Valitor fellst á að greiða Datacell og SPP 1.200 milljónir Hörður Ægisson skrifar 4. júlí 2019 06:15 Greiðslugáttin sem Wikileaks þáði styrki í gegnum var lokað fyrirvaralaust af Valitor 8. júlí 2011, degi eftir opnun hennar. Fréttablaðið/Stefán Greiðslumiðlunarfyrirtækið Valitor, dótturfélag Arion banka, hefur fallist á að greiða Datacell og Sunshine Press Productions (SPP) samtals 1.200 milljónir króna í skaðabætur fyrir að slíta samningi um greiðslugátt fyrir söfnunarfé til WikiLeaks sumarið 2011. Gengið hefur verið frá samkomulagi þess efnis, sem er í samræmi við dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í apríl síðastliðnum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Með samkomulaginu lýkur því áralöngum deilum og málaferlum félaganna fyrir dómstólum. Forsaga málsins er sú að WikiLeaks tók við styrkjum í gegnum greiðslugátt sem Datacell og SPP ráku en hún var opnuð 7. júlí 2011. Degi síðar sleit Valitor samningnum fyrirvaralaust. Hæstiréttur sló því föstu með dómi vorið 2013 að riftun samningsins væri ólögmæt og frá þeim tíma hafa málaferli staðið um skaðabótakröfur vegna riftunar. Dómkvaddir matsmenn mátu tjónið á 3,2 milljarða króna. Valitor hafði áður sent frá sér tilkynningu í lok maímánaðar þar sem fram kom að það hyggðist áfrýja fyrrnefndum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem komst að þeirri niðurstöðu að félaginu væri gert að greiða Datacell og SPP 1.200 milljónir króna í bætur. Ekkert verður hins vegar nú af því að málið komi til kasta Landsréttar. Dómarar í málinu töldu þá að veikleikar væru á þeim forsendum sem tölfræðilegir útreikningar matsmanna byggðust á og því væri ekki unnt að leggja niðurstöðu matsgerðarinnar til grundvallar sem sönnunargagn um umfang tjónsins. Krafa um vexti og dráttarvexti aftur í tímann kom ekki til álita í dóminum. Þá hljóðaði aðalkrafa Datacell og SPP í málinu upp á 8,1 milljarð. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Datacell og SPP, sagði í samtali við Fréttablaðið eftir niðurstöðu dómsins í apríl að hann hefði vonast til þess að matsgerðinni yrði ekki ýtt til hliðar. „Svo erum við ekki sáttir við dráttarvextina en þetta er samt sigur,“ sagði Sveinn. Í séráliti sem Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómara skilaði kom fram að hann væri sammála meirihluta dómara um að riftun samningsins hafi leitt til fjárhagslegs tjóns. Hins vegar væri hann ósammála því að skilyrði sé fyrir því að ákvarða Datacell og SPP skaðabætur að álitum. Stefnendur hafi ekki fært nægilegar sönnur á fjártjón sitt og því bæri að sýkna Valitor af kröfum þeirra. Valitor var sem kunnugt er sett í formlegt söluferli fyrr á þessu ári og er ætlun Arion banka, eiganda félagsins, að selja greiðslumiðlunarfyrirtækið að hluta eða fullu. Gert er ráð fyrir að niðurstaða fáist í ferlið á þessu ári. Bankinn hefur áður sagt að dómur Héraðsdómur Reykjavíkur myndi ekki hafa áhrif á söluferlið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er áætlað að áhugasamir fjárfesar skili inn óskuldbindandi tilboðum í félagið fyrir miðjan þennan mánuð. Arion banki hefur þegar tekið tillit til neikvæðra áhrifa dómsins á afkomu bankans. Í tilkynningu sem bankinn sendi frá sér eftir dóminn kom fram að hann hefði neikvæð áhrif á afkomu bankasamstæðunnar á fyrsta ársfjórðungi sem nema um 