi við ofbeldismenn. Það séu sjaldgæf undantekningartilvik. Nýverið staðhæfði Helga Vala í útvarpsmiðlum að tálmun á umgengni sé alltaf ofbeldi. Sýslumenn hafa einnig séð tilefni til að skilgreina tálmun á umgengni sem andlega vanrækslu og ofbeldi með nákvæmlega sama hætti og mælst er til að verði gert í frumvarpi Brynjars. Það hlýtur að vekja upp áleitnar spurningar að þetta frumvarp sjálfstæðisflokksins sem leggur til að tálmun og takmörkun á umgengni verði lögð að jöfnu við andlega vanrækslu og ofbeldi en er ekki samþykkt af löggjafarvaldinu, sé samt sem áður eftir ógreinilegum leiðum komið til framkvæmdar í stjórnsýslunni. Helga Vala Helgadóttir hefur nýverið aðlagað orðræðu sína og gerir nú skýran greinarmun á málum foreldra sem vilja verja börn sín gegn ofbeldi annarsvegar og óréttmætri tálmun á umgengni hinsvegar. En það gera sýslumenn og frumvarp Brynjars alls ekki. Óframkvæmdur úrskurður um umgengni er aldrei það sama og andlegt ofbeldi Samkvæmt frumvarpi Brynjars og flokksfélaga yrði tálmun og takmörkun á umgengni skilgreind sem umgengnisúrskurður, dómur, dómssátt eða samningur milli foreldra sem ekki kemur til framkvæmdar. Með stjórnsýsluframkvæmdinni eins og hún er í dag reynir einvörðungu á skyldu forsjárforeldris til að sjá til þess að barnið njóti umgengni við hitt foreldrið. Ekki reynir á fyrirvara um undantekningu við 46. gr barnalaga um að umgengni við foreldri geti verið andstæð hag og þörfum barns að mati lögmæts stjórnvalds. Ekkert skipulagt mat fer fram á ofbeldi og ofbeldishættu sem er andstæð hag og þörfum barns eins og kveður á um í 47. gr. barnalaga. Því reynir ekki á að sýslumaður úrskurði um að umgengnisréttar njóti ekki við. Núverandi lagaframkvæmd stuðlar með öðrum orðum að því að horft er kerfisbundið framhjá gögnum um kynferðisbrot og heimilisofbeldi í ákvörðun um umgengni eða dagsektir. Með viðbættri nýrri málsgrein við 98. gr. barnaverndarlaga um að tálmun á umgengnisrétti varði við allt að fimm ára fangelsi yrði ekkert í lagaframkvæmd stjórnavalda sem kæmi í veg fyrir að foreldri sem verndar barn sitt frá ofbeldi sæti refsivist. Í greinagerð með frumvarpinu eru dagsektarkröfur og úrskurðir þar um, hafðir til marks um umfang þess tálmunarvanda sem er tilefnið að tillögu um refsiákvæði við núgildandi barnaverndarlög. Bent er á að árin 2006-2017 hafi verið lagðar fram 550 kröfur um beitingu dagsekta til að þvinga fram umgengni en 107 úrskurðir um beitingu dagsekta hafi verið kveðnir upp hjá sýslumannsembættum. Rétt er að halda því til haga að sömu málsaðilar geta verið að baki fjölda dagsektarmála á svo löngu tímabili. En 107 dagsektarúrskurði, í öllum sýslumannsembættum á landinu á 9 ára tímabili, er tæplega hægt að hafa til marks um aðkallandi umfangsmikinn tálmunarvanda þegar í ofanálag sýslumaður greinir ekki frá þau mál þar sem ríkar hagsmunaástæður barnsins liggja að baki tálmun eða takmörkun á umgengni. Til samanburðar má nefna að árið 2018 leituðu 375 konur í Kvennaathvarf til dvalar eða í viðtöl en alls voru 273 börn sem leituðu þar skjóls frá heimilisofbeldi með mæðrum sínum. Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, tók á móti 225 konum í viðtöl sama ár. Frásagnir kvenna af ofbeldi í nánum samböndum og/eða innan fjölskyldu, benda eindregið til að það séu einmitt þeirra mál sem lenda endurtekið á borði dómara og sýslumanna og fara í einskonar hringi í stjórnsýslunni eins og Þórólfur Halldórsson sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu hefur sjálfur lýst því. Frumvarp Brynjars Níelssonar er fölsk lausn á rangt skilgreindum vanda. Óframkvæmdur úrskurður um umgengni er samkvæmt skilgreiningu aldrei það sama og ofbeldi. Refsiákvæði við 98. gr núgildandi barnaverndarlaga eins og lagt er til stríðir ekki einungis gegn 1. gr. barnaverndarlaga og 1. gr. barnalaga sem fanga anda löggjafarinnar heldur myndi slík framkvæmd fullkomna óréttlætið gagnvart barni. Það væri með öllu óásættanlegt að lögleidd yrði í ákvarðanatöku stjórnvalda um líf barna hugsun sem grefur svo markvisst undan rétti barna til verndar frá ofbeldi. Ríkisvalds ákvarðanir um líf barna eiga ekki að vera undirorpnar huglægri túlkun dómara og sýslumannsfulltrúa á því hvað óframkvæmdur umgengnissamningur felur í sér. Ákvarðanir um líf barna ættu ekki að vera undirorpnar gildisdómum um háttsemi mæðra sem verða áfellisdómar þegar hún virðir ekki skyldu sína gagnvart drottnandi föður. Það hefur aldrei verið í lagi og mun aldrei verða í lagi að umboðsvaldið virði ekki í framkvæmd laganna grundvallarmannréttindi mæðra til að verja líf sitt og barna sinna fyrir ofbeldi. Brýnna er að löggjafarvaldið taki til sín gagnrýni og setji í forgang að skerpa verulega á vernd barna frá ofbeldi í framkvæmd laga sem hafa þann tilgang einan að gæta hagsmuna þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Brynjar Níelsson þingmaður sjálfstæðisflokksins og fyrsti flutningsmaður frumvarps til laga um breytingu á barnaverndarlögum nr. 80/2002 hefur vísað sérstaklega til árangurs með lagabreytingum sem gerðar voru á hjúskapar- og forsjárlögum í Danmörku árið 2007 þegar hann mælir með frumvarpinu um refsingu við tálmun eða takmörkun á umgengni. Það kann að vera að íslensk löggjafarhefð sé að einhverju leyti undir áhrifum þeirrar dönsku og ef til vill nærtækt að Íslendingar leiti fyrirmyndar í stjórnarhefð Dana. Þegar Shakespeare skrifaði leikritið um Hamlet krónprins var þessi eyja í Atlantshafi jafnmikið í Danaveldi og Helsingjaeyri er. Ísland heyrði undir danska lögsögu allt þar til sex árum áður en móðurafi minn og amma fæddust. Þau voru orðin sjálfráða þegar Ísland fékk þingbundna lýðveldisstjórn. Það er ekki svo ýkja langt síðan það var, blessuð sé minning þeirra.Rík áhersla á jafnan rétt barns til beggja foreldra vinnur gegn hagsmunum barnsins Árið 2007 var innleidd í forældreansvarsloven löggjöf um jafna forsjárábyrgð á milli foreldra (e. Parental responsibility Act) sem Danir hafa sjálfir lýst sem gildru sem þrælbindur foreldra við hvort annað og við landvist í sama landi. Gagnrýni hefur beinst að því að löggjöfin setji skilyrði um foreldrasamstarf sem komi í veg fyrir skilnað de facto. En einnig að öðrum alvarlegum ágalla í framkvæmd laganna. Lögð er á foreldri rík skylda til að virða umgengni- og forsjárrétt hins foreldrisins gagnvart barninu. Krafan