Mars-jeppi prófaður á hálendi Íslands Sighvatur Jónsson skrifar 16. júlí 2019 18:45 Jeppinn hefur verið til prófunar í nágrenni Langjökuls. Vísir/Sighvatur Rannsóknarbúnaður sem notaður verður á Mars er til prófunar á hálendi Íslands. Tilgangurinn er að prófa vél- og hugbúnað fyrir svokallaðan Mars-jeppa sem verður notaður í leiðangri til reikistjörnunnar á næsta ári. Vísindamenn frá Bandaríkjunum og Kanada vinna að verkefninu ásamt nemendum frá Háskólanum í Reykjavík. Prófanir fara fram á afskekktum stöðum í nágrenni Langjökuls. Þriggja vikna rannsóknartíminn er um hálfnaður. Kjartan Bjarmi Árnason, nemandi í hátækniverkfræði í Háskólanum í Reykjavík, segir þetta vera draumaverkefni til að taka þátt í. „Flestir jeppar sem hafa verið sendir til Mars hafa bilað af því að þeir lenda í einhverjum gildrum. Þetta verkefni á að hjálpa jeppanum að komast frá þessum gildrum með því að nota hugbúnað.“Vísindamenn fylgjast með gögnum frá jeppanum við Langjökul.Vísir/SighvaturVerkefnið snýst annars vegar um að fylgjast með breytingum á jarðvegi vegna áhrifa vatns og vinds. Hins vegar er verið að prófa hugbúnað sem nemur og greinir umhverfið sem jeppanum er ekið um. Jeppinn er frumgerð þess sem verður sendur til Mars. „Jeppann, sem verður notaður, er verið að smíða núna í Kaliforníu. Hann verður tilbúinn á réttum tíma,“ segir Ryan Ewing, aðstoðarprófessor við Texas A&M háskólann. Marsjeppinn Opportunity er týndur á reikistjörnunni Mars eftir að hafa verið þar í fimmtán ár. Samband rofnaði við jeppann eftir storm á Mars. „Við vonum að tækni eins og jarðvegsgreiningarhugbúnaðurinn okkar hefði, ef hann hefði verið í þeim jeppa, getað séð hættuna fyrir,“ segir Ewan Reid, framkvæmdastjóri Mission Control Space Services.Vísindamenn í kúlutjaldinu líkja eftir verkefnum vísindamanna á jörðu niðri.Vísir/SighvaturÁ rannsóknarvettvangi er líkt eftir raunverulegum aðstæðum. Vísindafólki í kúlutjaldi skoðar gögn frá jeppanum og ákveður hvert honum skal ekið. Endanleg útgáfa jeppans kemur til með að gera það sjálfkrafa. „Inni í tjaldinu er líkt eftir fólki á jörðinni sem skoðar gögn frá Mars. Þessum gögnum frá Mars safnar jeppinn sem er kannski nokkur hundruð metra frá tjaldinu. Fólkið í tjaldinu hefur ekki séð landslagið sem verið er að kanna svo það kemur blindandi á staðinn,“ segir Ryan Ewing hjá Texas A&M háskólanum. Geimurinn Tækni Vísindi Tengdar fréttir Undirbúa Marsleiðangur NASA undir Langjökli Bróðir Elizu Reid forsetafrúar stýrir nú prófunum á gervigreindarhugbúnaði sem gæti nýst fyrirhuguðum könnunarleiðangri til Mars. 14. júlí 2019 08:00 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Stór jarðskjálfti í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Rannsóknarbúnaður sem notaður verður á Mars er til prófunar á hálendi Íslands. Tilgangurinn er að prófa vél- og hugbúnað fyrir svokallaðan Mars-jeppa sem verður notaður í leiðangri til reikistjörnunnar á næsta ári. Vísindamenn frá Bandaríkjunum og Kanada vinna að verkefninu ásamt nemendum frá Háskólanum í Reykjavík. Prófanir fara fram á afskekktum stöðum í nágrenni Langjökuls. Þriggja vikna rannsóknartíminn er um hálfnaður. Kjartan Bjarmi Árnason, nemandi í hátækniverkfræði í Háskólanum í Reykjavík, segir þetta vera draumaverkefni til að taka þátt í. „Flestir jeppar sem hafa verið sendir til Mars hafa bilað af því að þeir lenda í einhverjum gildrum. Þetta verkefni á að hjálpa jeppanum að komast frá þessum gildrum með því að nota hugbúnað.“Vísindamenn fylgjast með gögnum frá jeppanum við Langjökul.Vísir/SighvaturVerkefnið snýst annars vegar um að fylgjast með breytingum á jarðvegi vegna áhrifa vatns og vinds. Hins vegar er verið að prófa hugbúnað sem nemur og greinir umhverfið sem jeppanum er ekið um. Jeppinn er frumgerð þess sem verður sendur til Mars. „Jeppann, sem verður notaður, er verið að smíða núna í Kaliforníu. Hann verður tilbúinn á réttum tíma,“ segir Ryan Ewing, aðstoðarprófessor við Texas A&M háskólann. Marsjeppinn Opportunity er týndur á reikistjörnunni Mars eftir að hafa verið þar í fimmtán ár. Samband rofnaði við jeppann eftir storm á Mars. „Við vonum að tækni eins og jarðvegsgreiningarhugbúnaðurinn okkar hefði, ef hann hefði verið í þeim jeppa, getað séð hættuna fyrir,“ segir Ewan Reid, framkvæmdastjóri Mission Control Space Services.Vísindamenn í kúlutjaldinu líkja eftir verkefnum vísindamanna á jörðu niðri.Vísir/SighvaturÁ rannsóknarvettvangi er líkt eftir raunverulegum aðstæðum. Vísindafólki í kúlutjaldi skoðar gögn frá jeppanum og ákveður hvert honum skal ekið. Endanleg útgáfa jeppans kemur til með að gera það sjálfkrafa. „Inni í tjaldinu er líkt eftir fólki á jörðinni sem skoðar gögn frá Mars. Þessum gögnum frá Mars safnar jeppinn sem er kannski nokkur hundruð metra frá tjaldinu. Fólkið í tjaldinu hefur ekki séð landslagið sem verið er að kanna svo það kemur blindandi á staðinn,“ segir Ryan Ewing hjá Texas A&M háskólanum.
Geimurinn Tækni Vísindi Tengdar fréttir Undirbúa Marsleiðangur NASA undir Langjökli Bróðir Elizu Reid forsetafrúar stýrir nú prófunum á gervigreindarhugbúnaði sem gæti nýst fyrirhuguðum könnunarleiðangri til Mars. 14. júlí 2019 08:00 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Stór jarðskjálfti í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Undirbúa Marsleiðangur NASA undir Langjökli Bróðir Elizu Reid forsetafrúar stýrir nú prófunum á gervigreindarhugbúnaði sem gæti nýst fyrirhuguðum könnunarleiðangri til Mars. 14. júlí 2019 08:00