Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. ágúst 2025 18:38 Andlit Bandaríkjaforseta prýðir marga hamborgarastaði í Texasríki. Getty Eigandi skyndibitakeðjunnar Trump Burger stendur frammi fyrir að vera vísað á brott úr Bandaríkjunum eftir að Innflytjendastofnun Bandaríkjanna handtók hann. Um er að ræða líbanskan mann á þrítugsaldri sem dvaldi ólöglega í Texas. Maðurinn heitir Roland Mehrez Beainy og kom til Bandaríkjanna frá Líbanon árið 2019 sem ferðamaður en dvalarleyfi hans rann út 12. febrúar á síðasta ári samkvæmt skriflegu svari Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE) við fyrirspurn Guardian. ICE færir sig upp á skaftið Miðillinn Fayette County Record greinir frá því að Beainy hafi verð handtekinn 16. maí síðastliðinn en síðustu fimm ár hefur hann opnað röð hamborgarastaða víða um Texasríki sem bera nafn Trump Bandaríkjaforseta. Undanfarna mánuði hefur ICE gert fjölda áhlaupa víða um Banaríkin og handtekið talsverðan fjölda fólks. Er það gert í því skyni að framfylgja kosningaloforði Donalds Trump um að stórauka brottvísanir á fólki sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum. Miðillinn fyrrnefndi greinir einnig frá því að Beainy hafi sótt um framlengingu dvalarleyfis síns á grundvelli þess að hann hefði gifst bandarískri konu en ICE heldur því fram að ekkert bendi til þess að hann hafi nokkurn tíma búið með meintri eiginkonu sinni. „Í valdatíð núverandi ríkisstjórnar er ICE skuldbundið því að endurvekja trúverðuleika innflytjendakerfis þjóðarinnar með því að draga alla til ábyrgðar sem koma ólöglega inn í landið eða dvelja lengur en heimild þeirra nær til. Þetta gildir sama hvaða veitingastaði maður á eða hverjar stjórnmálaskoðanir manns eru,“ hefur Guardian upp úr skriflegu svari ICE. Samkvæmt umfjöllun miðla í Texas harðneita Beainy ásökunum innflytjendastofnunarinnar á hendur sér. Hann fer fyrir dómara 18. nóvember samkvæmt fyrirliggjandi skipulagi. „Níutíu prósent af því sem þeir eru að segja er kjaftæði,“ hefur Houston Chronicle eftir honum. Lagði fé til hliðar til að styðja Trump Í umfjöllun Guardian kemur fram að það hafi vakið mikla athygli um öll Bandaríkin þegar Beainy opnaði fyrsta veitingastaðinn undir nafninu Trump Burger. Hann hóf starfsemi sína í Bellville í Texas árið 2020 og var skreyttur Trump-tengdum munum hátt og lágt. Þar að auki var matseðillinn með Trump-þema og réttirnir hétu nöfnum sem skírskotuðu í pólitíska andstæðinga hans. Hróður Trump Burger barst víða og brátt opnuðu fleiri staðir víða um fylkið. Beainy lagði meira að segja hluta hagnaðar staðarins til hliðar til að styðja við síðustu kosningaherferð Trump. „Ég vildi gjarnan að fá blessun [Trump] og að hann kíkti við. Við vonumst til þess að hann kíki á staðinn,“ sagði hann í viðtali við Houston Chronicle frá árinu 2022. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Sjá meira
Maðurinn heitir Roland Mehrez Beainy og kom til Bandaríkjanna frá Líbanon árið 2019 sem ferðamaður en dvalarleyfi hans rann út 12. febrúar á síðasta ári samkvæmt skriflegu svari Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE) við fyrirspurn Guardian. ICE færir sig upp á skaftið Miðillinn Fayette County Record greinir frá því að Beainy hafi verð handtekinn 16. maí síðastliðinn en síðustu fimm ár hefur hann opnað röð hamborgarastaða víða um Texasríki sem bera nafn Trump Bandaríkjaforseta. Undanfarna mánuði hefur ICE gert fjölda áhlaupa víða um Banaríkin og handtekið talsverðan fjölda fólks. Er það gert í því skyni að framfylgja kosningaloforði Donalds Trump um að stórauka brottvísanir á fólki sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum. Miðillinn fyrrnefndi greinir einnig frá því að Beainy hafi sótt um framlengingu dvalarleyfis síns á grundvelli þess að hann hefði gifst bandarískri konu en ICE heldur því fram að ekkert bendi til þess að hann hafi nokkurn tíma búið með meintri eiginkonu sinni. „Í valdatíð núverandi ríkisstjórnar er ICE skuldbundið því að endurvekja trúverðuleika innflytjendakerfis þjóðarinnar með því að draga alla til ábyrgðar sem koma ólöglega inn í landið eða dvelja lengur en heimild þeirra nær til. Þetta gildir sama hvaða veitingastaði maður á eða hverjar stjórnmálaskoðanir manns eru,“ hefur Guardian upp úr skriflegu svari ICE. Samkvæmt umfjöllun miðla í Texas harðneita Beainy ásökunum innflytjendastofnunarinnar á hendur sér. Hann fer fyrir dómara 18. nóvember samkvæmt fyrirliggjandi skipulagi. „Níutíu prósent af því sem þeir eru að segja er kjaftæði,“ hefur Houston Chronicle eftir honum. Lagði fé til hliðar til að styðja Trump Í umfjöllun Guardian kemur fram að það hafi vakið mikla athygli um öll Bandaríkin þegar Beainy opnaði fyrsta veitingastaðinn undir nafninu Trump Burger. Hann hóf starfsemi sína í Bellville í Texas árið 2020 og var skreyttur Trump-tengdum munum hátt og lágt. Þar að auki var matseðillinn með Trump-þema og réttirnir hétu nöfnum sem skírskotuðu í pólitíska andstæðinga hans. Hróður Trump Burger barst víða og brátt opnuðu fleiri staðir víða um fylkið. Beainy lagði meira að segja hluta hagnaðar staðarins til hliðar til að styðja við síðustu kosningaherferð Trump. „Ég vildi gjarnan að fá blessun [Trump] og að hann kíkti við. Við vonumst til þess að hann kíki á staðinn,“ sagði hann í viðtali við Houston Chronicle frá árinu 2022.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Sjá meira