er ágeng jafnvel þegar saga er um ofbeldi annars foreldrisins á barni og fyrrverandi maka. Með þessum hætti fær ákvæði um jafnræði á milli foreldra aukinn forgang í framkvæmd laganna umfram fyrirvara um hagsmuni, þarfir og sjónarmið barns. Skylda foreldris gagnvart hinu foreldrinu vegur þyngra en vernd barnsins gegn ofbeldi. Brot á þessari lögbundnu frumskyldu við hitt foreldrið getur varðað við refsivist í Danmörku. Nærtækt dæmi frá árinu 2014 sýnir hvernig löggjöfin virkar í reynd. En þá var ung íslensk móðir sem dæmd var fyrir brottnám á börnum sínum frá Danmörku hneppt í fangelsi fyrir að virða ekki forsjárrétt föður sem var með danskan ríkisborgararétt. Árið 2012 höfðu börnin verið sótt af fimm einkennisklæddum lögreglumönnum, lögreglustjóra í hátíðarbúningi og víkingasveit eftir tilmælum íslenskra stjórnvalda, á grunni gamallar aðfararbeiðni og flutt með valdi til föður sem hafði í síðustu samveru veitt barni sínu áverka eins og staðfest var af læknum. Íslensk barnaverndaryfirvöld voru með gögn í höndum um ofbeldið en gripu ekki til neinna ráðstafana í samræmi við það heldur sendu börnin með bréf til danskra yfirvalda um að þyrfti að skoða ofbeldið þar ytra sem var aldrei gert. Forstöðumaður barnaverndarstofu tryggði aðkomu íslenskra barnaverndaryfirvalda að því að þessu var framfylgt gagnvart börnunum sem þá voru í íslenskri lögsögu og alfarið upp á íslenska barnavernd og vernd stjórnvalda komin. Móðirin fór með börnin heim til Íslands árið 2013 en var handtekin árið 2014 og afplánaði 18 mánaða dóm fyrir að hafa sótt börnin. Börnin sem í dag eru á aldrinum 12, 13 og 15 ára, hafa sent Alþingi umsögn vegna frumvarps sjálfstæðismanna um refsingar við tálmun. Það væri alrangt að kalla slíka framkvæmd árangur og í besta falli óljóst til hverskonar árangurs með dönsku löggjöfinni Brynjar Níelsson vísar yfir höfuð. Frumvarp hans og sjálfstæðisflokksins um refsingu við tálmun eða takmörkun á umgengni er reist á þeirri hugmynd að það jafngildi andlegri vanrækslu á barni að svipta það mikilvægum rétti til að umgangast báða foreldra; samkvæmt 1. gr. a. barnalaga nr. 76/2003, um að barn eigi rétt á að þekkja báða foreldra sína og 7. gr. barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, þar sem segir að barn eigi eftir því sem unnt er rétt til að þekkja foreldra sína og njóta umönnunar þeirra og samkvæmt 46. gr. barnalaga nr. 76/2003 um rétt barns til reglulegrar umgengni við það foreldi sem það býr ekki hjá enda sé það ekki andstætt hagsmunum þess. Í framkvæmd íslenskra barnalaga er lögð megináhersla á rétt barnsins til að þekkja báða foreldra sína og ríka skyldu forsjár- eða lögheimilisforeldris til að uppfylla þennan rétt barnsins til umgengni við hitt foreldrið. Hugsunin um þennan gjörvalla rétt barnsins gengur kannski upp sem rétttrúnaðarhugmynd í fullkomnum heimi en reyndin er sú að í lagaframkvæmdinni snýst hún upp í hryllilega andhverfu barnaréttar. Á sama hátt og framkvæmd á rétti barns, í Danmörku, til forsjár beggja foreldra vinnur gegn hagsmunum barns þá vinnur réttarframkvæmd, á Íslandi, á jöfnum rétti barns til að þekkja og umgangast báða foreldra gegn hagsmunum þess. Í