Allt í hnút við val á æðstu embættismönnum ESB Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. júlí 2019 12:15 Frans Timmermans hefur gegn embætti varaforseta framkvæmdastjórnar ESB frá 2014. Útlit er fyrir að áform um að hann verði forseti framkvæmdastjórnarinnar nái ekki fram að ganga. Vísir/EPA Málamiðlunartillaga Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, til að skipa í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins féll í grýttan jarðveg á ríkjaráðstefnu í Brussel í gær. Hollendingurinn Frans Timmermans verður því ekki forseti framkvæmdastjórnarinnar. Þá liggur ekkert samkomulag fyrir um önnur embætti sem eru að losna. Á G20 fundinum í Osaka í Japan á föstudag, fundi leiðtoga tuttugu stærstu iðnríkja heims, náði Angela Merkel kanslari Þýskalands samkomulagi við Frakka, Spánverja og Hollendinga um að sósíalistinn Frans Timmermans yrði eftirmaður Jean-Claude Juncker sem forseti Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins en í staðinn yrði Manfred Weber, leiðtogi blokkar íhaldsflokka á Evrópuþinginu, forseti Evrópuþingsins. Timmermans hefur gegn embætti varaforseta framkvæmdastjórnarinnar frá 2014. Financial Times greinir hins vegar frá því að þessi áform hafi runnið út í sandinn á ríkjaráðstefnu í Brussel í gær þegar í ljós kom á meðal leiðtoga íhaldsflokka á Evrópuþinginu hafi Merkel í raun verið sú eina sem styddi Timmermanns í embættið. FT hefur eftir Boyko Borissov, forsætisráðherra Búlgaríu, að Merkel sé leiðtogi Sambands kristilegra demókrata í Þýskalandi en hún stýri ekki bandalagi íhaldsflokka á Evrópuþinginu. Innan leiðtogaráðs ESB er líka andstaða við Timmermans en þar hafa Pólland, Ungverjaland og Tékkland lagst gegn því að hann verði fyrir valinu sem forseti framkvæmdastjórnarinnar. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur sagt að tillaga um að gera Timmermans að forseta framkvæmdastjórnarinnar sé „niðurlægjandi.“ Nú þegar hafa verði haldnar tvær ríkjaráðstefnur til að velja forseta framkvæmdastjórnarinnar, forseta leiðtogaráðsins og seðlabankastjóra Evrópu en ekki liggur fyrir samkomulag um hver eigi að gegna neinu þessara embætta. Það má því segja að það sé komin upp ákveðin pattstaða við að manna æðstu embætti stofnana Evrópusambandsins. Í fundinum í Osaka á föstudag ræddu leiðtogar Evrópuríkja einnig um hver kæmi til með að taka við af Mario Draghi sem seðlabankastjóri Evrópu. Rætt hefur verið um að eftirmaður hans verði franskur ríkisborgari. FT hefur eftir Emmanuel Macron, forseta Frakklands, að skipun í embættið kunni að verða frestað eitthvað. Ljóst er að skipa þarf í embættið fyrir 31. október næstkomandi en þá rennur kjörtímabil Draghis út. Evrópusambandið Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Sjá meira
Málamiðlunartillaga Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, til að skipa í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins féll í grýttan jarðveg á ríkjaráðstefnu í Brussel í gær. Hollendingurinn Frans Timmermans verður því ekki forseti framkvæmdastjórnarinnar. Þá liggur ekkert samkomulag fyrir um önnur embætti sem eru að losna. Á G20 fundinum í Osaka í Japan á föstudag, fundi leiðtoga tuttugu stærstu iðnríkja heims, náði Angela Merkel kanslari Þýskalands samkomulagi við Frakka, Spánverja og Hollendinga um að sósíalistinn Frans Timmermans yrði eftirmaður Jean-Claude Juncker sem forseti Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins en í staðinn yrði Manfred Weber, leiðtogi blokkar íhaldsflokka á Evrópuþinginu, forseti Evrópuþingsins. Timmermans hefur gegn embætti varaforseta framkvæmdastjórnarinnar frá 2014. Financial Times greinir hins vegar frá því að þessi áform hafi runnið út í sandinn á ríkjaráðstefnu í Brussel í gær þegar í ljós kom á meðal leiðtoga íhaldsflokka á Evrópuþinginu hafi Merkel í raun verið sú eina sem styddi Timmermanns í embættið. FT hefur eftir Boyko Borissov, forsætisráðherra Búlgaríu, að Merkel sé leiðtogi Sambands kristilegra demókrata í Þýskalandi en hún stýri ekki bandalagi íhaldsflokka á Evrópuþinginu. Innan leiðtogaráðs ESB er líka andstaða við Timmermans en þar hafa Pólland, Ungverjaland og Tékkland lagst gegn því að hann verði fyrir valinu sem forseti framkvæmdastjórnarinnar. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur sagt að tillaga um að gera Timmermans að forseta framkvæmdastjórnarinnar sé „niðurlægjandi.“ Nú þegar hafa verði haldnar tvær ríkjaráðstefnur til að velja forseta framkvæmdastjórnarinnar, forseta leiðtogaráðsins og seðlabankastjóra Evrópu en ekki liggur fyrir samkomulag um hver eigi að gegna neinu þessara embætta. Það má því segja að það sé komin upp ákveðin pattstaða við að manna æðstu embætti stofnana Evrópusambandsins. Í fundinum í Osaka á föstudag ræddu leiðtogar Evrópuríkja einnig um hver kæmi til með að taka við af Mario Draghi sem seðlabankastjóri Evrópu. Rætt hefur verið um að eftirmaður hans verði franskur ríkisborgari. FT hefur eftir Emmanuel Macron, forseta Frakklands, að skipun í embættið kunni að verða frestað eitthvað. Ljóst er að skipa þarf í embættið fyrir 31. október næstkomandi en þá rennur kjörtímabil Draghis út.
Evrópusambandið Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Sjá meira