Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Bjarki Sigurðsson skrifar 8. ágúst 2025 14:46 Gulklæddir stuðningsmenn Bröndby létu öllu illum látum þegar leið á leikinn og eftir leik. Pawel Wewiorski Grímuklæddir stuðningsmenn danska knattspyrnuliðsins Bröndby réðust á stuðningsmenn Víkings eftir leik liðanna í gær. Einn var handtekinn en fyrir leik töldu forsvarsmenn danska liðsins litlar líkur á að nokkur maður myndi æsa sig. Víkingur vann Bröndby 3-0 í fyrri leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í gær, úrslit sem danska liðið hefur sjálft kallað niðurlægingu. Dönsku stuðningsmennirnir, sem eru þekktir fyrir að valda usla á þeim leikjum sem þeir sækja, brugðust afar illa við tapinu. Þeir hvolfdu kamri á vellinum, rifu fána og fleira, að sögn Hauks Hinrikssonar, framkvæmdastjóra Víkings. Nikolaj Hansen kemur Víkingum yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks með frábærum skalla með hnakkanum.Pawel Wewiorski Fyrir leik töldu forsvarsmenn Bröndby litlar líkur á að nokkuð myndi koma upp á í kringum stuðningsmenn liðsins. Því var ekki aukin gæsla í kringum leikinn. Hins vegar eftir að Víkingar skoruðu þriðja mark leiksins var ljóst að eitthvað gæti gerst. „Það var kannski að hluta til vegna þess að Bröndby átti ekki von á því að neitt myndi ske. Lögregla metur það líka að þetta sé „low-risk“ leikur og ákveða að vera bara með bíl á vakt í grenndinni en kannski ekkert endilega á svæðinu. En það breyttist fljótt í gær,“ segir Haukur Hinriksson, framkvæmdastjóri Víkings. Eftir leik héldu Bröndby-stuðningsmennirnir ótrauðir inn í nóttina og leituðu uppi hóp Víkinga á Ölver í Laugardal. Þar slógust fylkingar og náðist hluti slagsmálanna á myndband. Skömmu áður hafði lögreglan skorist í leikinn, að sögn Unnars Más Ástþórssonar, varðstjóra. „Við vorum með gæslu þarna fram á nótt, eða langleiðina á meðan Ölver var opinn. Það voru riskingar þarna sem við höfðum afskipti af. Það var einn handteknin út af þessum átökum sem að voru í kringum þennan leik og við Ölver. Hann á von á sekt út af þeirri hegðun sem hann sýndi þar,“ segir Unnar Már Ástþórsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Evrópska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að auka gæslu á seinni leik félaganna í Danmörku. Talið er að fjöldi Íslendinga muni sækja leikinn, bæði stuðningsmenn Víkinga og Íslendingar búsettir í Danmörku. Víkingur Reykjavík Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Sjá meira
Víkingur vann Bröndby 3-0 í fyrri leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í gær, úrslit sem danska liðið hefur sjálft kallað niðurlægingu. Dönsku stuðningsmennirnir, sem eru þekktir fyrir að valda usla á þeim leikjum sem þeir sækja, brugðust afar illa við tapinu. Þeir hvolfdu kamri á vellinum, rifu fána og fleira, að sögn Hauks Hinrikssonar, framkvæmdastjóra Víkings. Nikolaj Hansen kemur Víkingum yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks með frábærum skalla með hnakkanum.Pawel Wewiorski Fyrir leik töldu forsvarsmenn Bröndby litlar líkur á að nokkuð myndi koma upp á í kringum stuðningsmenn liðsins. Því var ekki aukin gæsla í kringum leikinn. Hins vegar eftir að Víkingar skoruðu þriðja mark leiksins var ljóst að eitthvað gæti gerst. „Það var kannski að hluta til vegna þess að Bröndby átti ekki von á því að neitt myndi ske. Lögregla metur það líka að þetta sé „low-risk“ leikur og ákveða að vera bara með bíl á vakt í grenndinni en kannski ekkert endilega á svæðinu. En það breyttist fljótt í gær,“ segir Haukur Hinriksson, framkvæmdastjóri Víkings. Eftir leik héldu Bröndby-stuðningsmennirnir ótrauðir inn í nóttina og leituðu uppi hóp Víkinga á Ölver í Laugardal. Þar slógust fylkingar og náðist hluti slagsmálanna á myndband. Skömmu áður hafði lögreglan skorist í leikinn, að sögn Unnars Más Ástþórssonar, varðstjóra. „Við vorum með gæslu þarna fram á nótt, eða langleiðina á meðan Ölver var opinn. Það voru riskingar þarna sem við höfðum afskipti af. Það var einn handteknin út af þessum átökum sem að voru í kringum þennan leik og við Ölver. Hann á von á sekt út af þeirri hegðun sem hann sýndi þar,“ segir Unnar Már Ástþórsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Evrópska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að auka gæslu á seinni leik félaganna í Danmörku. Talið er að fjöldi Íslendinga muni sækja leikinn, bæði stuðningsmenn Víkinga og Íslendingar búsettir í Danmörku.
Víkingur Reykjavík Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent