Snýr aftur með uppistand 18 mánuðum eftir ásökun um ósæmilega hegðun Sylvía Hall skrifar 2. júlí 2019 10:58 Uppistandið verður aðgengilegt á Netflix þann 9. júlí. Vísir/Getty Uppistand frá grínistanum Aziz Ansari fer í sýningar á streymisveitunni Netflix þann 9. júlí næstkomandi. Leikarinn hefur verið í hvíld frá sviðsljósinu í um það bil tvö ár eftir að ásakanir um ósæmilega hegðun hans komu fram í ársbyrjun 2018. Grínistinn tilkynnti um uppistandið á Twitter-síðu sinni í gær en það ber titilinn Aziz Ansari: Right Now. Áður hafði Ansari verið í samstarfi með Netflix í þáttunum Master of None þar sem hann fór með aðalhlutverkið.New standup special Aziz Ansari: Right Now. Directed by Spike Jonze. Out July 9th on @netflix. (cc: @netflixisajoke) pic.twitter.com/oJBXdbiA1b — Aziz Ansari (@azizansari) July 1, 2019 Uppistandið er það fyrsta sem kemur frá leikaranum eftir að 23 ára gömul kona skrifaði grein á vefmiðilinn Babe þar sem hún lýsti stefnumóti þeirra sem versta kvöldi lífs síns. Hún sagði hann hafa hundsað augljós merki hennar um að hún hefði ekki áhuga á kynlífi.Sjá einnig: Aziz Ansari svarar ásökun um kynferðisofbeldi Hún sendi honum smáskilaboð eftir stefnumótið og gerði honum ljóst að hegðun hans hafi komið henni í óþægilega stöðu. Hann sagðist hafa lesið aðstæðurnar vitlaust og honum þætti það leitt. Í yfirlýsingu sem fulltrúi Ansari gaf út fyrir hans hönd kom fram að leikarinn hafi talið að það sem átti sér stað hafi algerlega verið með vilja þeirra beggja. Ansari viðurkenndi að þau hafi farið á stefnumót og stundað kynferðislegar athafnir en upplifun hennar hafi komið henni verulega á óvart. Hollywood Kynferðisleg áreitni valdamanna MeToo Netflix Uppistand Tengdar fréttir Aziz Ansari svarar ásökun um kynferðisofbeldi Ansari hefur stutt MeToo-byltinguna en hefur nú sjálfur verið sakaður um að hafa gengið of langt á stefnumóti með konu í fyrra. 15. janúar 2018 08:05 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Uppistand frá grínistanum Aziz Ansari fer í sýningar á streymisveitunni Netflix þann 9. júlí næstkomandi. Leikarinn hefur verið í hvíld frá sviðsljósinu í um það bil tvö ár eftir að ásakanir um ósæmilega hegðun hans komu fram í ársbyrjun 2018. Grínistinn tilkynnti um uppistandið á Twitter-síðu sinni í gær en það ber titilinn Aziz Ansari: Right Now. Áður hafði Ansari verið í samstarfi með Netflix í þáttunum Master of None þar sem hann fór með aðalhlutverkið.New standup special Aziz Ansari: Right Now. Directed by Spike Jonze. Out July 9th on @netflix. (cc: @netflixisajoke) pic.twitter.com/oJBXdbiA1b — Aziz Ansari (@azizansari) July 1, 2019 Uppistandið er það fyrsta sem kemur frá leikaranum eftir að 23 ára gömul kona skrifaði grein á vefmiðilinn Babe þar sem hún lýsti stefnumóti þeirra sem versta kvöldi lífs síns. Hún sagði hann hafa hundsað augljós merki hennar um að hún hefði ekki áhuga á kynlífi.Sjá einnig: Aziz Ansari svarar ásökun um kynferðisofbeldi Hún sendi honum smáskilaboð eftir stefnumótið og gerði honum ljóst að hegðun hans hafi komið henni í óþægilega stöðu. Hann sagðist hafa lesið aðstæðurnar vitlaust og honum þætti það leitt. Í yfirlýsingu sem fulltrúi Ansari gaf út fyrir hans hönd kom fram að leikarinn hafi talið að það sem átti sér stað hafi algerlega verið með vilja þeirra beggja. Ansari viðurkenndi að þau hafi farið á stefnumót og stundað kynferðislegar athafnir en upplifun hennar hafi komið henni verulega á óvart.
Hollywood Kynferðisleg áreitni valdamanna MeToo Netflix Uppistand Tengdar fréttir Aziz Ansari svarar ásökun um kynferðisofbeldi Ansari hefur stutt MeToo-byltinguna en hefur nú sjálfur verið sakaður um að hafa gengið of langt á stefnumóti með konu í fyrra. 15. janúar 2018 08:05 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Aziz Ansari svarar ásökun um kynferðisofbeldi Ansari hefur stutt MeToo-byltinguna en hefur nú sjálfur verið sakaður um að hafa gengið of langt á stefnumóti með konu í fyrra. 15. janúar 2018 08:05
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein