Lávarðar hætta í flokknum vegna meints gyðingahaturs Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. júlí 2019 06:30 Valdatíð Jeremys Corbyn hjá Verkamannaflokknum hefur einkennst af illdeilum flokksmanna. Nordicphotos/AFP Þrír þingmenn Verkamannaflokksins í lávarðadeild breska þingsins hættu í flokknum í gær vegna óánægju með það hvernig flokkurinn hefur tekið á meintri andúð í garð gyðinga í röðum flokksmanna. Flokkurinn hefur logað í illdeilum undanfarin misseri vegna hins meinta gyðingahaturs. Samkvæmt frétt Sunday Times frá því í apríl hafa flokknum borist 863 kvartanir um meinta gyðingaandúð flokksmanna, þar með taldir eru kjörnir fulltrúar. Sé litið til kjörinna fulltrúa má nefna brottrekstur þingmannsins Naz Shah. Hún stakk meðal annars upp á því á Twitter að Ísraelsríki yrði flutt til Bandaríkjanna en var tekin aftur inn í flokkinn eftir að hún baðst afsökunar. Chris Williamson, annar þingmaður, fékk reisupassann eftir að hann sagði gyðingaandúðarvanda flokksins ýktan og að flokkurinn reyndi um of að þóknast gagnrýnendum. Þá má nefna úrsögn Kens Livingstone, fyrrverandi borgarstjóra Lundúna, eftir að hann sagði Adolf Hitler einn þeirra sem hefðu beitt sér fyrir að gyðingar fengju land í Mið-Austurlöndum. Deilan snýst að miklu leyti um afstöðuna gagnvart Ísraelsríki. Corbyn hefur um áratugaskeið talað fyrir frelsi palestínsku þjóðarinnar og með formennsku hans hafa fleiri á sömu skoðun tekið aukinn þátt í flokksstarfinu. Þar á meðal fólk sem ýmsum breskum gyðingum þykir ganga of langt í gagnrýni sinni á Ísrael. Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðlega minningarbandalagsins um helförina (IHRA) telst það til gyðingaandúðar að „neita gyðingum um sjálfsákvörðunarréttinn“ eða láta alla gyðinga svara fyrir gjörðir Ísraelsríkis. Þegar Verkamannaflokkurinn innleiddi skilgreiningu á gyðingaandúð inn í verklagsreglur sínar í júlí 2018 mátti greina óánægju með að skilgreining IHRA hafi ekki verið innleidd að fullu. Meðal annars var ákvæðum um að það teldist gyðingaandúð að saka gyðinga um að vera hollari Ísrael en heimalandi sínu eða að bera meiri væntingar til Ísraels en annarra ríkja sleppt. Svo fór síðar á árinu að skilgreiningin var innleidd að fullu en með þeirri viðbót að hún hamlaði ekki „tjáningarfrelsi í umræðu um Ísrael né réttindum Palestínumanna“. Corbyn hefur gengið illa að kveða niður illdeilurnar þótt hann hafi ítrekað sagt að gyðingahatarar séu óvelkomnir innan flokksins. Sjálfur hefur hann ítrekað komið sér í klandur. Meðal annars með því að lýsa palestínsku Hamas-samtökunum sem „vinum“ en Bretar flokka hernaðararm Hamas, Izz ad-Din al-Qassam sveitirnar, meðal hryðjuverkasamtaka. Þá var hann sömuleiðis gagnrýndur fyrir að sækja athöfn í Túnis þar sem mannanna á bak við morðin á 11 ísraelskum ólympíuförum á að hafa verið minnst. Corbyn hefur hafnað þeim ásökunum. Þeir þrír sem sögðu sig úr flokknum í gær, Triesman, Turnberg og Darzi lávarðar, voru ómyrkir í máli. „Því miður hef ég komist að þeirri niðurstöðu að það má finna rótgróna gyðingaandúð innan Verkamannaflokksins. Leiðtogi flokksins og hans innsti hringur hafa sýnt gyðingaandúð og ekki tekið neina rétta ákvörðun í baráttunni gegn þessu vandamáli,“ sagði Triesman til að mynda. Flokkurinn neitaði þessum ásökunum í yfirlýsingu. „Verkamannaflokkurinn er að öllu leyti andsnúinn gyðingaandúð og staðráðinn í því að uppræta þetta mein.