reynd fjallar þessi lagasetning bæði dönsku og íslensku laganna um foreldrarétt sem settur er fram sem barnaréttur sem leiðir síðan til gildishlaðinnar, hápólitískrar framkvæmdar á foreldrajafnrétti. Í framkvæmdinni tekur þessi hugsun á sig mynd eignarréttar yfir rétti barns sem grefur þannig beinlínis undan réttindum barnsins samkvæmt 1. gr. barnalaganna nr. 76/2003 sem fangar anda og tilgang barnalaganna.Misbeiting ríkisvalds gegn börnum og konum Dönsk yfirvöld hafa sætt harðri gagnrýni þar í landi og af hálfu alþjóðasamfélagsins fyrir að gæta ekki að öryggi barna í réttarákvörðun um líf þeirra og brjóta gegn mannréttindum barna og mæðra. Reynslan af forsjár- og umgengnismálum í Danmörku frá árinu 2007 sýnir hvernig foreldri er svipt öllum möguleikum með lagaframkvæmd stjórnvalda til að vernda barn sitt frá ofbeldi. Ofuráhersla á skyldu til samstarfs foreldra færir sönnunarbyrði af miklum þunga á barnið og verndandi foreldrið og ýtir undir tortryggni í garð þess foreldris sem greinir frá heimilisofbeldi eða kynferðisbroti gegn barni. Tilhneiging hefur aukist til að væna verndandi foreldrið um lygar frekar en að draga lagaframkvæmdina í efa. Nefnd á vegum Evrópuráðsþingsins (e.The European Parliament's Committee on Petitions) gagnrýndi framkvæmd danskra yfirvalda í fjölskyldurétti harðlega eftir athugun árið 2013 þar sem kom í ljós að mæður voru í stóraukinni hættu á að sæta refsivist fyrir að vernda börn sín frá feðrum sem beittu þau ofbeldi. Að börn væru þvinguð af stjórnvöldum í umgengni eða jafnvel fulla forsjá feðra sem beittu börnin kynferðisofbeldi eða öðru ofbeldi. Árið 2016 sendu Sameinuðu þjóðirnar frá sér harða gagnrýni á forsjárlög Dana vegna þvingunar barna inn í ofbeldishættu en einnig á grunni Kvennasáttmálans (e. CEDAW Convention on the Elimination of All Forms of Discrimination Against Women) þar sem sýnt þótti að í löggjöfinni fælist hörð mismunun gegn konum. Afleiðingarnar af þessari réttarframkvæmd eru vægast sagt skelfilegar. Þann 24. mars á þessu ári sendu mæður neyðarkall frá Danmörku til annarra þjóða vegna forsjár – og umgengnismála þar sem ákvörðun yfirvalda hefur algerlega brugðist í að vernda þær og börn þeirra fyrir ofbeldi í kjölfar skilnaða. Frásagnirnar eru sláandi dæmi um blinda þátttöku yfirvalda í ofbeldi á börnum og konum. Dönsk stjórnvöld hafa nú að einhverju leyti gengist við þessum alvarlega ágalla í réttarframkvæmdinni og snúið við tilgangi laganna auk þess að skerpa á rétti barns til verndar gegn hvers kyns ofbeldi. Danskir stjórnmálamenn hafa beðist formlega afsökunar á forsjárlöggjöfinni í þinginu og viðurkennt að þeim hafi ekki verið ljóst að börn nutu engrar verndar stjórnvalda frá heimilisofbeldi. Dönsk yfirvöld hafa einnig gengist við gagnrýni frá Sameinuðu þjóðunum og Evrópuráðsþinginu á forsjárlögin frá árinu 2007. Frumvarp Mai Mercado, barna- og félagsmálaráðherra Dana, til breytinga á lögunum er varða forsjárábyrgð og skilnað var samþykkt í heild sinni með 109 atkvæðum í danska þinginu við árslok 2018. Í § 1. laganna fyrir breytingu, þar sem áður var áhersla á forsjá beggja foreldra stendur nú að í öllum málum, samkvæmt þessum lögum séu það hagsmunir barns, og réttur þess til velferðar og verndar sem gilda fyrstir. Í fyrstu grein laganna, sem fangar anda og tilgang þeirra, stendur ekkert lengur um báða foreldra: “»§ 1. I alle forhold, som er omfattet af denne lov, skal hensynet til barnets bedste og barnets ret til trivsel og beskyttelse komme i første række.” Ákvæði um forsjá beggja foreldra við hjónaskilnað kemur nú í § 1 a. og ákvæði um jafna forsjárábyrgð og skilyrði um samstarf foreldra þar á eftir.Ný setning § 4. a. laganna byggir á þeirri grundvallarforsendu að það sé ekki barni fyrir bestu að foreldri sem er sakfellt fyrir alvarlega ofbeldisglæpi fari með forsjá barns eða að barn sé í umgengni eða öðrum tengslum við það foreldri eða hafi búsetu hjá því foreldri. Undir § 4 í 2. pkt.eru ný tilmæli um að svokallað "familieretshus" og fjölskyldurétti sé skylt að einblína á að taka einungis ákvarðanir sem tryggja velferð barns, vernda barnið fyrir ofbeldi, illri meðferð sem setur barnið í hættulegar eða skaðlegar aðstæður, þar með talið að verða vitni að heimilisofbeldi eða ofbeldi gegn öðrum nákomnum. Nýja löggjöfin tók gildi í Danmörku 1. apríl 2019 og ekki tímabært að ræða árangurinn með framkvæmdinni.Stjórnsýslan fjallar um heimilisofbeldi og kynferðisbrot föður á barni sem andlega vanrækslu móður gagnvart barninu Í íslenskum barnalögum nr. 76/2003 sem tóku gildi 2013 var vægi ofbeldis aukið við ákvörðun forsjár og umgengni. Samkvæmt 47. gr. barnalaganna ber sýslumanni að meta hættu á að barnið, foreldri eða aðrir á heimili barnsins hafi orðið eða verði fyrir ofbeldi og líta sérstaklega til þess hvort ágreiningur eða samskipti foreldra séu líkleg til að koma í veg fyrir, hindra eða draga úr möguleikum barns til að alast upp við þroskavænleg skilyrði. Ef sýslumaður telur að umgengni barns við foreldri sé andstæð hag og þörfum þess getur hann kveðið svo á að umgengnisréttar njóti ekki við. Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni á 147. löggjafarþingi 2017–2018 um árangur af þessum breytingum segir að árangurinn hafi ekki verið metinn sérstaklega með hliðsjón af auknu vægi ofbeldis og því séu þær upplýsingar ekki tiltækar í ráðuneytinu. Flest bendir til að þessi aukna áhersla á vægi ofbeldis hafi ekki skilað sér í ákvörðun sýslumanns um umgengni og dagsektir. Rík áhersla á rétt barns til að þekkja og umgangast báða foreldra og að sættir milli foreldra séu hagfelldar barninu, samanber 33. gr. gildandi barnalaga um sáttameðferð, ýtir undir tiltekna tortryggni gagnvart ásetningi foreldris sem greinir frá kynferðisbroti föður á barni eða heimilisofbeldi. Móðir sem greinir frá ofbeldi er vænd um alvarlegar ásakanir og innrætingu á neikvæðni barnsins í garð föður fremur en að lagaframkvæmdin sé dregin í efa. Þann 3. maí 2018 birtist í Stundinni opið bréf til dómsmálaráðherra í kjölfar #metoo yfirlýsingar frá hópi 600 kvenna sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum og/eða innan fjölskyldu. Í yfirlýsingu metoo hópsins er megináhersla lögð á ósk um að konum sé trúað þegar þær greina frá ofbeldi og auk þess er óskað eftir stuðningi samfélagsins við að skerpa á nokkrum veigamiklum atriðum, þar