Stuðningur við breska Verkamannaflokkinn ekki minni í tíu ár Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2019 12:19 Corbyn hefur undanfarið krafist nýrra kosninga til að greiða úr Brexit-flækjunni. Óvíst er að flokkur hans kæmi vel út úr þeim ef marka má stöðuna nú. Vísir/EPA Verkamannaflokkur Jeremys Corbyn mælist nú aðeins fjórði stærsti stjórnmálaflokkur Bretlands í nýrri skoðanakönnun Yougov og dagblaðsins The Times. Tæplega fimmti hver svarandi segist ætla að kjósa flokkinn og hefur fylgi hans ekki mælst minna frá því að hann var í ríkisstjórn og glímdi við fjármálakreppuna. Þrátt fyrir mánaðalangan vandræðagang á ríkisstjórn Íhaldsflokksins vegna útgöngunnar úr Evrópusambandinu hefur stuðningur við Verkamannaflokkinn dregist verulega saman. Íhaldsflokkurinn mælist með 24% stuðning í könnuninni og nýstofnaði Brexit-flokkurinn fær 23%. Frjálslyndir demókratar mælast með 20% fylgi, tveimur prósentustigum meira en Verkamannaflokkur Corbyn. Fylgi Verkamannaflokksins hefur aðeins einu sinni mælst 18%. Það var í maí árið 2009 þegar flokkurinn hafði verið við völd í tólf ár og ríkisstjórn Gordons Brown glímdi við fjármálakreppuna sem þá gekk yfir heimsbyggðina. Jon Ashworth, skuggaheilbrigðisráðherra Verkmannaflokksins, segir að yrði niðurstöður næstu kosninga í samræmi við könnunina yrði það stóráfall fyrir flokkinn. „Ég trúi ekki að þetta yrðu úrslitin í þingkosningum,“ segir hann.Innan við fjórðungur telur Corbyn hæfan leiðtoga Í tíð Corbyn leiðtoga hefur flokknum mistekist að nýta sér vandræðagang ríkisstjórnarinnar í kringum fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í könnun Yougov kemur fram að 57% þeirra sem kusu flokkinn í þingkosningunum árið 2017 ætli sér að kjósa aðra flokka næst. Corbyn hefur neitað að setja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um útgönguna á stefnuskrána þrátt fyrir þrýsting margra úr eigin flokki. Þá hefur flokkurinn verið plagaður af ásökunum um gyðingaandúð í tíð hans. Um fjórðungur þeirra sem greiddu atkvæði með því að Bretland yrði um kyrrt í þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016 segjast nú styðja Verkamannaflokkinn. Hlutfallið hefur hríðlækkað úr 40% í apríl og 48% í byrjun árs. Aðeins 8% þeirra sem kusu með útgöngunni styðja flokkinn.Fréttastofa Sky-sjónvarpsstöðvarinnar segir að önnur skoðanakönnun sem gerð var fyrir Evening Standard í vikunni hafi leitt í ljós að Corbyn njóti minni persónufylgis en báðir frambjóðendurnir í leiðtogavali Íhaldsflokksins, Boris Johnson og Jeremy Hunt, og Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins. Innan við fjórðungur svarenda taldi Corbyn hæfan leiðtoga. Bretland Brexit Tengdar fréttir Corbyn vill kosningar Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir Theresu May, forsætisráðherra, hafa tekið rétta ákvörðun. Hún tilkynnti í morgun að hún myndi hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins þann 7. júní og að nýr leiðtogi yrði valinn. 24. maí 2019 12:26 Brexit-flokkurinn sigurvegari Evrópuþingskosninga í Bretlandi Hinn nýstofnaði Brexit-flokkur Nigel Farage virðist vera sigurvegari Evrópuþingskosninganna í Bretlandi en þegar tilkynntar hafa verið niðurstöður kosninga um 64 af 73 Evrópuþingssætum Bretlands hafa Brexit-menn tryggt sér 28 þingsæti með 32% greiddra atkvæða. 27. maí 2019 08:30 Corbyn kallar eftir rannsókn á tildrögum fréttar um heilsufar sitt Jeremy Corbyn, formaður breska Verkamannaflokksins, hefur kallað eftir opinberri rannsókn á tildrögum fréttar sem birtist í dagblaðinu The Times um að hann sé of veikburða til að gegna embætti forsætisráðherra Bretlands. 2. júlí 2019 07:48 Rannsaka gyðingahatur innan Verkamannaflokksins Samtök gegn gyðingahatri höfðu kvartað undan því að Verkamannaflokkurinn bryti jafnréttislög. 28. maí 2019 12:26 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Verkamannaflokkur Jeremys Corbyn mælist nú aðeins fjórði stærsti stjórnmálaflokkur Bretlands í nýrri skoðanakönnun Yougov og dagblaðsins The Times. Tæplega fimmti hver svarandi segist ætla að kjósa flokkinn og hefur fylgi hans ekki mælst minna frá því að hann var í ríkisstjórn og glímdi við fjármálakreppuna. Þrátt fyrir mánaðalangan vandræðagang á ríkisstjórn Íhaldsflokksins vegna útgöngunnar úr Evrópusambandinu hefur stuðningur við Verkamannaflokkinn dregist verulega saman. Íhaldsflokkurinn mælist með 24% stuðning í könnuninni og nýstofnaði Brexit-flokkurinn fær 23%. Frjálslyndir demókratar mælast með 20% fylgi, tveimur prósentustigum meira en Verkamannaflokkur Corbyn. Fylgi Verkamannaflokksins hefur aðeins einu sinni mælst 18%. Það var í maí árið 2009 þegar flokkurinn hafði verið við völd í tólf ár og ríkisstjórn Gordons Brown glímdi við fjármálakreppuna sem þá gekk yfir heimsbyggðina. Jon Ashworth, skuggaheilbrigðisráðherra Verkmannaflokksins, segir að yrði niðurstöður næstu kosninga í samræmi við könnunina yrði það stóráfall fyrir flokkinn. „Ég trúi ekki að þetta yrðu úrslitin í þingkosningum,“ segir hann.Innan við fjórðungur telur Corbyn hæfan leiðtoga Í tíð Corbyn leiðtoga hefur flokknum mistekist að nýta sér vandræðagang ríkisstjórnarinnar í kringum fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í könnun Yougov kemur fram að 57% þeirra sem kusu flokkinn í þingkosningunum árið 2017 ætli sér að kjósa aðra flokka næst. Corbyn hefur neitað að setja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um útgönguna á stefnuskrána þrátt fyrir þrýsting margra úr eigin flokki. Þá hefur flokkurinn verið plagaður af ásökunum um gyðingaandúð í tíð hans. Um fjórðungur þeirra sem greiddu atkvæði með því að Bretland yrði um kyrrt í þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016 segjast nú styðja Verkamannaflokkinn. Hlutfallið hefur hríðlækkað úr 40% í apríl og 48% í byrjun árs. Aðeins 8% þeirra sem kusu með útgöngunni styðja flokkinn.Fréttastofa Sky-sjónvarpsstöðvarinnar segir að önnur skoðanakönnun sem gerð var fyrir Evening Standard í vikunni hafi leitt í ljós að Corbyn njóti minni persónufylgis en báðir frambjóðendurnir í leiðtogavali Íhaldsflokksins, Boris Johnson og Jeremy Hunt, og Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins. Innan við fjórðungur svarenda taldi Corbyn hæfan leiðtoga.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Corbyn vill kosningar Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir Theresu May, forsætisráðherra, hafa tekið rétta ákvörðun. Hún tilkynnti í morgun að hún myndi hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins þann 7. júní og að nýr leiðtogi yrði valinn. 24. maí 2019 12:26 Brexit-flokkurinn sigurvegari Evrópuþingskosninga í Bretlandi Hinn nýstofnaði Brexit-flokkur Nigel Farage virðist vera sigurvegari Evrópuþingskosninganna í Bretlandi en þegar tilkynntar hafa verið niðurstöður kosninga um 64 af 73 Evrópuþingssætum Bretlands hafa Brexit-menn tryggt sér 28 þingsæti með 32% greiddra atkvæða. 27. maí 2019 08:30 Corbyn kallar eftir rannsókn á tildrögum fréttar um heilsufar sitt Jeremy Corbyn, formaður breska Verkamannaflokksins, hefur kallað eftir opinberri rannsókn á tildrögum fréttar sem birtist í dagblaðinu The Times um að hann sé of veikburða til að gegna embætti forsætisráðherra Bretlands. 2. júlí 2019 07:48 Rannsaka gyðingahatur innan Verkamannaflokksins Samtök gegn gyðingahatri höfðu kvartað undan því að Verkamannaflokkurinn bryti jafnréttislög. 28. maí 2019 12:26 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Corbyn vill kosningar Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir Theresu May, forsætisráðherra, hafa tekið rétta ákvörðun. Hún tilkynnti í morgun að hún myndi hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins þann 7. júní og að nýr leiðtogi yrði valinn. 24. maí 2019 12:26
Brexit-flokkurinn sigurvegari Evrópuþingskosninga í Bretlandi Hinn nýstofnaði Brexit-flokkur Nigel Farage virðist vera sigurvegari Evrópuþingskosninganna í Bretlandi en þegar tilkynntar hafa verið niðurstöður kosninga um 64 af 73 Evrópuþingssætum Bretlands hafa Brexit-menn tryggt sér 28 þingsæti með 32% greiddra atkvæða. 27. maí 2019 08:30
Corbyn kallar eftir rannsókn á tildrögum fréttar um heilsufar sitt Jeremy Corbyn, formaður breska Verkamannaflokksins, hefur kallað eftir opinberri rannsókn á tildrögum fréttar sem birtist í dagblaðinu The Times um að hann sé of veikburða til að gegna embætti forsætisráðherra Bretlands. 2. júlí 2019 07:48
Rannsaka gyðingahatur innan Verkamannaflokksins Samtök gegn gyðingahatri höfðu kvartað undan því að Verkamannaflokkurinn bryti jafnréttislög. 28. maí 2019 12:26