“ Birtist í Fréttablaðinu Bretland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Þrír þingmenn Verkamannaflokksins í lávarðadeild breska þingsins hættu í flokknum í gær vegna óánægju með það hvernig flokkurinn hefur tekið á meintri andúð í garð gyðinga í röðum flokksmanna. Flokkurinn hefur logað í illdeilum undanfarin misseri vegna hins meinta gyðingahaturs. Samkvæmt frétt Sunday Times frá því í apríl hafa flokknum borist 863 kvartanir um meinta gyðingaandúð flokksmanna, þar með taldir eru kjörnir fulltrúar. Sé litið til kjörinna fulltrúa má nefna brottrekstur þingmannsins Naz Shah. Hún stakk meðal annars upp á því á Twitter að Ísraelsríki yrði flutt til Bandaríkjanna en var tekin aftur inn í flokkinn eftir að hún baðst afsökunar. Chris Williamson, annar þingmaður, fékk reisupassann eftir að hann sagði gyðingaandúðarvanda flokksins ýktan og að flokkurinn reyndi um of að þóknast gagnrýnendum. Þá má nefna úrsögn Kens Livingstone, fyrrverandi borgarstjóra Lundúna, eftir að hann sagði Adolf Hitler einn þeirra sem hefðu beitt sér fyrir að gyðingar fengju land í Mið-Austurlöndum. Deilan snýst að miklu leyti um afstöðuna gagnvart Ísraelsríki. Corbyn hefur um áratugaskeið talað fyrir frelsi palestínsku þjóðarinnar og með formennsku hans hafa fleiri á sömu skoðun tekið aukinn þátt í flokksstarfinu. Þar á meðal fólk sem ýmsum breskum gyðingum þykir ganga of langt í gagnrýni sinni á Ísrael. Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðlega minningarbandalagsins um helförina (IHRA) telst það til gyðingaandúðar að „neita gyðingum um sjálfsákvörðunarréttinn“ eða láta alla gyðinga svara fyrir gjörðir Ísraelsríkis. Þegar Verkamannaflokkurinn innleiddi skilgreiningu á gyðingaandúð inn í verklagsreglur sínar í júlí 2018 mátti greina óánægju með að skilgreining IHRA hafi ekki verið innleidd að fullu. Meðal annars var ákvæðum um að það teldist gyðingaandúð að saka gyðinga um að vera hollari Ísrael en heimalandi sínu eða að bera meiri væntingar til Ísraels en annarra ríkja sleppt. Svo fór síðar á árinu að skilgreiningin var innleidd að fullu en með þeirri viðbót að hún hamlaði ekki „tjáningarfrelsi í umræðu um Ísrael né réttindum Palestínumanna“. Corbyn hefur gengið illa að kveða niður illdeilurnar þótt hann hafi ítrekað sagt að gyðingahatarar séu óvelkomnir innan flokksins. Sjálfur hefur hann ítrekað komið sér í klandur. Meðal annars með því að lýsa palestínsku Hamas-samtökunum sem „vinum“ en Bretar flokka hernaðararm Hamas, Izz ad-Din al-Qassam sveitirnar, meðal hryðjuverkasamtaka. Þá var hann sömuleiðis gagnrýndur fyrir að sækja athöfn í Túnis þar sem mannanna á bak við morðin á 11 ísraelskum ólympíuförum á að hafa verið minnst. Corbyn hefur hafnað þeim ásökunum. Þeir þrír sem sögðu sig úr flokknum í gær, Triesman, Turnberg og Darzi lávarðar, voru ómyrkir í máli. „Því miður hef ég komist að þeirri niðurstöðu að það má finna rótgróna gyðingaandúð innan Verkamannaflokksins. Leiðtogi flokksins og hans innsti hringur hafa sýnt gyðingaandúð og ekki tekið neina rétta ákvörðun í baráttunni gegn þessu vandamáli,“ sagði Triesman til að mynda. Flokkurinn neitaði þessum ásökunum í yfirlýsingu. „Verkamannaflokkurinn er að öllu leyti andsnúinn gyðingaandúð og staðráðinn í því að uppræta þetta mein.“
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira