Texas-Maggi segir græðgisvæðingu skaða veitingageirann Jakob Bjarnar skrifar 8. júlí 2019 11:52 Maggi segist ætla að bjóða uppá heimilismat á sínum nýja stað. Kjötbollur, kótelettur í raspi, hakkabuff með lauk, eggi brúnni sósu, fiskibollur, rækjur, kartöflumús … bara heimilislegir réttir. Rjómagúllas. visir/vilhelm Meistarakokkurinn Maggi, Texas-Maggi eða Magnús Ingi Magnússon, er að opna nýjan veitingastað við Laugaveg 178. Sem er forvitnilegt. Maggi er líklega einn þekktasti kokkur og vert landsins eftir fræga sjónvarpsþætti sem hann var með á ÍNN. Og hann er hvergi smeykur þó víða barmi menn sér í veitingageiranum; þar sé rekstur erfiður í kjölfar þess að ferðamannastraumurinn er í rénun. Maggi kann skýringar á því hvers vegna komið hefur bakslag í veitingareksturinn. Hann segir græðgisvæðingu hafa skaðað bransann. „Fólk er búið að fá nóg. Það er búið að sprengja verðskalann. Þegar þú ert að kaupa þér pizzu fyrir 3500 krónur, fyrir einn mann, þá segir fólk stopp. Hingað og ekki lengra. Hráefnið kostar í mesta lagi 500 krónur, fer eftir álegginu! Menn eru að verðleggja sig út af kortinu.“Mömmumaturinn hans Magga Og það er einmitt til þess sem Maggi vill höfða með sínum nýja stað sem heitir Matbarinn, það er að segja hið gagnstæða: Að bjóða uppá rétti á viðráðanlegu verði. „Akkúrat sem ég segi. Djókverð. Það er rúm fyrir svona ódýran stað. Það þurfa allir að borða.“ Maggi er þaulvanur sjónvarpsmaður. Hann gerði yfir 400 þætti um matreiðslu og matarmenningu fyrir ÍNN. Hafði af því mikla ánægju en þeirri þáttagerð lauk þegar sú stöð fór á hausinn. En, það vefst ekki fyrir Magga, reynslunnar smið í dagskrárgerðinni, að gera sérstakt kynningarmyndband fyrir sjálfan sig. Eins og sjá má hér neðar. Meistarakokkurinn Maggi hvergi banginn skammar kollega sína í veitingageiranum og segir þá verða að verðleggja sig út af kortinu.visir/vilhelmMaggi opnaði í gær til reynslu. Hann ætlar að bjóða upp á heimilis- og mömmumat. Sem er hvað?„Það sem þú borðar heima hjá þér og mamma eldar.“ Já, en það er nú kannski allur gangur á því?„Kjötbollur, kótelettur í raspi, hakkabuff með lauk, eggi brúnni sósu, fiskibollur, rækjur, kartöflumús,“ segir Maggi og furðar sig á spurningunni. Í hans huga er heimilismatur heimilismatur: „Bara heimilislegir réttir. Rjómagúllas. Þessir réttir eru, skal ég segja þér, byggðir á bók sem ég gaf út um árið sem heitir Eldhúsið okkar, íslenskur hátíðarmaður og íslenskar hversdagskræsingar. Seldi ókjör af þessum bókum.“ Konan yfirtók starfsemina á Granda Maggi ætlar að bjóða uppá hlaðborð á 1.990 krónur. „Rosalega gott verð,“ segir Maggi. Hann var að taka yfir rekstur á Gamla Siam, stað sem var þarna áður en vegna heilsubrests eiganda hefur nú lokið keppni. Maggi segir það fráleitt að þetta sé erfið staðsetning fyrir veitingastað. Eiginlega bara alls ekki: „Útlendingarnir að labba mikið þarna mikið frá Hilton, stöðugur straumur í gegn. Nóg af bílastæðum. Það hafa verið veitingastaðir í þessu húsi í tugi ára.“Maggi er ánægður með lógó staðarins en það er enginn annar en sjálfur Halldór sem tók sig til og teiknaði það fyrir meistarann.Maggi er að færa út kvíarnar. Hann heldur áfram að reka Sjávarbarinn niðri á Granda. „Konan mín er frá Filipseyjum. Hún fór í kokkaskólann og hefur yfirtekið reksturinn. Nánast rekið mig út. En, ég þarf að fá útrás, finna gleðina sem býr í eldamennskunni. Ég er að leita upprunans.“ Maggi byrjaði í Árbergi í Ármúla á sínum tíma. Þar var hann með þennan heimilislega mat sem hann kallar svo. Vinsælt í hádeginu en þar var hann í sex ár. „Back to basics. Ég er með 31 ára kennitölu og ekki margir með það í þessum bransa.“ Matur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Meistarakokkurinn Maggi, Texas-Maggi eða Magnús Ingi Magnússon, er að opna nýjan veitingastað við Laugaveg 178. Sem er forvitnilegt. Maggi er líklega einn þekktasti kokkur og vert landsins eftir fræga sjónvarpsþætti sem hann var með á ÍNN. Og hann er hvergi smeykur þó víða barmi menn sér í veitingageiranum; þar sé rekstur erfiður í kjölfar þess að ferðamannastraumurinn er í rénun. Maggi kann skýringar á því hvers vegna komið hefur bakslag í veitingareksturinn. Hann segir græðgisvæðingu hafa skaðað bransann. „Fólk er búið að fá nóg. Það er búið að sprengja verðskalann. Þegar þú ert að kaupa þér pizzu fyrir 3500 krónur, fyrir einn mann, þá segir fólk stopp. Hingað og ekki lengra. Hráefnið kostar í mesta lagi 500 krónur, fer eftir álegginu! Menn eru að verðleggja sig út af kortinu.“Mömmumaturinn hans Magga Og það er einmitt til þess sem Maggi vill höfða með sínum nýja stað sem heitir Matbarinn, það er að segja hið gagnstæða: Að bjóða uppá rétti á viðráðanlegu verði. „Akkúrat sem ég segi. Djókverð. Það er rúm fyrir svona ódýran stað. Það þurfa allir að borða.“ Maggi er þaulvanur sjónvarpsmaður. Hann gerði yfir 400 þætti um matreiðslu og matarmenningu fyrir ÍNN. Hafði af því mikla ánægju en þeirri þáttagerð lauk þegar sú stöð fór á hausinn. En, það vefst ekki fyrir Magga, reynslunnar smið í dagskrárgerðinni, að gera sérstakt kynningarmyndband fyrir sjálfan sig. Eins og sjá má hér neðar. Meistarakokkurinn Maggi hvergi banginn skammar kollega sína í veitingageiranum og segir þá verða að verðleggja sig út af kortinu.visir/vilhelmMaggi opnaði í gær til reynslu. Hann ætlar að bjóða upp á heimilis- og mömmumat. Sem er hvað?„Það sem þú borðar heima hjá þér og mamma eldar.“ Já, en það er nú kannski allur gangur á því?„Kjötbollur, kótelettur í raspi, hakkabuff með lauk, eggi brúnni sósu, fiskibollur, rækjur, kartöflumús,“ segir Maggi og furðar sig á spurningunni. Í hans huga er heimilismatur heimilismatur: „Bara heimilislegir réttir. Rjómagúllas. Þessir réttir eru, skal ég segja þér, byggðir á bók sem ég gaf út um árið sem heitir Eldhúsið okkar, íslenskur hátíðarmaður og íslenskar hversdagskræsingar. Seldi ókjör af þessum bókum.“ Konan yfirtók starfsemina á Granda Maggi ætlar að bjóða uppá hlaðborð á 1.990 krónur. „Rosalega gott verð,“ segir Maggi. Hann var að taka yfir rekstur á Gamla Siam, stað sem var þarna áður en vegna heilsubrests eiganda hefur nú lokið keppni. Maggi segir það fráleitt að þetta sé erfið staðsetning fyrir veitingastað. Eiginlega bara alls ekki: „Útlendingarnir að labba mikið þarna mikið frá Hilton, stöðugur straumur í gegn. Nóg af bílastæðum. Það hafa verið veitingastaðir í þessu húsi í tugi ára.“Maggi er ánægður með lógó staðarins en það er enginn annar en sjálfur Halldór sem tók sig til og teiknaði það fyrir meistarann.Maggi er að færa út kvíarnar. Hann heldur áfram að reka Sjávarbarinn niðri á Granda. „Konan mín er frá Filipseyjum. Hún fór í kokkaskólann og hefur yfirtekið reksturinn. Nánast rekið mig út. En, ég þarf að fá útrás, finna gleðina sem býr í eldamennskunni. Ég er að leita upprunans.“ Maggi byrjaði í Árbergi í Ármúla á sínum tíma. Þar var hann með þennan heimilislega mat sem hann kallar svo. Vinsælt í hádeginu en þar var hann í sex ár. „Back to basics. Ég er með 31 ára kennitölu og ekki margir með það í þessum bransa.“
Matur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira