Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 29. mars 2025 21:15 Hamasliðar vonast til að vopnahlé náist áður en hátíðin Eid al-Fitr hefjist. AP/Jehad Alshrafi Hamasliðar hafa fallist á að láta fimm ísraelska gísla lausa í skiptum fyrir fimmtíu daga vopnahlé. Haft er eftir leiðtoga innan samtakanna að þau hafi samþykkt vopnahléstillögu sem lögð var fram af Egyptum og Katörum fyrir tveimur dögum síðan. Ísraelsk stjórnvöld hafa lagt fram móttillögu sem unnin var í samstarfi við bandarísk stjórnvöld. Guardian hefur eftir ísraelskum miðlum að þarlend stjórnvöld fari fram á að tíu þeirra 24 sem þau telja á lífi á Gasasvæðinu verði látin laus. Af þeim 251 gísl sem tekinn var föngum í áhlaupi Hamasliða á Ísrael í október 2023 eru 58 enn staddir á Gasasvæðinu. Ísraelsk stjórnvöld telja að 34 þeirra séu látnir. Haft er eftir Khalil al-Hayya, sem fer fyrir vopnahléssamninganefnd Hamas, að ekki komi til greina að samtökin afvopnist fyrr en hernámi Ísraels á Gasasvæðinu ljúki. Í síðustu viku hóf Ísrael árásir á Gasa að nýju. Samkvæmt palestínskum heilbrigðisyfirvöldum hefur 921 látið lífið síðan vopnahléð var rofið. Í dag gengust ísraelsk hernaðaryfirvöld við því að hafa hafið skothríð á sjúkrabíla á sunnanverðu Gasasvæðinu. Þeir hafi talið að um „grunsamleg ökutæki“ væri að ræða. Hamas-samtökin lýsa atvikinu sem stríðsglæp og segja að einn hið minnsta hafi látið lífið. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Gasa hafa rúmlega fimmtíu þúsund Palestínumenn verið drepnir í átökunum og rúmlega 133 þúsund manns særst frá því í október 2023. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Ísraelskir landtökumenn réðust á og börðu Hamdan Ballal, palestínskan leikstjóra óskarsverðlaunamyndarinnar No other Land í dag. Árásin átti sér stað á Vesturbakkanum en í kjölfarið var leikstjórinn tekinn á brott af hermönnum. 24. mars 2025 23:21 Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Yfir 50 þúsund manns hafa látist í árásum Ísraels á Gasa, að sögn heilbrigðisráðuneytis Hamas á svæðinu. Fjöldinn jafngildir ríflega tveimur prósentum af íbúafjöldanum þegar stríðið hófst. 24. mars 2025 06:58 Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Hundruð Palestínumanna tóku þátt í mótmælum á Gasa í gær og kölluðu eftir því að Hamas-samtökin legðu niður vopn og hefðu sig á brott. Mótmælendurnir, í Beit Lahia í norðurhluta Gasa, hrópuðu meðal annars „Hamas út“ og Hamas hryðjuverkamenn“. 26. mars 2025 07:31 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Ísraelsk stjórnvöld hafa lagt fram móttillögu sem unnin var í samstarfi við bandarísk stjórnvöld. Guardian hefur eftir ísraelskum miðlum að þarlend stjórnvöld fari fram á að tíu þeirra 24 sem þau telja á lífi á Gasasvæðinu verði látin laus. Af þeim 251 gísl sem tekinn var föngum í áhlaupi Hamasliða á Ísrael í október 2023 eru 58 enn staddir á Gasasvæðinu. Ísraelsk stjórnvöld telja að 34 þeirra séu látnir. Haft er eftir Khalil al-Hayya, sem fer fyrir vopnahléssamninganefnd Hamas, að ekki komi til greina að samtökin afvopnist fyrr en hernámi Ísraels á Gasasvæðinu ljúki. Í síðustu viku hóf Ísrael árásir á Gasa að nýju. Samkvæmt palestínskum heilbrigðisyfirvöldum hefur 921 látið lífið síðan vopnahléð var rofið. Í dag gengust ísraelsk hernaðaryfirvöld við því að hafa hafið skothríð á sjúkrabíla á sunnanverðu Gasasvæðinu. Þeir hafi talið að um „grunsamleg ökutæki“ væri að ræða. Hamas-samtökin lýsa atvikinu sem stríðsglæp og segja að einn hið minnsta hafi látið lífið. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Gasa hafa rúmlega fimmtíu þúsund Palestínumenn verið drepnir í átökunum og rúmlega 133 þúsund manns særst frá því í október 2023.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Ísraelskir landtökumenn réðust á og börðu Hamdan Ballal, palestínskan leikstjóra óskarsverðlaunamyndarinnar No other Land í dag. Árásin átti sér stað á Vesturbakkanum en í kjölfarið var leikstjórinn tekinn á brott af hermönnum. 24. mars 2025 23:21 Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Yfir 50 þúsund manns hafa látist í árásum Ísraels á Gasa, að sögn heilbrigðisráðuneytis Hamas á svæðinu. Fjöldinn jafngildir ríflega tveimur prósentum af íbúafjöldanum þegar stríðið hófst. 24. mars 2025 06:58 Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Hundruð Palestínumanna tóku þátt í mótmælum á Gasa í gær og kölluðu eftir því að Hamas-samtökin legðu niður vopn og hefðu sig á brott. Mótmælendurnir, í Beit Lahia í norðurhluta Gasa, hrópuðu meðal annars „Hamas út“ og Hamas hryðjuverkamenn“. 26. mars 2025 07:31 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Ísraelskir landtökumenn réðust á og börðu Hamdan Ballal, palestínskan leikstjóra óskarsverðlaunamyndarinnar No other Land í dag. Árásin átti sér stað á Vesturbakkanum en í kjölfarið var leikstjórinn tekinn á brott af hermönnum. 24. mars 2025 23:21
Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Yfir 50 þúsund manns hafa látist í árásum Ísraels á Gasa, að sögn heilbrigðisráðuneytis Hamas á svæðinu. Fjöldinn jafngildir ríflega tveimur prósentum af íbúafjöldanum þegar stríðið hófst. 24. mars 2025 06:58
Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Hundruð Palestínumanna tóku þátt í mótmælum á Gasa í gær og kölluðu eftir því að Hamas-samtökin legðu niður vopn og hefðu sig á brott. Mótmælendurnir, í Beit Lahia í norðurhluta Gasa, hrópuðu meðal annars „Hamas út“ og Hamas hryðjuverkamenn“. 26. mars 2025 07:31