á meðal að dómsvaldið, sýslumaður og aðrir sem koma að ákvörðunum um forsjá og umgengni fylgi þeim áherslum sem sammælst hefur verið um í lögum. Síðan þá hefur Stundin fjallað ítrekað um hvernig sýslumaður horfir kerfisbundið framhjá gögnum um kynferðisbrot og heimilisofbeldi í ákvörðun um umgengni og dagsektir, hvernig mæður eru látnar gjalda fyrir að greina frá ofbeldiog hvernig dómsmálaráðuneyti staðfestir áfellisdóma sýslumanns yfir mæðrum sem greina frá ofbeldi. Lagaframkvæmd sýslumanns eins og hún er í dag, í málum er varða heimilisofbeldi og kynferðisbrot, vinnur beint gegn hagsmunum barna, stríðir gegn anda og tilgangi núgildandi barnalaga og barnaverndarlaga og kemur í veg fyrir að foreldri uppfylli forsjárskyldu sína til að vernda barn sitt gegn hvers kyns ofbeldi og annarri vanvirðandi háttsemi samkvæmt 28. gr. barnalaga. Gildisdómar Alþingismanna Af ummælum Brynjars Níelssonar á opinberum vettvangi að dæma óttast hann meira gerræði forsjármæðra í umgengnismálum heldur en að börnin séu beitt ofbeldi í umgengni við feður.Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur fundið sig knúna til að stíga fram á opinberum vettvangi og gera lítið úr þeirri ógn sem steðjar að börnum og mæðrum sem eru þolendur heimilisofbeldis og kynferðisofbeldis. Sigríður Á. Andersen þingmaður sjálfstæðisflokksins tekur í sama streng og segir að þó skerpa þurfi á hjúskaparlögum sé ekki heppilegt að sníða löggjöfina að þeim sem losna ekki úr hjónabandi við ofbeldismenn. Það séu sjaldgæf undantekningartilvik. Nýverið staðhæfði Helga Vala í útvarpsmiðlum að tálmun á umgengni sé alltaf ofbeldi. Sýslumenn hafa einnig séð tilefni til að skilgreina tálmun á umgengni sem andlega vanrækslu og ofbeldi með nákvæmlega sama hætti og mælst er til að verði gert í frumvarpi Brynjars. Það hlýtur að vekja upp áleitnar spurningar að þetta frumvarp sjálfstæðisflokksins sem leggur til að tálmun og takmörkun á umgengni verði lögð að jöfnu við andlega vanrækslu og ofbeldi en er ekki samþykkt af löggjafarvaldinu, sé samt sem áður eftir ógreinilegum leiðum komið til framkvæmdar í stjórnsýslunni. Helga Vala Helgadóttir hefur nýverið aðlagað orðræðu sína og gerir nú skýran greinarmun á málum foreldra sem vilja verja börn sín gegn ofbeldi annarsvegar og óréttmætri tálmun á umgengni hinsvegar. En það gera sýslumenn og frumvarp Brynjars alls ekki. Óframkvæmdur úrskurður um umgengni er aldrei það sama og andlegt ofbeldi Samkvæmt frumvarpi Brynjars og flokksfélaga yrði tálmun og takmörkun á umgengni skilgreind sem umgengnisúrskurður, dómur, dómssátt eða samningur milli foreldra sem ekki kemur til framkvæmdar. Með stjórnsýsluframkvæmdinni eins og hún er í dag reynir einvörðungu á skyldu forsjárforeldris til að sjá til þess að barnið njóti umgengni við hitt foreldrið. Ekki reynir á fyrirvara um undantekningu við 46. gr barnalaga um að umgengni við foreldri geti verið andstæð hag og þörfum barns að mati lögmæts stjórnvalds. Ekkert skipulagt mat fer fram á ofbeldi og ofbeldishættu sem er andstæð hag og þörfum barns eins og kveður á um í 47. gr. barnalaga. Því reynir ekki á að sýslumaður úrskurði um að umgengnisréttar njóti