Nýbirtar myndir sýna sláandi aðstæður flóttafólks á landamærastöðvum Bandaríkjanna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júlí 2019 23:12 Þriðjungur þeirra barna sem í haldi eru í stöðvunum sjö sem heimsóttar voru hafa verið lengur í haldi en leyfilegt er. IG Myndir sem birtar hafa verið af aðstæðum flóttafólks á landamærastöðvum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó sýna þær ömurlegu aðstæður sem fólk sem er þar í haldi býr við. Dæmi eru um að stórum hópum fólks sé haldið í klefum sem hannaðir eru fyrir mun fámennari hópa. Sjálfstæð eftirlitsstofnun innan stjórnsýslu Bandaríkjanna hefur birt myndir sem sýna aðstæður flóttafólksins en á þeim má sjá fólk liggja um öll gólf í allt of litlum klefum. Yfirmaður einnar stöðvarinnar segir aðstæðurnar vera „tifandi tímasprengju,“ að því er fram kemur í skýrslu sem unnin var á vegum stofnunarinnar.Afar þröngt er í stöðvunum og oft á tíðum ekki nóg pláss til þess að allir geti lagst til hvílu.IG„Við höfum áhyggjur af því að mannþröng og langvarandi varðhald geti ógnað heilbrigði og öryggi starfsmanna Heimavarnarráðuneytisins og þeirra sem eru í haldi,“ segir eftirlitsfólkið í skýrslunni. Eftirlitsfólkið heimsótti alls sjö landamærastöðvar í Rió Grande-dal í suðurhluta Texas-ríkis. Þar komst eftirlitsfólkið að raun um það að um þriðjungur þeirra barna sem eru í haldi innan stöðvanna hefur verið þar lengur en í 72 klukkustundir, en það er leyfilegur hámarkstími varðhalds á stöðvum sem þessum. Segir í skýrslunni að mörg þeirra hafi ekki haft aðgang að sturtum eða heitum mat, auk þess sem hrein föt væru af skornum skammti innan stöðvanna.Þegar fólkið í haldi varð vart við eftirlitsfólkið gerði það hvað það gat til þess að vekja athygli á þeim ömurlegu aðstæðum sem því er gert að þola.IG„Þegar fólkið sem var í haldi varð vart við okkur [eftirlitsfólkið] barði það á glugga klefa sinna, hrópaði, þrýsti miðum sem sýndi tíma þeirra í haldi að gluggunum og benti okkur á líkamlegar sannanir tíma þeirra í haldi, til dæmis skeggvöxt sinn,“ segir í skýrslunni. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að fólkið hafi stíflað klósett klefa sinna með eigum sínum á borð við sokka, til þess eins að komast út úr klefum sínum þá stuttu stund sem unnið væri að viðgerð klósettanna. Niðurstaða skýrslunnar er sú að þær aðstæður sem flóttafólkið býr við brjóti í bága við þá staðla sem toll- og landamærastofnun Bandaríkjanna hefur sjálf sett, en sú stofnun fer með rekstur landamærastöðvanna. Eftirlitsfólkið kallaði því eftir því í skýrslunni að heimavarnarráðuneytið gerði „tafarlausar ráðstafanir til þess að lina þá hættulegu mannþröng sem myndast hefur.“ Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30 Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs. 2. júlí 2019 10:30 Börn lokuð inni fyrir að grátbiðja um ættingja sína Fréttastofa AP hefur undir höndum myndband þar sem spænskumælandi stúlka frá Mið-Ameríku lýsir aðstæðum í landamærabúðunum. 2. júlí 2019 12:39 Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Erlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Sjá meira
Myndir sem birtar hafa verið af aðstæðum flóttafólks á landamærastöðvum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó sýna þær ömurlegu aðstæður sem fólk sem er þar í haldi býr við. Dæmi eru um að stórum hópum fólks sé haldið í klefum sem hannaðir eru fyrir mun fámennari hópa. Sjálfstæð eftirlitsstofnun innan stjórnsýslu Bandaríkjanna hefur birt myndir sem sýna aðstæður flóttafólksins en á þeim má sjá fólk liggja um öll gólf í allt of litlum klefum. Yfirmaður einnar stöðvarinnar segir aðstæðurnar vera „tifandi tímasprengju,“ að því er fram kemur í skýrslu sem unnin var á vegum stofnunarinnar.Afar þröngt er í stöðvunum og oft á tíðum ekki nóg pláss til þess að allir geti lagst til hvílu.IG„Við höfum áhyggjur af því að mannþröng og langvarandi varðhald geti ógnað heilbrigði og öryggi starfsmanna Heimavarnarráðuneytisins og þeirra sem eru í haldi,“ segir eftirlitsfólkið í skýrslunni. Eftirlitsfólkið heimsótti alls sjö landamærastöðvar í Rió Grande-dal í suðurhluta Texas-ríkis. Þar komst eftirlitsfólkið að raun um það að um þriðjungur þeirra barna sem eru í haldi innan stöðvanna hefur verið þar lengur en í 72 klukkustundir, en það er leyfilegur hámarkstími varðhalds á stöðvum sem þessum. Segir í skýrslunni að mörg þeirra hafi ekki haft aðgang að sturtum eða heitum mat, auk þess sem hrein föt væru af skornum skammti innan stöðvanna.Þegar fólkið í haldi varð vart við eftirlitsfólkið gerði það hvað það gat til þess að vekja athygli á þeim ömurlegu aðstæðum sem því er gert að þola.IG„Þegar fólkið sem var í haldi varð vart við okkur [eftirlitsfólkið] barði það á glugga klefa sinna, hrópaði, þrýsti miðum sem sýndi tíma þeirra í haldi að gluggunum og benti okkur á líkamlegar sannanir tíma þeirra í haldi, til dæmis skeggvöxt sinn,“ segir í skýrslunni. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að fólkið hafi stíflað klósett klefa sinna með eigum sínum á borð við sokka, til þess eins að komast út úr klefum sínum þá stuttu stund sem unnið væri að viðgerð klósettanna. Niðurstaða skýrslunnar er sú að þær aðstæður sem flóttafólkið býr við brjóti í bága við þá staðla sem toll- og landamærastofnun Bandaríkjanna hefur sjálf sett, en sú stofnun fer með rekstur landamærastöðvanna. Eftirlitsfólkið kallaði því eftir því í skýrslunni að heimavarnarráðuneytið gerði „tafarlausar ráðstafanir til þess að lina þá hættulegu mannþröng sem myndast hefur.“
Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30 Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs. 2. júlí 2019 10:30 Börn lokuð inni fyrir að grátbiðja um ættingja sína Fréttastofa AP hefur undir höndum myndband þar sem spænskumælandi stúlka frá Mið-Ameríku lýsir aðstæðum í landamærabúðunum. 2. júlí 2019 12:39 Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Erlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Sjá meira
Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30
Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs. 2. júlí 2019 10:30
Börn lokuð inni fyrir að grátbiðja um ættingja sína Fréttastofa AP hefur undir höndum myndband þar sem spænskumælandi stúlka frá Mið-Ameríku lýsir aðstæðum í landamærabúðunum. 2. júlí 2019 12:39