Dregur sig úr forvali Demókrataflokksins Sylvía Hall skrifar 9. júlí 2019 10:31 Eric Swalwell á blaðamannafundi í gær. Vísir/Getty Þingmaðurinn Eric Swalwell tilkynnti á blaðamannafundi í gær að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér í forvali Demókrataflokksins. Þar með endar þingmaðurinn þriggja mánaða kosningabaráttu sína en hann tilkynnti um framboð sitt í viðtali við þáttastjórnandann Stephen Colbert í apríl síðastliðnum. Ástæða ákvörðunarinnar er lélegt gengi í skoðanakönnunum að sögn Swalwell. Í stórum hópi frambjóðenda hefur honum reynst erfitt að vekja á sér athygli og skera sig úr fjöldanum og eftir fyrstu kappræðurnar hafi útlitið ekki batnað.Rep. Eric Swalwell: "Today ends our presidential campaign, but it is the beginning of an opportunity in Congress." Via ABC pic.twitter.com/v8UXuE87Ew — Kyle Griffin (@kylegriffin1) July 8, 2019 „Eftir fyrstu kappræður Demókrataflokksins hefur gengi í skoðanakönnunum og fjáröflun ekki verið í samræmi við það sem við vonuðumst eftir og ég sé ekki fram á að hljóta tilnefninguna. Forsetaframboð mitt endar í dag,“ sagði Swalwell á blaðamannafundi. Swalwell á meðal yngstu frambjóðenda í forvalinu en hann er aðeins 38 ára gamall. Hann er hvað þekktastur fyrir störf sín í leyniþjónustunefnd og dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Þá tók hann einnig þátt í rannsókninni á aðkomu Rússa í forsetakosningunum árið 2016. Eftir tilkynningu Swalwell standa nú 23 frambjóðendur eftir sem vonast eftir því að hljóta tilnefningu. Ein þeirra, Elizabeth Warren, þakkaði Swalwell fyrir að vekja athygli á breytingum á skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum og hét hún því að halda þeirri baráttu áfram í sínu framboði.Thank you @EricSwalwell for your commitment to making gun reform front and center in this election. Gun violence is a public health crisis, and I’ll keep fighting alongside you for a safer future. The American people are lucky to have you in this fight. — Elizabeth Warren (@ewarren) July 9, 2019 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24 Spjótin stóðu á Biden í kappræðunum Ferilskrá fyrrverandi varaforsetans í málefnum kynþáttanna í Bandaríkjunum var sérstaklega í sviðsljósinu í sjónvarpskappræðum demókrata í gærkvöldi. 28. júní 2019 07:55 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Þingmaðurinn Eric Swalwell tilkynnti á blaðamannafundi í gær að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér í forvali Demókrataflokksins. Þar með endar þingmaðurinn þriggja mánaða kosningabaráttu sína en hann tilkynnti um framboð sitt í viðtali við þáttastjórnandann Stephen Colbert í apríl síðastliðnum. Ástæða ákvörðunarinnar er lélegt gengi í skoðanakönnunum að sögn Swalwell. Í stórum hópi frambjóðenda hefur honum reynst erfitt að vekja á sér athygli og skera sig úr fjöldanum og eftir fyrstu kappræðurnar hafi útlitið ekki batnað.Rep. Eric Swalwell: "Today ends our presidential campaign, but it is the beginning of an opportunity in Congress." Via ABC pic.twitter.com/v8UXuE87Ew — Kyle Griffin (@kylegriffin1) July 8, 2019 „Eftir fyrstu kappræður Demókrataflokksins hefur gengi í skoðanakönnunum og fjáröflun ekki verið í samræmi við það sem við vonuðumst eftir og ég sé ekki fram á að hljóta tilnefninguna. Forsetaframboð mitt endar í dag,“ sagði Swalwell á blaðamannafundi. Swalwell á meðal yngstu frambjóðenda í forvalinu en hann er aðeins 38 ára gamall. Hann er hvað þekktastur fyrir störf sín í leyniþjónustunefnd og dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Þá tók hann einnig þátt í rannsókninni á aðkomu Rússa í forsetakosningunum árið 2016. Eftir tilkynningu Swalwell standa nú 23 frambjóðendur eftir sem vonast eftir því að hljóta tilnefningu. Ein þeirra, Elizabeth Warren, þakkaði Swalwell fyrir að vekja athygli á breytingum á skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum og hét hún því að halda þeirri baráttu áfram í sínu framboði.Thank you @EricSwalwell for your commitment to making gun reform front and center in this election. Gun violence is a public health crisis, and I’ll keep fighting alongside you for a safer future. The American people are lucky to have you in this fight. — Elizabeth Warren (@ewarren) July 9, 2019
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24 Spjótin stóðu á Biden í kappræðunum Ferilskrá fyrrverandi varaforsetans í málefnum kynþáttanna í Bandaríkjunum var sérstaklega í sviðsljósinu í sjónvarpskappræðum demókrata í gærkvöldi. 28. júní 2019 07:55 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24
Spjótin stóðu á Biden í kappræðunum Ferilskrá fyrrverandi varaforsetans í málefnum kynþáttanna í Bandaríkjunum var sérstaklega í sviðsljósinu í sjónvarpskappræðum demókrata í gærkvöldi. 28. júní 2019 07:55