Tala látinna komin yfir þúsund Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. mars 2025 07:40 Sjálfboðaliðar í Naypyitaw leita í rústum. AP Meira en þúsund manns eru látnir eftir að jarðskjálfti að stærð 7,7 reið yfir Mjanmar í gærmorgun. Þar af urðu hátt í sjö hundruð dauðsföll í Mandalay, næststærstu borg Mjanmar. Enn er leitað að fólki undir rústum en óttast er að tala látinna muni hækka enn fremur. Mjanmarski herinn greindi frá því snemma í morgun að tala látinna hefði hækkað upp í að minnsta kosti 1.002. Þar að auki séu nærri 2400 manns slasaðir og þrjátíu enn saknað. Þá eru minnst sex látnir eftir að hafa orðið undir rústum háhýsis í byggingu í Bangkok höfuðborg Taílands. Breska ríkisútvarpið hefur eftir taílenskum embættismönnum að óttast sé að um hundrað manns séu enn undir rústunum en reiknað sé með að um fimmtán manns séu enn við lífsmark. Björgunarmenn leita þar enn af fullum krafti. Skjálftarnir áttu upptök sín inni í miðju landi.Vísir Min Aung Hlaing, yfirherforingi Mjanmar, hefur gert ákall eftir aðstoð frá öðrum þjóðum, sem er sjaldgæft af mjanmörskum yfirvöldum en þar hafa herforingjar verið við völd frá 2021 þegar mjanmarski herinn framdi valdarán gegn þáverandi stjórn. „Ég býð hvaða landi, stofnun eða einstaklingi sem er inn í Mjanmar til að aðstoða okkur, takk,“ sagði Hlaing í ávarpi í gær. Bandaríkin, Evrópusambandið, Samband Suðaustur-Asíuríkja og Kína hafa heitið stuðningi. Að öðru leyti hafa upplýsingar frá mjanmörskum yfirvöldum verið af skornum skammti. Blaðamaður BBC ræddi við sjálfboðaliða sem vinnur að björgunaraðgerðum í Mandalay. Hann segir ekki nóg til af tækjum og vélum til að grafa upp rústirnar. „Við erum að grafa eftir fólki með berum höndum. Það dugir ekki til að ná fólkinu sem er fast undir rústunum upp úr þeim,“ hefur blaðamaðurinn eftir honum. „Fólk hrópar: hjálp, hjálp. Þetta er vonlaust.“ Mjanmar Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Taíland Tengdar fréttir Á annað hundrað látnir í Mjanmar Að minnsta kosti 144 eru látnir og 732 særðir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Níu hið minnsta eru látnir í nágrannaríkinu Taílandi og í höfuðborg þess Bangkok hrundi háhýsi í byggingu. 28. mars 2025 22:07 Óttast að mörg hundruð séu látin Að minnsta kosti 20 eru látnir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Skjálftarnir hafa valdið gríðarlegri eyðileggingu, bæði í Mjanmar og í Bangkok á Taílandi. 28. mars 2025 10:44 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Jarðskjálfti af stærðinni 7,7 skók Mjanmar í morgun. 28. mars 2025 07:27 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Mjanmarski herinn greindi frá því snemma í morgun að tala látinna hefði hækkað upp í að minnsta kosti 1.002. Þar að auki séu nærri 2400 manns slasaðir og þrjátíu enn saknað. Þá eru minnst sex látnir eftir að hafa orðið undir rústum háhýsis í byggingu í Bangkok höfuðborg Taílands. Breska ríkisútvarpið hefur eftir taílenskum embættismönnum að óttast sé að um hundrað manns séu enn undir rústunum en reiknað sé með að um fimmtán manns séu enn við lífsmark. Björgunarmenn leita þar enn af fullum krafti. Skjálftarnir áttu upptök sín inni í miðju landi.Vísir Min Aung Hlaing, yfirherforingi Mjanmar, hefur gert ákall eftir aðstoð frá öðrum þjóðum, sem er sjaldgæft af mjanmörskum yfirvöldum en þar hafa herforingjar verið við völd frá 2021 þegar mjanmarski herinn framdi valdarán gegn þáverandi stjórn. „Ég býð hvaða landi, stofnun eða einstaklingi sem er inn í Mjanmar til að aðstoða okkur, takk,“ sagði Hlaing í ávarpi í gær. Bandaríkin, Evrópusambandið, Samband Suðaustur-Asíuríkja og Kína hafa heitið stuðningi. Að öðru leyti hafa upplýsingar frá mjanmörskum yfirvöldum verið af skornum skammti. Blaðamaður BBC ræddi við sjálfboðaliða sem vinnur að björgunaraðgerðum í Mandalay. Hann segir ekki nóg til af tækjum og vélum til að grafa upp rústirnar. „Við erum að grafa eftir fólki með berum höndum. Það dugir ekki til að ná fólkinu sem er fast undir rústunum upp úr þeim,“ hefur blaðamaðurinn eftir honum. „Fólk hrópar: hjálp, hjálp. Þetta er vonlaust.“
Mjanmar Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Taíland Tengdar fréttir Á annað hundrað látnir í Mjanmar Að minnsta kosti 144 eru látnir og 732 særðir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Níu hið minnsta eru látnir í nágrannaríkinu Taílandi og í höfuðborg þess Bangkok hrundi háhýsi í byggingu. 28. mars 2025 22:07 Óttast að mörg hundruð séu látin Að minnsta kosti 20 eru látnir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Skjálftarnir hafa valdið gríðarlegri eyðileggingu, bæði í Mjanmar og í Bangkok á Taílandi. 28. mars 2025 10:44 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Jarðskjálfti af stærðinni 7,7 skók Mjanmar í morgun. 28. mars 2025 07:27 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Á annað hundrað látnir í Mjanmar Að minnsta kosti 144 eru látnir og 732 særðir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Níu hið minnsta eru látnir í nágrannaríkinu Taílandi og í höfuðborg þess Bangkok hrundi háhýsi í byggingu. 28. mars 2025 22:07
Óttast að mörg hundruð séu látin Að minnsta kosti 20 eru látnir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Skjálftarnir hafa valdið gríðarlegri eyðileggingu, bæði í Mjanmar og í Bangkok á Taílandi. 28. mars 2025 10:44
43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Jarðskjálfti af stærðinni 7,7 skók Mjanmar í morgun. 28. mars 2025 07:27