Stefna ráðuneyti og skattinum um skattskýrslur Trump forseta Kjartan Kjartansson skrifar 2. júlí 2019 16:24 Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, (t.v:) er á meðal þeirra sem stefna þingnefndarinnar er stíluð á. Vísir/EPA Fjárlaganefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings stefndi í dag fjármálaráðuneytinu og skattstofunni og krefst þess að fá aðgang að skattskýrslum Donalds Trump forseta. Trump og Hvíta húsið hafa barist hatrammlega gegn því að þingið fái aðgang að upplýsingum um fjármál hans sem forsetinn hefur staðfastlega neitað að gera opinberar. Fjármálaráðuneytið hafnaði beiðni og síðar stefnu fjárlaganefndarinnar um aðgang að skattskýrslunum. Nefndin byggði á ákvæði laga sem heimila henni að óska eftir skattskýrslum einstaklinga. Dómsmálaráðuneyti Trump færði meðal annars þau rök fyrir því að fjármálaráðuneytinu bæri að hafna stefnunni að þingið hefði ekki lögmæta ástæðu til að krefjast gagnanna. Demókratar fara með meirihluta í fulltrúadeildinni og fjárlaganefndinni. Washington Post segir að í stefnunni saki þeir ríkisstjórn Trump um „ótrúlega árás“ á valdheimildir þingsins með því að neita að afhenda skattskýrslurnar. Trump hunsaði áratugalangt fordæmi fyrir því að forsetaframbjóðendur birtu skattskýrslur sínar þegar hann bauð sig fram árið 2016. Bar hann því við að hann gæti ekki opinberað skýrslunnar þar sem skattayfirvöld hefðu þær til endurskoðunar þrátt fyrir að þau gæfu út að ekkert væri því til fyrirstöðu að Trump birti skýrslurnar. Síðan þá hefur Trump sagt ráðgjöfum sínum að hann sé tilbúinn að fara með málið alla leið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna til að komast hjá því að þurfa að opinbera fjármál sín. Forsetinn hefur verið gagnrýndur fyrir ógegnsæi varðandi persónuleg fjármál sín. Ólíkt fyrri forsetanum sleit hann ekki öll tengsl við viðskiptaveldi sitt þegar hann tók við embætti forseta heldur fól sonum sýnum að stýra því. Hann hagnast enn persónulega á rekstri fyrirtækjanna. Það hefur vakið upp spurningar um mögulega hagsmunaárekstra og spillingu, ekki síst hvað varðar viðskipti erlendra ríkja við fyrirtæki forsetans. Ýmis ríki hafa beint viðskiptum sínum til fyrirtækja Trump, þar á meðal alþjóðahóteli hans í Washington-borg. Bandaríkin Tengdar fréttir Ríkisþingmenn New York opna á afhendingu skattaskýrslna Trump Þingmenn New York ríkis hafa samþykkt lagafrumvarp sem mun gera þingmönnum Bandaríkjaþings kleift að koma höndum yfir skattskýrslur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 8. maí 2019 22:30 Hvíta húsið skipar fyrrverandi starfsmönnum að hunsa þingið Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings krafði starfsmenninna gagna með stefnu í síðasta mánuði. 4. júní 2019 15:52 Saka dómsmálaráðherra Bandaríkjanna um vanvirðingu gagnvart þinginu Meðlimir dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaraþings hafa ákveðið að saka William Barr, dómsmálaráðherra, um að sýna þinginu vanvirðingu. 8. maí 2019 21:39 Trump tapaði svo miklu að hann greiddi engan tekjuskatt Gögn sem New York Times komst yfir benda til þess að fyrirtæki Bandaríkjaforseta hafi tapað rúmum 143 milljörðum íslenskra króna á 9. og 10. áratug síðustu aldar. 8. maí 2019 11:00 Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Fjárlaganefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings stefndi í dag fjármálaráðuneytinu og skattstofunni og krefst þess að fá aðgang að skattskýrslum Donalds Trump forseta. Trump og Hvíta húsið hafa barist hatrammlega gegn því að þingið fái aðgang að upplýsingum um fjármál hans sem forsetinn hefur staðfastlega neitað að gera opinberar. Fjármálaráðuneytið hafnaði beiðni og síðar stefnu fjárlaganefndarinnar um aðgang að skattskýrslunum. Nefndin byggði á ákvæði laga sem heimila henni að óska eftir skattskýrslum einstaklinga. Dómsmálaráðuneyti Trump færði meðal annars þau rök fyrir því að fjármálaráðuneytinu bæri að hafna stefnunni að þingið hefði ekki lögmæta ástæðu til að krefjast gagnanna. Demókratar fara með meirihluta í fulltrúadeildinni og fjárlaganefndinni. Washington Post segir að í stefnunni saki þeir ríkisstjórn Trump um „ótrúlega árás“ á valdheimildir þingsins með því að neita að afhenda skattskýrslurnar. Trump hunsaði áratugalangt fordæmi fyrir því að forsetaframbjóðendur birtu skattskýrslur sínar þegar hann bauð sig fram árið 2016. Bar hann því við að hann gæti ekki opinberað skýrslunnar þar sem skattayfirvöld hefðu þær til endurskoðunar þrátt fyrir að þau gæfu út að ekkert væri því til fyrirstöðu að Trump birti skýrslurnar. Síðan þá hefur Trump sagt ráðgjöfum sínum að hann sé tilbúinn að fara með málið alla leið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna til að komast hjá því að þurfa að opinbera fjármál sín. Forsetinn hefur verið gagnrýndur fyrir ógegnsæi varðandi persónuleg fjármál sín. Ólíkt fyrri forsetanum sleit hann ekki öll tengsl við viðskiptaveldi sitt þegar hann tók við embætti forseta heldur fól sonum sýnum að stýra því. Hann hagnast enn persónulega á rekstri fyrirtækjanna. Það hefur vakið upp spurningar um mögulega hagsmunaárekstra og spillingu, ekki síst hvað varðar viðskipti erlendra ríkja við fyrirtæki forsetans. Ýmis ríki hafa beint viðskiptum sínum til fyrirtækja Trump, þar á meðal alþjóðahóteli hans í Washington-borg.
Bandaríkin Tengdar fréttir Ríkisþingmenn New York opna á afhendingu skattaskýrslna Trump Þingmenn New York ríkis hafa samþykkt lagafrumvarp sem mun gera þingmönnum Bandaríkjaþings kleift að koma höndum yfir skattskýrslur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 8. maí 2019 22:30 Hvíta húsið skipar fyrrverandi starfsmönnum að hunsa þingið Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings krafði starfsmenninna gagna með stefnu í síðasta mánuði. 4. júní 2019 15:52 Saka dómsmálaráðherra Bandaríkjanna um vanvirðingu gagnvart þinginu Meðlimir dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaraþings hafa ákveðið að saka William Barr, dómsmálaráðherra, um að sýna þinginu vanvirðingu. 8. maí 2019 21:39 Trump tapaði svo miklu að hann greiddi engan tekjuskatt Gögn sem New York Times komst yfir benda til þess að fyrirtæki Bandaríkjaforseta hafi tapað rúmum 143 milljörðum íslenskra króna á 9. og 10. áratug síðustu aldar. 8. maí 2019 11:00 Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Ríkisþingmenn New York opna á afhendingu skattaskýrslna Trump Þingmenn New York ríkis hafa samþykkt lagafrumvarp sem mun gera þingmönnum Bandaríkjaþings kleift að koma höndum yfir skattskýrslur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 8. maí 2019 22:30
Hvíta húsið skipar fyrrverandi starfsmönnum að hunsa þingið Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings krafði starfsmenninna gagna með stefnu í síðasta mánuði. 4. júní 2019 15:52
Saka dómsmálaráðherra Bandaríkjanna um vanvirðingu gagnvart þinginu Meðlimir dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaraþings hafa ákveðið að saka William Barr, dómsmálaráðherra, um að sýna þinginu vanvirðingu. 8. maí 2019 21:39
Trump tapaði svo miklu að hann greiddi engan tekjuskatt Gögn sem New York Times komst yfir benda til þess að fyrirtæki Bandaríkjaforseta hafi tapað rúmum 143 milljörðum íslenskra króna á 9. og 10. áratug síðustu aldar. 8. maí 2019 11:00
Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10