Kamerún í 16-liða úrslit eftir sigurmark á síðustu stundu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. júní 2019 18:00 Nchout skorar sigurmarkið. vísir/getty Ajara Nchout tryggði Kamerún sæti í 16-liða úrslitum heimsmeistaramóts kvenna þegar hún skoraði sigurmark liðsins gegn Nýja-Sjálandi með síðustu spyrnu leiks liðanna í Montpellier í dag. Lokatölur 2-1, Kamerún í vil.Congrats, @FecafootOfficie! See you in the Round of 16! #FIFAWWCpic.twitter.com/A06TbMg58U — FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) June 20, 2019 Bæði lið voru án stiga fyrir leikinn en ljóst var að sigurvegarinn myndi tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum. Staðan var markalaus í hálfleik en á 57. mínútu kom Nchout Kamerún yfir. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka skoraði Aurelle Awona afar klaufalegt sjálfsmark og svo virtist sem það myndi koma í veg fyrir að kamerúnska liðið færi í 16-liða úrslit. En þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Nchout sigurmark Kamerún eftir frábæran sprett. Nokkrum andartökum síðar var flautað til leiksloka. Kamerún komst einnig í 16-liða úrslit á HM í Kanada fyrir fjórum árum. HM 2019 í Frakklandi
Ajara Nchout tryggði Kamerún sæti í 16-liða úrslitum heimsmeistaramóts kvenna þegar hún skoraði sigurmark liðsins gegn Nýja-Sjálandi með síðustu spyrnu leiks liðanna í Montpellier í dag. Lokatölur 2-1, Kamerún í vil.Congrats, @FecafootOfficie! See you in the Round of 16! #FIFAWWCpic.twitter.com/A06TbMg58U — FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) June 20, 2019 Bæði lið voru án stiga fyrir leikinn en ljóst var að sigurvegarinn myndi tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum. Staðan var markalaus í hálfleik en á 57. mínútu kom Nchout Kamerún yfir. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka skoraði Aurelle Awona afar klaufalegt sjálfsmark og svo virtist sem það myndi koma í veg fyrir að kamerúnska liðið færi í 16-liða úrslit. En þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Nchout sigurmark Kamerún eftir frábæran sprett. Nokkrum andartökum síðar var flautað til leiksloka. Kamerún komst einnig í 16-liða úrslit á HM í Kanada fyrir fjórum árum.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti