Hætta við að banna skordýraeitur sem er talið valda heilaskaða í börnum Kjartan Kjartansson skrifar 19. júlí 2019 14:34 Klórpýrifos er meðal annars notað við ræktun á vínberjum auk fimmtíu tegunda af ávöxtum, hnetum, korni og grænmeti. Vísir/AP Umhverfisstofnun Bandaríkjanna hefur tilkynnt að hún ætli ekki að banna vinsælt skordýraeitur þrátt fyrir að vísindamenn stofnunarinnar telji að tengsl séu á milli þess og heilaskaða í börnum. Fyrri ríkisstjórn Baracks Obama hafði ákveðið að banna efnið. Í yfirlýsingu um ákvörðun sína segir umhverfisstofnunin að gögn sem styðja bann við notkun klórpýrifos séu ekki nægilega „gild, fullkomin eða áreiðanleg“. Stofnunin muni þó áfram fylgjast með hvort skaðleg áhrif séu af notkun efnisins sem er ekki lengur selt til heimilisnota. New York Times segir bændur nota efnið í miklu magni. Það er selt undir vöruheitinu Lorsban. Yfirvöld á Havaí bönnuðu notkun klórpýrifos í fyrra og Kaliforníu og New York eru sögð íhuga það sama. Þá er til skoðunar hjá Evrópusambandinu að banna notkun eitursins. Sérfræðingar umhverfisstofnunarinnar vísuðu til vísindarannsókna sem sýndu fram á að efnið gæti skaðað þroska heila barna og fóstra þegar ríkisstjórn Obama sagðist ætla að banna notkun þess árið 2015. Bannið hafði ekki tekið gildi þegar Scott Pruitt, þáverandi forstjóri Umhverfisstofnunarinnar, sneri ákvörðuninni við fyrir tveimur árum. Í tíð Trump hefur umhverfisstofnunin hætt við ýmsar aðgerðir sem er ætlað að verja loftslag jarðar og umhverfi í Bandaríkjunum, afnumið þær eða veikt. Breytingar hafa verið gerðar á vísindaráðgjafarráði stofnunarinnar og fulltrúum iðnaðar og hagsmunaaðila verið raðað þar inn í staðinn fyrir óháða vísindamenn. Þá er umhverfisstofnunin með í smíðum nýjar reglur sem myndu takmarka verulega notkun hennar á vísindarannsóknum á heilsuáhrifum á menn. Samkvæmt reglunum má stofnunin ekki byggja ákvarðanir á rannsóknum þar sem öll gögn eru ekki opinber. Rannsóknir á heilsu manna byggja í mörgum tilfellum á sjúkraskýrslum sem ekki má gera opinberar. Reglan myndi því gera slíkar rannsóknir ómarktækar þegar stofnunin tekur afstöðu til efna og mengunar sem getur haft áhrif á heilsu fólks. Þrátt fyrir að reglan sé ekki komin í gildi byggði umhverfisstofnunin á sömu rökum við ákvörðun sína um klórpýrifos nú. Gagnrýnendur núverandi stjórnvalda halda því fram að markmið reglnanna sé að binda hendur umhverfisstofnunarinnar og takmarka getu hennar til að setja reglugerðir. Bandaríkin Donald Trump Umhverfismál Tengdar fréttir Trump-stjórnin vill liðka fyrir losun öflugrar gróðurhúsalofttegundar Slakað verður á kröfum um að orkufyrirtæki fylgist með og komi í veg fyrir mentaleka frá olíu- og gasvinnslu. 11. september 2018 07:45 Ríkisstjórn Trump vill leyfa notkun á asbesti Notkun efnisins hefur verið bannast víðast hvar vegna bráðrar eitrunarhættu. 8. ágúst 2018 12:13 Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Sjá meira
Umhverfisstofnun Bandaríkjanna hefur tilkynnt að hún ætli ekki að banna vinsælt skordýraeitur þrátt fyrir að vísindamenn stofnunarinnar telji að tengsl séu á milli þess og heilaskaða í börnum. Fyrri ríkisstjórn Baracks Obama hafði ákveðið að banna efnið. Í yfirlýsingu um ákvörðun sína segir umhverfisstofnunin að gögn sem styðja bann við notkun klórpýrifos séu ekki nægilega „gild, fullkomin eða áreiðanleg“. Stofnunin muni þó áfram fylgjast með hvort skaðleg áhrif séu af notkun efnisins sem er ekki lengur selt til heimilisnota. New York Times segir bændur nota efnið í miklu magni. Það er selt undir vöruheitinu Lorsban. Yfirvöld á Havaí bönnuðu notkun klórpýrifos í fyrra og Kaliforníu og New York eru sögð íhuga það sama. Þá er til skoðunar hjá Evrópusambandinu að banna notkun eitursins. Sérfræðingar umhverfisstofnunarinnar vísuðu til vísindarannsókna sem sýndu fram á að efnið gæti skaðað þroska heila barna og fóstra þegar ríkisstjórn Obama sagðist ætla að banna notkun þess árið 2015. Bannið hafði ekki tekið gildi þegar Scott Pruitt, þáverandi forstjóri Umhverfisstofnunarinnar, sneri ákvörðuninni við fyrir tveimur árum. Í tíð Trump hefur umhverfisstofnunin hætt við ýmsar aðgerðir sem er ætlað að verja loftslag jarðar og umhverfi í Bandaríkjunum, afnumið þær eða veikt. Breytingar hafa verið gerðar á vísindaráðgjafarráði stofnunarinnar og fulltrúum iðnaðar og hagsmunaaðila verið raðað þar inn í staðinn fyrir óháða vísindamenn. Þá er umhverfisstofnunin með í smíðum nýjar reglur sem myndu takmarka verulega notkun hennar á vísindarannsóknum á heilsuáhrifum á menn. Samkvæmt reglunum má stofnunin ekki byggja ákvarðanir á rannsóknum þar sem öll gögn eru ekki opinber. Rannsóknir á heilsu manna byggja í mörgum tilfellum á sjúkraskýrslum sem ekki má gera opinberar. Reglan myndi því gera slíkar rannsóknir ómarktækar þegar stofnunin tekur afstöðu til efna og mengunar sem getur haft áhrif á heilsu fólks. Þrátt fyrir að reglan sé ekki komin í gildi byggði umhverfisstofnunin á sömu rökum við ákvörðun sína um klórpýrifos nú. Gagnrýnendur núverandi stjórnvalda halda því fram að markmið reglnanna sé að binda hendur umhverfisstofnunarinnar og takmarka getu hennar til að setja reglugerðir.
Bandaríkin Donald Trump Umhverfismál Tengdar fréttir Trump-stjórnin vill liðka fyrir losun öflugrar gróðurhúsalofttegundar Slakað verður á kröfum um að orkufyrirtæki fylgist með og komi í veg fyrir mentaleka frá olíu- og gasvinnslu. 11. september 2018 07:45 Ríkisstjórn Trump vill leyfa notkun á asbesti Notkun efnisins hefur verið bannast víðast hvar vegna bráðrar eitrunarhættu. 8. ágúst 2018 12:13 Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Sjá meira
Trump-stjórnin vill liðka fyrir losun öflugrar gróðurhúsalofttegundar Slakað verður á kröfum um að orkufyrirtæki fylgist með og komi í veg fyrir mentaleka frá olíu- og gasvinnslu. 11. september 2018 07:45
Ríkisstjórn Trump vill leyfa notkun á asbesti Notkun efnisins hefur verið bannast víðast hvar vegna bráðrar eitrunarhættu. 8. ágúst 2018 12:13
Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent