Vill endurskoða framkvæmd útlendingalaganna Gígja Hilmarsdóttir skrifar 3. júlí 2019 20:13 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dóms-, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, segir í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni að sérstaklega þurfi að fara yfir framkvæmd útlendingalaganna þegar kemur að börnum. Framkvæmdin þurfi að fullu að samræmast anda laganna – „sem er mannúð og að taka skuli sérstakt tillit til barna,“ skrifar Þórdís Kolbrún. Þegar lögin voru samþykkt starfaði Þórdís Koldbrún sem aðstoðamaður Ólafar Nordal í Innanríkisráðuneytinu. Þórdís kveðst ekki geta tjáð sig um málefni þeirra fjölskyldna sem hafa verið til umræðu síðastliðna daga. Hún segir þó málin vera til skoðunar innan þess kerfis sem löggjafinn hefur búið til. Hún segir sig ekki hafa heimild til að stíga inn í einstök mál til að tryggja jafnræði. Þá greinir hún frá því að í síðustu viku var haldinn ráðherrafundur um útlendingamál. „Á þeim fundi sátu auk forsætisráðherra, ég sem dómsmálaráðherra, félags- og barnamálaráðherra, fulltrúi heilbrigðisráðherra, menntamálaráðherra og sveitarstjórnarráðherra. Þetta sýnir inn á hvaða svið þessi mál fara og sýnir að við verðum að taka með heildstæðari hætti á þeim,“ skrifar ráðherrann. Hún segir tilefni fundarins hafa meðal annars verið um fyrirætlan þeirra að endurhugsa þverpólitísku útlendinganefndina sem sett var á laggirnar árið 2014, „til dæmis með því að bæta inn í hana fulltrúa barnamálaráðherra og endurskoða almennt hlutverk hennar. Út frá þessu höfum við rætt að rýna ákveðna þætti betur,“ skrifa Þórdís Kolbrún. Félagsmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Stjórnvöld verði að bregðast við málum flóttabarna Talsmaður Rauða krossins segir að börn á flótta séu í jafnvel í verri aðstæðum í Grikklandi eftir að þau hafa hlotið alþjóðlega vernd heldur en á meðan þau eru í hælisferlinu. 3. júlí 2019 20:09 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, segir í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni að sérstaklega þurfi að fara yfir framkvæmd útlendingalaganna þegar kemur að börnum. Framkvæmdin þurfi að fullu að samræmast anda laganna – „sem er mannúð og að taka skuli sérstakt tillit til barna,“ skrifar Þórdís Kolbrún. Þegar lögin voru samþykkt starfaði Þórdís Koldbrún sem aðstoðamaður Ólafar Nordal í Innanríkisráðuneytinu. Þórdís kveðst ekki geta tjáð sig um málefni þeirra fjölskyldna sem hafa verið til umræðu síðastliðna daga. Hún segir þó málin vera til skoðunar innan þess kerfis sem löggjafinn hefur búið til. Hún segir sig ekki hafa heimild til að stíga inn í einstök mál til að tryggja jafnræði. Þá greinir hún frá því að í síðustu viku var haldinn ráðherrafundur um útlendingamál. „Á þeim fundi sátu auk forsætisráðherra, ég sem dómsmálaráðherra, félags- og barnamálaráðherra, fulltrúi heilbrigðisráðherra, menntamálaráðherra og sveitarstjórnarráðherra. Þetta sýnir inn á hvaða svið þessi mál fara og sýnir að við verðum að taka með heildstæðari hætti á þeim,“ skrifar ráðherrann. Hún segir tilefni fundarins hafa meðal annars verið um fyrirætlan þeirra að endurhugsa þverpólitísku útlendinganefndina sem sett var á laggirnar árið 2014, „til dæmis með því að bæta inn í hana fulltrúa barnamálaráðherra og endurskoða almennt hlutverk hennar. Út frá þessu höfum við rætt að rýna ákveðna þætti betur,“ skrifa Þórdís Kolbrún.
Félagsmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Stjórnvöld verði að bregðast við málum flóttabarna Talsmaður Rauða krossins segir að börn á flótta séu í jafnvel í verri aðstæðum í Grikklandi eftir að þau hafa hlotið alþjóðlega vernd heldur en á meðan þau eru í hælisferlinu. 3. júlí 2019 20:09 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Stjórnvöld verði að bregðast við málum flóttabarna Talsmaður Rauða krossins segir að börn á flótta séu í jafnvel í verri aðstæðum í Grikklandi eftir að þau hafa hlotið alþjóðlega vernd heldur en á meðan þau eru í hælisferlinu. 3. júlí 2019 20:09