ekki við. Núverandi lagaframkvæmd stuðlar með öðrum orðum að því að horft er kerfisbundið framhjá gögnum um kynferðisbrot og heimilisofbeldi í ákvörðun um umgengni eða dagsektir. Með viðbættri nýrri málsgrein við 98. gr. barnaverndarlaga um að tálmun á umgengnisrétti varði við allt að fimm ára fangelsi yrði ekkert í lagaframkvæmd stjórnavalda sem kæmi í veg fyrir að foreldri sem verndar barn sitt frá ofbeldi sæti refsivist. Í greinagerð með frumvarpinu eru dagsektarkröfur og úrskurðir þar um, hafðir til marks um umfang þess tálmunarvanda sem er tilefnið að tillögu um refsiákvæði við núgildandi barnaverndarlög. Bent er á að árin 2006-2017 hafi verið lagðar fram 550 kröfur um beitingu dagsekta til að þvinga fram umgengni en 107 úrskurðir um beitingu dagsekta hafi verið kveðnir upp hjá sýslumannsembættum. Rétt er að halda því til haga að sömu málsaðilar geta verið að baki fjölda dagsektarmála á svo löngu tímabili. En 107 dagsektarúrskurði, í öllum sýslumannsembættum á landinu á 9 ára tímabili, er tæplega hægt að hafa til marks um aðkallandi umfangsmikinn tálmunarvanda þegar í ofanálag sýslumaður greinir ekki frá þau mál þar sem ríkar hagsmunaástæður barnsins liggja að baki tálmun eða takmörkun á umgengni. Til samanburðar má nefna að árið 2018 leituðu 375 konur í Kvennaathvarf til dvalar eða í viðtöl en alls voru 273 börn sem leituðu þar skjóls frá heimilisofbeldi með mæðrum sínum. Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, tók á móti 225 konum í viðtöl sama ár. Frásagnir kvenna af ofbeldi í nánum samböndum og/eða innan fjölskyldu, benda eindregið til að það séu einmitt þeirra mál sem lenda endurtekið á borði dómara og sýslumanna og fara í einskonar hringi í stjórnsýslunni eins og Þórólfur Halldórsson sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu hefur sjálfur lýst því. Frumvarp Brynjars Níelssonar er fölsk lausn á rangt skilgreindum vanda. Óframkvæmdur úrskurður um umgengni er samkvæmt skilgreiningu aldrei það sama og ofbeldi. Refsiákvæði við 98. gr núgildandi barnaverndarlaga eins og lagt er til stríðir ekki einungis gegn 1. gr. barnaverndarlaga og 1. gr. barnalaga sem fanga anda löggjafarinnar heldur myndi slík framkvæmd fullkomna óréttlætið gagnvart barni. Það væri með öllu óásættanlegt að lögleidd yrði í ákvarðanatöku stjórnvalda um líf barna hugsun sem grefur svo markvisst undan rétti barna til verndar frá ofbeldi. Ríkisvalds ákvarðanir um líf barna eiga ekki að vera undirorpnar huglægri túlkun dómara og sýslumannsfulltrúa á því hvað óframkvæmdur umgengnissamningur felur í sér. Ákvarðanir um líf barna ættu ekki að vera undirorpnar gildisdómum um háttsemi mæðra sem verða áfellisdómar þegar hún virðir ekki skyldu sína gagnvart drottnandi föður. Það hefur aldrei verið í lagi og mun aldrei verða í lagi að umboðsvaldið virði ekki í framkvæmd laganna grundvallarmannréttindi mæðra til að verja líf sitt og barna sinna fyrir ofbeldi. Brýnna er að löggjafarvaldið taki til sín gagnrýni og setji í forgang að skerpa verulega á vernd barna frá ofbeldi í framkvæmd laga sem hafa þann tilgang einan að gæta hagsmuna þeirra.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun