Enginn ákærður vegna andláts ungrar konu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júlí 2019 15:49 Kolbrún Benediktsdóttir er varahéraðssaksóknari. Embætti héraðssaksóknara rannsakar atvik þar sem manneskja lætur lífið í tengslum við störf lögreglu, óháð því hvort grunur sé til staðar um refsivert brot. vísir/vilhelm Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál sem embættið tók til rannsóknar og sneri að tilurð þess að ung kona lést í apríl síðastliðnum í kjölfar afskipta lögreglu. Málið er fellt niður á grundvelli 145. greinar sakamálalaga þar sem segir að ef ákærandi telur það sem fram er komið ekki nægilegt eða líklegt til sakfellis þá lætur hann við svo búið standa. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, í samtali við fréttastofu. Rannsókn málsins lauk fyrr í sumar. Embætti héraðssaksóknara rannsakar atvik þar sem manneskja lætur lífið í tengslum við störf lögreglu, óháð því hvort grunur sé til staðar um refsivert brot. Í þessu máli sættu tveir lögreglumenn rannsókn. Fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 11. apríl síðastliðinn. Þar kom fram að konan, sem fædd var árið 1994, hefði látist þann 9. apríl. Þá nótt hafði hún verið í samkvæmi þar sem mikið var um eiturlyf, meðal annars kókaín. Eftir að lögreglan hafði afskipti af konunni fór hún í hjartastopp. Endurlífgunartilraunir hófust og var konan flutt á Landspítalann þar sem hún lést. Móðir konunnar sagði í samtali við fréttastofu að foreldarnir væru afar ósáttir við vinnubrögð lögreglu og meðferðina á dóttur þeirra umrædda nótt. Sagði móðirin lögregluþjóna hafa handjárnað dótturina og bundið hana á fótum en hún var í geðrofi vegna neyslu. Sprauta ætti fólk niður, en ekki binda. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vildi á þessum tíma ekki veita neinar upplýsingar um málið þar sem því hafði verið vísað til héraðssaksóknara. Lögreglumál Tengdar fréttir Rannsókn lokið á andláti ungrar konu Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn sinni á tilurð þess að ung kona lést í apríl síðastliðnum í kjölfar afskipta lögreglu. 2. júlí 2019 11:45 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál sem embættið tók til rannsóknar og sneri að tilurð þess að ung kona lést í apríl síðastliðnum í kjölfar afskipta lögreglu. Málið er fellt niður á grundvelli 145. greinar sakamálalaga þar sem segir að ef ákærandi telur það sem fram er komið ekki nægilegt eða líklegt til sakfellis þá lætur hann við svo búið standa. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, í samtali við fréttastofu. Rannsókn málsins lauk fyrr í sumar. Embætti héraðssaksóknara rannsakar atvik þar sem manneskja lætur lífið í tengslum við störf lögreglu, óháð því hvort grunur sé til staðar um refsivert brot. Í þessu máli sættu tveir lögreglumenn rannsókn. Fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 11. apríl síðastliðinn. Þar kom fram að konan, sem fædd var árið 1994, hefði látist þann 9. apríl. Þá nótt hafði hún verið í samkvæmi þar sem mikið var um eiturlyf, meðal annars kókaín. Eftir að lögreglan hafði afskipti af konunni fór hún í hjartastopp. Endurlífgunartilraunir hófust og var konan flutt á Landspítalann þar sem hún lést. Móðir konunnar sagði í samtali við fréttastofu að foreldarnir væru afar ósáttir við vinnubrögð lögreglu og meðferðina á dóttur þeirra umrædda nótt. Sagði móðirin lögregluþjóna hafa handjárnað dótturina og bundið hana á fótum en hún var í geðrofi vegna neyslu. Sprauta ætti fólk niður, en ekki binda. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vildi á þessum tíma ekki veita neinar upplýsingar um málið þar sem því hafði verið vísað til héraðssaksóknara.
Lögreglumál Tengdar fréttir Rannsókn lokið á andláti ungrar konu Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn sinni á tilurð þess að ung kona lést í apríl síðastliðnum í kjölfar afskipta lögreglu. 2. júlí 2019 11:45 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Rannsókn lokið á andláti ungrar konu Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn sinni á tilurð þess að ung kona lést í apríl síðastliðnum í kjölfar afskipta lögreglu. 2. júlí 2019 11:45