Boða samruna flugrútufyrirtækja vegna óhagstæðra skilyrða Kjartan Kjartansson skrifar 11. júlí 2019 14:43 Bæði fyrirtækin hafa haldið úti áætlanaferðum til og frá Keflavíkurflugvelli. Fréttablaðið/Andri Marinó. Forsvarsmenn ferðaþjónustufyrirtækjanna Allrahanda GL ehf. og Reykjavík Sightseeing Invest ehf. segjast hafa tilkynnt Samkeppniseftirlitinu um fyrirhugaða sameiningu á næstu mánuðum. Bæði félögin halda meðal annars úti áætlunarakstri til og frá Keflavíkurflugvelli en þau vísa til óhagstæðra rekstrarskilyrða sem ástæðu fyrir samrunanum. Í sameiginlegri tilkynningu frá félögunum segjast þau ætla að sameina flugrútureksturinn en einnig afþreyingar- og hópferðir sínar. Fyrirvari sé um samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar á samrunanum. Allrahanda rekur vörumerkin Gray Line og Airport Express en Reykjavík Sightseeing Invest heldur úti Airport Direct, Reykjavík Sightseeing og SmartBus. „Meginástæðan fyrir ákvörðun eigenda fyrirtækjanna um sameiningu er óhagstæð rekstrarskilyrði sem hafa leitt til óviðunandi afkomu. Þar vegur þyngst hækkun launakostnaðar og annars rekstarkostnaðar. Þó svo að dregið hafi lítillega úr styrk krónunnar, þá vegur það ekki upp á móti þeirri fækkun ferðamanna sem við blasir. Þá er mikil samkeppni á þessum vettvangi og fyrirséð að hún muni harðna enn frekar,“ segir í tilkynningunni. Bæði fyrirtækin segjast hafa þegar ráðist í miklar hagræðingaraðgerðir undanfarin misseri en þær hafi ekki dugað til að vega upp á móti versnandi stöðu. Því telji eigendur þeirra skynsamlegt og ábyrgt að ráðast í sameiningu til að gera reksturinn sjálfbæran. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Forsvarsmenn ferðaþjónustufyrirtækjanna Allrahanda GL ehf. og Reykjavík Sightseeing Invest ehf. segjast hafa tilkynnt Samkeppniseftirlitinu um fyrirhugaða sameiningu á næstu mánuðum. Bæði félögin halda meðal annars úti áætlunarakstri til og frá Keflavíkurflugvelli en þau vísa til óhagstæðra rekstrarskilyrða sem ástæðu fyrir samrunanum. Í sameiginlegri tilkynningu frá félögunum segjast þau ætla að sameina flugrútureksturinn en einnig afþreyingar- og hópferðir sínar. Fyrirvari sé um samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar á samrunanum. Allrahanda rekur vörumerkin Gray Line og Airport Express en Reykjavík Sightseeing Invest heldur úti Airport Direct, Reykjavík Sightseeing og SmartBus. „Meginástæðan fyrir ákvörðun eigenda fyrirtækjanna um sameiningu er óhagstæð rekstrarskilyrði sem hafa leitt til óviðunandi afkomu. Þar vegur þyngst hækkun launakostnaðar og annars rekstarkostnaðar. Þó svo að dregið hafi lítillega úr styrk krónunnar, þá vegur það ekki upp á móti þeirri fækkun ferðamanna sem við blasir. Þá er mikil samkeppni á þessum vettvangi og fyrirséð að hún muni harðna enn frekar,“ segir í tilkynningunni. Bæði fyrirtækin segjast hafa þegar ráðist í miklar hagræðingaraðgerðir undanfarin misseri en þær hafi ekki dugað til að vega upp á móti versnandi stöðu. Því telji eigendur þeirra skynsamlegt og ábyrgt að ráðast í sameiningu til að gera reksturinn sjálfbæran.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira