„Við þurfum bara að laga okkur að nútímanum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júní 2019 15:20 Páll Winkel segir að vinna þurfi í að bregðast við nýjum lögum um kynrænt sjálfræði innan íslenskra fangelsa. Fréttablaðið/Anton Brink „Ég efast að við þurfum að breyta miklu. Við erum núna með möguleikann á deildarskiptingu innan nýja fangelsisins á Hólmsheiði þannig að nei, ég held að þetta verði alls ekki vandamál hjá okkur,“ sagði Páll Winkel, fangelsismálastjóri, í tengslum við nýsamþykkt lög um kynrænt sjálfræði. Rætt var við Pál í Reykjavík síðdegis í gær. Frumvarp um kynrænt sjálfræði var samþykkt á Alþingi fyrr í vikunni sem tryggir sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga til að skilgreina kyn sitt. Fólk getur því farið og breytt kyni sínu í Þjóðskrá og á öllum sínum persónuskilríkjum án þess að fá opinbert samþykki. Einstaklingurinn þarf ekki að gangast undir neina læknismeðferð til að breyta skráningunni. Hægt verður að skrá kyn sitt annað hvort sem karlkyns, kvenkyns eða hlutlausa skráningu, sem táknuð verður með bókstafnum X. Upp hafa komið spurningar um hvernig fangelsi landsins muni bregðast við þessum breytingum og sendi fangelsismálastofnun inn umsögn um frumvarpið á samráðsgáttina en Páll telur það verkefni ekki vera vandamál. „Þetta er bara nýr veruleiki fyrir okkur, við vildum bara vekja athygli á því að gamla löggjöfin gerir beinlínis ráð fyrir tveimur kynjum og það kemur meðal annars fram í þvi´að okkur ber að aðskilja kynin, karlkyn og kvenkyn, að næturlagi í fangelsum.“ Aðspurður um það hvort hætta verði á að fangar misnoti þetta frelsi til að breyta kynskráningu sinni og sleppa þannig t.d. við að sitja inni á Litla hrauni sagði Páll að hann teldi það ekki verða misnotað. „Það sem gerðist í kjölfar þessarar umsagnar okkar var að Trans Ísland og Samtökin ´78 höfðu samband við okkur og ég fundaði með því ágæta fólki og við urðum sammála um að það væri ólíklegt að það myndi reyna mikið á þetta hjá okkur.“ „Þetta er verkefni sem við þurfum að leysa og ég ber fulla virðingu fyrir því góða fólki sem er að berjast fyrir hagsmunum sinna félagsmanna. Við þurfum bara að laga okkur að nútímanum.“ Alþingi Fangelsismál Hinsegin Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Frumvarp um kynrænt sjálfræði samþykkt á þingi Þriðja kynið nú löglegt. 18. júní 2019 16:20 Krafðist þess að frumvarp um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá Forsætisráðherra sleit fyrr í kvöld samtali sínu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, þar sem þau reyndu að semja um þinglok. 13. júní 2019 23:14 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
„Ég efast að við þurfum að breyta miklu. Við erum núna með möguleikann á deildarskiptingu innan nýja fangelsisins á Hólmsheiði þannig að nei, ég held að þetta verði alls ekki vandamál hjá okkur,“ sagði Páll Winkel, fangelsismálastjóri, í tengslum við nýsamþykkt lög um kynrænt sjálfræði. Rætt var við Pál í Reykjavík síðdegis í gær. Frumvarp um kynrænt sjálfræði var samþykkt á Alþingi fyrr í vikunni sem tryggir sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga til að skilgreina kyn sitt. Fólk getur því farið og breytt kyni sínu í Þjóðskrá og á öllum sínum persónuskilríkjum án þess að fá opinbert samþykki. Einstaklingurinn þarf ekki að gangast undir neina læknismeðferð til að breyta skráningunni. Hægt verður að skrá kyn sitt annað hvort sem karlkyns, kvenkyns eða hlutlausa skráningu, sem táknuð verður með bókstafnum X. Upp hafa komið spurningar um hvernig fangelsi landsins muni bregðast við þessum breytingum og sendi fangelsismálastofnun inn umsögn um frumvarpið á samráðsgáttina en Páll telur það verkefni ekki vera vandamál. „Þetta er bara nýr veruleiki fyrir okkur, við vildum bara vekja athygli á því að gamla löggjöfin gerir beinlínis ráð fyrir tveimur kynjum og það kemur meðal annars fram í þvi´að okkur ber að aðskilja kynin, karlkyn og kvenkyn, að næturlagi í fangelsum.“ Aðspurður um það hvort hætta verði á að fangar misnoti þetta frelsi til að breyta kynskráningu sinni og sleppa þannig t.d. við að sitja inni á Litla hrauni sagði Páll að hann teldi það ekki verða misnotað. „Það sem gerðist í kjölfar þessarar umsagnar okkar var að Trans Ísland og Samtökin ´78 höfðu samband við okkur og ég fundaði með því ágæta fólki og við urðum sammála um að það væri ólíklegt að það myndi reyna mikið á þetta hjá okkur.“ „Þetta er verkefni sem við þurfum að leysa og ég ber fulla virðingu fyrir því góða fólki sem er að berjast fyrir hagsmunum sinna félagsmanna. Við þurfum bara að laga okkur að nútímanum.“
Alþingi Fangelsismál Hinsegin Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Frumvarp um kynrænt sjálfræði samþykkt á þingi Þriðja kynið nú löglegt. 18. júní 2019 16:20 Krafðist þess að frumvarp um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá Forsætisráðherra sleit fyrr í kvöld samtali sínu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, þar sem þau reyndu að semja um þinglok. 13. júní 2019 23:14 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
Krafðist þess að frumvarp um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá Forsætisráðherra sleit fyrr í kvöld samtali sínu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, þar sem þau reyndu að semja um þinglok. 13. júní 2019 23:14