600 milljónum króna. Landsbankinn mun þurfa að greiða hluta þeirrar fjárhæðar, eða samtals um 456 milljónir króna, sem samkomulag hefur náðst um að greiða í skaðabætur til Datacell og SPP. Ástæðan er sú að þegar Landsbankinn seldi eignarhlut sinn í Valitor til Arion banka í desember 2014 gekkst Landsbankinn í ábyrgðir fyrir 38 prósentum af þeim upphæðum sem Valitor kynni að þurfa að greiða vegna fjögurra mála. Þeirra á meðal var málarekstur Datacell og Sunshine Press Productions (SPP) gegn Valitor. Birtist í Fréttablaðinu WikiLeaks Tengdar fréttir Niðurstaðan sætir furðu að mati Valitors Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Datacell og Sunshine Press, rekstrarfélagi Wikileaks, sætir furðu að mati Valitors. Líklegt er að fyrirtækið áfrýji niðurstöðu dómsins til Landsréttar. 24. apríl 2019 18:48 Valitor dæmt til að greiða 1,2 milljarða Greiðslukortafyrirtækið Valitor hefur verið dæmt til að greiða Datacell og Sunshine Press, rekstrarfélagi Wikileaks, samanlagt 1,2 milljarð króna í bætur vegna ólögmætrar riftunar Valitors á samningi um greiðslugátt fyrir söfnunarfé til Wikileaks. 24. apríl 2019 16:12 Arion sendir frá sér afkomuviðvörun vegna Valitor-dóms Arion banki hefur sent frá sér afkomuviðvörun eftir að dómur féll í máli Sunshine Press og Datacell gegn Valitor, sem er í eigu bankans. 24. apríl 2019 18:57 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Valitor, dótturfélag Arion banka, hefur fallist á að greiða Datacell og Sunshine Press Productions (SPP) samtals 1.200 milljónir króna í skaðabætur fyrir að slíta samningi um greiðslugátt fyrir söfnunarfé til WikiLeaks sumarið 2011. Gengið hefur verið frá samkomulagi þess efnis, sem er í samræmi við dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í apríl síðastliðnum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Með samkomulaginu lýkur því áralöngum deilum og málaferlum félaganna fyrir dómstólum. Forsaga málsins er sú að WikiLeaks tók við styrkjum í gegnum greiðslugátt sem Datacell og SPP ráku en hún var opnuð 7. júlí 2011. Degi síðar sleit Valitor samningnum fyrirvaralaust. Hæstiréttur sló því föstu með dómi vorið 2013 að riftun samningsins væri ólögmæt og frá þeim tíma hafa málaferli staðið um skaðabótakröfur vegna riftunar. Dómkvaddir matsmenn mátu tjónið á 3,2 milljarða króna. Valitor hafði áður sent frá sér tilkynningu í lok maímánaðar þar sem fram kom að það hyggðist áfrýja fyrrnefndum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem komst að þeirri niðurstöðu að félaginu væri gert að greiða Datacell og SPP 1.200 milljónir króna í bætur. Ekkert verður hins vegar nú af því að málið komi til kasta Landsréttar. Dómarar í málinu töldu þá að veikleikar væru á þeim forsendum sem tölfræðilegir útreikningar matsmanna byggðust á og því væri ekki unnt að leggja niðurstöðu matsgerðarinnar til grundvallar sem sönnunargagn um umfang tjónsins. Krafa um vexti og dráttarvexti aftur í tímann kom ekki til álita í dóminum. Þá hljóðaði aðalkrafa Datacell og SPP í málinu upp á 8,1 milljarð. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Datacell og SPP, sagði í samtali við Fréttablaðið eftir niðurstöðu dómsins í apríl að hann hefði vonast til þess að matsgerðinni yrði ekki ýtt til hliðar. „Svo erum við ekki sáttir við dráttarvextina en þetta er samt sigur,“ sagði Sveinn. Í séráliti sem Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómara skilaði kom fram að hann væri sammála meirihluta dómara um að riftun samningsins hafi leitt til fjárhagslegs tjóns. Hins vegar væri hann ósammála því að skilyrði sé fyrir því að ákvarða Datacell og SPP skaðabætur að álitum. Stefnendur hafi ekki fært nægilegar sönnur á fjártjón sitt og því bæri að sýkna Valitor af kröfum þeirra. Valitor var sem kunnugt er sett í formlegt söluferli fyrr á þessu ári og er ætlun Arion banka, eiganda félagsins, að selja greiðslumiðlunarfyrirtækið að hluta eða fullu. Gert er ráð fyrir að niðurstaða fáist í ferlið á þessu ári. Bankinn hefur áður sagt að dómur Héraðsdómur Reykjavíkur myndi ekki hafa áhrif á söluferlið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er áætlað að áhugasamir fjárfesar skili inn óskuldbindandi tilboðum í félagið fyrir miðjan þennan mánuð. Arion banki hefur þegar tekið tillit til neikvæðra áhrifa dómsins á afkomu bankans. Í tilkynningu sem bankinn sendi frá sér eftir dóminn kom fram að hann hefði neikvæð áhrif á afkomu bankasamstæðunnar á fyrsta ársfjórðungi sem nema um 600 milljónum króna. Landsbankinn mun þurfa að greiða hluta þeirrar fjárhæðar, eða samtals um 456 milljónir króna, sem samkomulag hefur náðst um að greiða í skaðabætur til Datacell og SPP. Ástæðan er sú að þegar Landsbankinn seldi eignarhlut sinn í Valitor til Arion banka í desember 2014 gekkst Landsbankinn í ábyrgðir fyrir 38 prósentum af þeim upphæðum sem Valitor kynni að þurfa að greiða vegna fjögurra mála. Þeirra á meðal var málarekstur Datacell og Sunshine Press Productions (SPP) gegn Valitor.
Birtist í Fréttablaðinu WikiLeaks Tengdar fréttir Niðurstaðan sætir furðu að mati Valitors Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Datacell og Sunshine Press, rekstrarfélagi Wikileaks, sætir furðu að mati Valitors. Líklegt er að fyrirtækið áfrýji niðurstöðu dómsins til Landsréttar. 24. apríl 2019 18:48 Valitor dæmt til að greiða 1,2 milljarða Greiðslukortafyrirtækið Valitor hefur verið dæmt til að greiða Datacell og Sunshine Press, rekstrarfélagi Wikileaks, samanlagt 1,2 milljarð króna í bætur vegna ólögmætrar riftunar Valitors á samningi um greiðslugátt fyrir söfnunarfé til Wikileaks. 24. apríl 2019 16:12 Arion sendir frá sér afkomuviðvörun vegna Valitor-dóms Arion banki hefur sent frá sér afkomuviðvörun eftir að dómur féll í máli Sunshine Press og Datacell gegn Valitor, sem er í eigu bankans. 24. apríl 2019 18:57 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Niðurstaðan sætir furðu að mati Valitors Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Datacell og Sunshine Press, rekstrarfélagi Wikileaks, sætir furðu að mati Valitors. Líklegt er að fyrirtækið áfrýji niðurstöðu dómsins til Landsréttar. 24. apríl 2019 18:48
Valitor dæmt til að greiða 1,2 milljarða Greiðslukortafyrirtækið Valitor hefur verið dæmt til að greiða Datacell og Sunshine Press, rekstrarfélagi Wikileaks, samanlagt 1,2 milljarð króna í bætur vegna ólögmætrar riftunar Valitors á samningi um greiðslugátt fyrir söfnunarfé til Wikileaks. 24. apríl 2019 16:12
Arion sendir frá sér afkomuviðvörun vegna Valitor-dóms Arion banki hefur sent frá sér afkomuviðvörun eftir að dómur féll í máli Sunshine Press og Datacell gegn Valitor, sem er í eigu bankans. 24. apríl 2019 18:57