Taconic að auka hlut sinn í Arion um helming Hörður Ægisson skrifar 3. júlí 2019 07:45 Keith Magliana stýrir fjárfestingum Taconic á Íslandi. Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital, sem fer núna með sextán prósenta hlut í Arion banka, mun kaupa tæplega helminginn af tuttugu prósenta hlut Kaupþings í bankanum en eignarhaldsfélagið er nú að ganga frá sölu á öllum bréfum sínum í Arion banka, líklega strax í þessari viku. Eftir kaupin verður Taconic, sem á jafnframt um 48 prósenta hlut í Kaupþingi, stærsti eigandi Arion banka með í kringum fjórðungshlut. Aðrir helstu kaupendur að hlut Kaupþings í Arion banka, samkvæmt heimildum Markaðarins, eru fjárfestingafélagið Stoðir, sem á fyrir tæplega fimm prósenta hlut, og Lífeyrissjóður verslunarmanna (LV) en sjóðurinn átti í árslok 2018 aðeins um 0,4 prósenta hlut í bankanum. Samkvæmt fyrirliggjandi samkomulagi munu viðskiptin, en það eru Fossar markaðir sem eru söluráðgjafar Kaupþings, fara fram á genginu 75,5 krónur á hlut en við lokun markaða í gær stóð hlutabréfaverðið í 75,9 krónum. Auk Taconic, Stoða og LV munu einnig aðrir lífeyrissjóðir ásamt innlendum sjóðastýringarfélögum, sem eru nú fyrir í hluthafahópi Arion, kaupa bréf Kaupþings. Kaupverðið á tuttugu prósenta hlut Kaupþings mun því nema samtals um 27,4 milljörðum. Stór hluti þeirrar fjárhæðar fellur í skaut ríkissjóðs á grundvelli afkomuskiptasamnings sem var á meðal þeirra stöðugleikaskilyrða sem Kaupþing þurfti að undirgangast við samþykkt nauðasamninga í árslok 2015. Beðið er nú eftir því, samkvæmt heimildum Markaðarins, að staðfesting fáist frá fjármálaráðuneytinu um að ríkið ætli ekki að stíga inn í viðskiptin og nýta sér forkaupsrétt sinn. Sem kunnugt er hafa stjórnvöld forkaupsrétt á öllum hlutabréfum Kaupþings ef til stendur að selja þau á genginu 0,8 eða lægra miðað við eigið fé Arion banka. Salan á tuttugu prósenta hlut Kaupþings mun nú fara fram á gengi sem jafngildir 0,73 miðað við eigið fé bankans í lok fyrsta ársfjórðungs. Samkvæmt heimildum Markaðarins var búið að ganga frá samkomulagi við fjárfesta um kaup á fimmtán prósenta hlut Kaupþings í Arion banka undir lok síðasta mánaðar. Ekki tókst hins vegar þá að ljúka sölunni en regluvörður Arion banka, að sögn kunnugra, gerði þá athugasemdir við að Kaupþing, sem er með fulltrúa í stjórn bankans, ætti viðskipti með bréf í félaginu á sama tíma og ráðning á nýjum bankastjóra Arion væri á lokametrunum. Í kjölfarið ákvað Kaupþing síðan að bjóða allan hlut sinn í bankanum til sölu. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital, sem fer núna með sextán prósenta hlut í Arion banka, mun kaupa tæplega helminginn af tuttugu prósenta hlut Kaupþings í bankanum en eignarhaldsfélagið er nú að ganga frá sölu á öllum bréfum sínum í Arion banka, líklega strax í þessari viku. Eftir kaupin verður Taconic, sem á jafnframt um 48 prósenta hlut í Kaupþingi, stærsti eigandi Arion banka með í kringum fjórðungshlut. Aðrir helstu kaupendur að hlut Kaupþings í Arion banka, samkvæmt heimildum Markaðarins, eru fjárfestingafélagið Stoðir, sem á fyrir tæplega fimm prósenta hlut, og Lífeyrissjóður verslunarmanna (LV) en sjóðurinn átti í árslok 2018 aðeins um 0,4 prósenta hlut í bankanum. Samkvæmt fyrirliggjandi samkomulagi munu viðskiptin, en það eru Fossar markaðir sem eru söluráðgjafar Kaupþings, fara fram á genginu 75,5 krónur á hlut en við lokun markaða í gær stóð hlutabréfaverðið í 75,9 krónum. Auk Taconic, Stoða og LV munu einnig aðrir lífeyrissjóðir ásamt innlendum sjóðastýringarfélögum, sem eru nú fyrir í hluthafahópi Arion, kaupa bréf Kaupþings. Kaupverðið á tuttugu prósenta hlut Kaupþings mun því nema samtals um 27,4 milljörðum. Stór hluti þeirrar fjárhæðar fellur í skaut ríkissjóðs á grundvelli afkomuskiptasamnings sem var á meðal þeirra stöðugleikaskilyrða sem Kaupþing þurfti að undirgangast við samþykkt nauðasamninga í árslok 2015. Beðið er nú eftir því, samkvæmt heimildum Markaðarins, að staðfesting fáist frá fjármálaráðuneytinu um að ríkið ætli ekki að stíga inn í viðskiptin og nýta sér forkaupsrétt sinn. Sem kunnugt er hafa stjórnvöld forkaupsrétt á öllum hlutabréfum Kaupþings ef til stendur að selja þau á genginu 0,8 eða lægra miðað við eigið fé Arion banka. Salan á tuttugu prósenta hlut Kaupþings mun nú fara fram á gengi sem jafngildir 0,73 miðað við eigið fé bankans í lok fyrsta ársfjórðungs. Samkvæmt heimildum Markaðarins var búið að ganga frá samkomulagi við fjárfesta um kaup á fimmtán prósenta hlut Kaupþings í Arion banka undir lok síðasta mánaðar. Ekki tókst hins vegar þá að ljúka sölunni en regluvörður Arion banka, að sögn kunnugra, gerði þá athugasemdir við að Kaupþing, sem er með fulltrúa í stjórn bankans, ætti viðskipti með bréf í félaginu á sama tíma og ráðning á nýjum bankastjóra Arion væri á lokametrunum. Í kjölfarið ákvað Kaupþing síðan að bjóða allan hlut sinn í bankanum til sölu.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur