Musk borar inn í heila Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. júlí 2019 06:00 Elon Musk. Nathan Dvir/Getty Sérvitri auðjöfurinn Elon Musk og fyrirtæki hans NeuraLink kynntu í fyrrinótt afrakstur rannsóknarvinnu sinnar í fyrsta sinn. NeuraLink hefur unnið fyrir luktum dyrum að því að þróa leiðir til þess að tengja mannsheilann beint við tölvur og gervigreind. Fyrirtækið hefur nú sótt um leyfi hjá yfirvöldum í Bandaríkjunum til þess að hefja prufur á fólki og vonast er til að það gerist áður en árið er úti. Hingað til hefur tæknin ekki verið prófuð nema á dýrum. Einna helst hefur fyrirtækið gert prufur á rottum. Musk sagði frá því að fyrirtækið hefði þó náð að gera apa kleift að stýra tölvu með hugaraflinu einu. „Markmiðið er að skapa samlífi með gervigreind. Jafnvel í bjartsýnustu framtíðarsýn bendir allt til þess að gervigreindin spæni fram úr mannkyninu og skilji það eftir,“ sagði Musk. Til þess að fyrirbyggja það þyrfti mannkynið að tengjast gervigreindinni og þannig skapa eins konar ofurgreind í mannsheilanum sjálfum. Markmiðið með kynningunni í fyrrinótt var einkum að fá fleiri rannsakendur og sérfræðinga til liðs við fyrirtækið. Græjan sem NeuraLink hefur nú þróað er lítill 3.000 rafskauta nemi sem tengdur er við sveigjanlega og afar þunna þræði. Neminn getur fylgst með virkni um þúsund taugafruma og þar sem þræðirnir eru sveigjanlegir heldur NeuraLink því fram að tæknin dragi úr líkum á heilaskaða vegna þess að neminn getur hreyfst með heilanum innan höfuðkúpunnar. Öfugt við til að mynda tækni Blackrock Microsystems sem styðst við örnálar. „Það er ekki eins og við munum strax búa yfir einhverjum stórkostlegum tauganema og getum tekið yfir heilann þegar í stað. Þetta mun taka langan tíma. En fyrir þá sem það kjósa mun tæknin að endingu geta boðið upp á samlífi við gervigreind,“ sagði Musk. Eins og stendur getur NeuraLink einungis komið nemanum fyrir með því að bora gat í höfuðkúpu viðkomandi. Það verður tilfellið með fyrstu manneskjurnar sem gefa kost á sér í prufur, ef af verður. Tengingin verður heldur ekki þráðlaus, að minnsta kosti í bili, heldur verður heilinn tengdur við tölvu með USB-C snúru. Vissulega er NeuraLink ekki fyrsta fyrirtækið til þess að rannsaka og áforma tengingu heilans við tölvur. Áður hafa rannsakendur náð að tengja hreyfihamlaða og gera þeim kleift að stýra til að mynda tölvumúsum og gerviútlimum. Breska ríkisútvarpið hafði eftir Andrew Hires, taugalíffræðingi hjá háskólanum í Suður-Kaliforníu, að NeuraLink hafi litið til þess besta sem þróað hefur verið hingað til og ýtt tækninni áfram að markverðu leyti. „Stærsta byltingin er þróun nema sem er þróaðari en það sem nú býðst.“ Þá sagði Krittika D’Silva, gervigreindarsérfræðingur hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA, að tæknin væri afar spennandi þar sem í henni felst minna inngrip en hefur tíðkast hingað til. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tesla Tækni Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Sjá meira
Sérvitri auðjöfurinn Elon Musk og fyrirtæki hans NeuraLink kynntu í fyrrinótt afrakstur rannsóknarvinnu sinnar í fyrsta sinn. NeuraLink hefur unnið fyrir luktum dyrum að því að þróa leiðir til þess að tengja mannsheilann beint við tölvur og gervigreind. Fyrirtækið hefur nú sótt um leyfi hjá yfirvöldum í Bandaríkjunum til þess að hefja prufur á fólki og vonast er til að það gerist áður en árið er úti. Hingað til hefur tæknin ekki verið prófuð nema á dýrum. Einna helst hefur fyrirtækið gert prufur á rottum. Musk sagði frá því að fyrirtækið hefði þó náð að gera apa kleift að stýra tölvu með hugaraflinu einu. „Markmiðið er að skapa samlífi með gervigreind. Jafnvel í bjartsýnustu framtíðarsýn bendir allt til þess að gervigreindin spæni fram úr mannkyninu og skilji það eftir,“ sagði Musk. Til þess að fyrirbyggja það þyrfti mannkynið að tengjast gervigreindinni og þannig skapa eins konar ofurgreind í mannsheilanum sjálfum. Markmiðið með kynningunni í fyrrinótt var einkum að fá fleiri rannsakendur og sérfræðinga til liðs við fyrirtækið. Græjan sem NeuraLink hefur nú þróað er lítill 3.000 rafskauta nemi sem tengdur er við sveigjanlega og afar þunna þræði. Neminn getur fylgst með virkni um þúsund taugafruma og þar sem þræðirnir eru sveigjanlegir heldur NeuraLink því fram að tæknin dragi úr líkum á heilaskaða vegna þess að neminn getur hreyfst með heilanum innan höfuðkúpunnar. Öfugt við til að mynda tækni Blackrock Microsystems sem styðst við örnálar. „Það er ekki eins og við munum strax búa yfir einhverjum stórkostlegum tauganema og getum tekið yfir heilann þegar í stað. Þetta mun taka langan tíma. En fyrir þá sem það kjósa mun tæknin að endingu geta boðið upp á samlífi við gervigreind,“ sagði Musk. Eins og stendur getur NeuraLink einungis komið nemanum fyrir með því að bora gat í höfuðkúpu viðkomandi. Það verður tilfellið með fyrstu manneskjurnar sem gefa kost á sér í prufur, ef af verður. Tengingin verður heldur ekki þráðlaus, að minnsta kosti í bili, heldur verður heilinn tengdur við tölvu með USB-C snúru. Vissulega er NeuraLink ekki fyrsta fyrirtækið til þess að rannsaka og áforma tengingu heilans við tölvur. Áður hafa rannsakendur náð að tengja hreyfihamlaða og gera þeim kleift að stýra til að mynda tölvumúsum og gerviútlimum. Breska ríkisútvarpið hafði eftir Andrew Hires, taugalíffræðingi hjá háskólanum í Suður-Kaliforníu, að NeuraLink hafi litið til þess besta sem þróað hefur verið hingað til og ýtt tækninni áfram að markverðu leyti. „Stærsta byltingin er þróun nema sem er þróaðari en það sem nú býðst.“ Þá sagði Krittika D’Silva, gervigreindarsérfræðingur hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA, að tæknin væri afar spennandi þar sem í henni felst minna inngrip en hefur tíðkast hingað til.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tesla Tækni Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Sjá meira