Glímdi við móðurmissi í eigin leikmynd Þórarinn Þórarinsson skrifar 29. júlí 2019 08:00 Leikstjórinn, leikarinn og leikmyndahönnuðurinn. Hlynur Pálmason, Ingvar E. Sigurðsson og Hulda Helgadóttir á góðri stundu í undirbúningi fyrir tökurnar á Hvítur, hvítur dagur. Mynd/Hildur Ýr Ómarsdóttir Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur verður frumsýnd í byrjun september. Leikmyndahönnuðurinn og Edduverðlaunahafinn Hulda Helgadóttir missti móður sína um það leyti sem tökur hófust og öll vinna hennar við myndina varð að einhvers konar ferðalagi um eigið sorgarferli. Leikmyndahönnuðurinn Hulda Helgadóttir hefur komið víða við á frekar stuttum ferli og er fyrsta konan sem hlaut Edduverðlaunin í sínu fagi fyrir kvikmyndina Hjartastein 2016 sem Guðmundur Arnar Guðmundsson leikstýrði. Hann er einn framleiðenda nýjustu myndar Hlyns Pálmasonar, Hvítur, hvítur dagur, sem þegar er byrjað að ausa lofi erlendis þótt hún verði ekki frumsýnd á Íslandi fyrr en í byrjun september.Hulda Helgadóttir, leikmyndahönnuður.Hulda hannaði einnig leikmynd þeirrar myndar sem segja má að sé rökrétt framhald af samstarfi hennar við framleiðendur beggja mynda. „Ég kom mjög snemma inn í þessi verkefni hjá þeim báðum, Guðmundi og Hlyn, og kynntist þeim mjög vel persónulega“ segir Hulda í samtali við Fréttablaðið. „Þeir eru náttúrlega búnir að vera að þessu í mörg ár,“ segir Hulda um hugarfóstur Guðmundar og Hlyns, Hjartastein og Hvítur, hvítur dagur. „Ég kem kannski bara inn fjórum mánuðum fyrir tökur og geri góðan bakgrunn fyrir sögur þeirra og leikara. Það skiptir náttúrlega mestu máli að sagan komist til skila og að leikurinn sé góður,“ segir Hulda.Sorgin er eins og skuggi Hulda var í föruneyti Baltasars Kormáks þegar hann hélt til Fídjíeyja til þess að undirbúa tökur á sjávarháskadramanu Adrift. „Ég var ekki leikmyndahönnuður þar heldur í öðrum störfum í undirbúningnum. Ég tek mig ekkert rosalega alvarlega,“ segir Hulda sem gengur í flest verk sem þarf að klára. „Þegar undirbúningnum var lokið fór ég heim. Líka vegna þess að móðir mín varð veik.“ Móðir Huldu hafði greinst með heilaæxli og lést ári síðar um það leyti sem undirbúningurinn að Hvítum, hvítum degi var að byrja. „Þetta var stórfurðulegt vegna þess að þremur árum áður gaf hún sykursjúkum föður mínum nýra og var einfaldlega sú hraustasta í fjölskyldunni. En þetta er bara eins og það er og hún fær heilaæxli og deyr. Þetta er bara ferli sem maður áttar sig ekki alveg á. Sorgin hoppar einhvern veginn aftan að manni en er ekki eitthvað sem heltekur þig. Hún er meira eins og draugur eða skuggi en samskipti okkar mömmu voru ekki flókin, bara hrein ást,“ segir Hulda.Arnmundur Ernst, Siggi Sigurjóns, Ingvar og Ída Mekkín Hlynsdóttir eldhress í afmælisveislu Ingimundar, persónu Ingvars, á lögreglustöðinni. Hulda segir það hafa verið undursamlegt að fylgjast með stórkostlegum samleik Ingvars og Ídu.Tilfinningarnar í þokunni Hulda sökkti sér á kaf í hugmyndavinnuna í kringum Hvítan, hvítan dag þannig að sorgar- og sköpunarferli runnu einhvern veginn saman. Þá segir hún kvikmyndagerðina hafa gert sér gott, ekki síst mikil útivera og þvælingur milli staða á Austfjörðum þar sem hún mætti öllum tilfinningum sínum. Stundum í þoku og stundum í heiðskíru. „Það var bara dásamlegt að verða glaður, reiður og gráta í þessu ferli með Hlyn og þessu frábæra fólki. Hann er með svona ofboðslega skemmtilega nánd við fólk og í kringum hann fá allir einhvern veginn bara að vera. Það blómstra allir í kringum hann. Það er algerlega ótrúlegt að sjá það,“ segir Hulda um leikstjórann. „Þannig að þetta var ekkert mál. Ég fékk bara að líða einhvern veginn í gegnum þetta. Hann er rosalega góður í hópi og fólk smitast af honum. Það er ekkert sjálfgefið.“ Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Ingvar valinn besti leikarinn í Transylvaníu Þetta er því önnur hátíðin í röð sem Ingvar hlýtur verðlaun fyrir leik sinn í myndinni, en fyrir eingöngu rúmum tveimur vikum hlaut hann verðlaun á kvikmyndahátíðinni Critic´s Week í Cannes þar sem myndin var heimsfrumsýnd. 9. júní 2019 12:23 Sjáðu stiklu úr myndinni Hvítur Hvítur dagur Myndin segir frá lögreglustjóranum Ingimundi sem hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést óvænt af slysförum. 22. júlí 2019 13:15 Ingvar valinn besti leikarinn í Cannes Ingvar fékk verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni Hvítur, hvítur dagur. 22. maí 2019 19:09 Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur verður frumsýnd í byrjun september. Leikmyndahönnuðurinn og Edduverðlaunahafinn Hulda Helgadóttir missti móður sína um það leyti sem tökur hófust og öll vinna hennar við myndina varð að einhvers konar ferðalagi um eigið sorgarferli. Leikmyndahönnuðurinn Hulda Helgadóttir hefur komið víða við á frekar stuttum ferli og er fyrsta konan sem hlaut Edduverðlaunin í sínu fagi fyrir kvikmyndina Hjartastein 2016 sem Guðmundur Arnar Guðmundsson leikstýrði. Hann er einn framleiðenda nýjustu myndar Hlyns Pálmasonar, Hvítur, hvítur dagur, sem þegar er byrjað að ausa lofi erlendis þótt hún verði ekki frumsýnd á Íslandi fyrr en í byrjun september.Hulda Helgadóttir, leikmyndahönnuður.Hulda hannaði einnig leikmynd þeirrar myndar sem segja má að sé rökrétt framhald af samstarfi hennar við framleiðendur beggja mynda. „Ég kom mjög snemma inn í þessi verkefni hjá þeim báðum, Guðmundi og Hlyn, og kynntist þeim mjög vel persónulega“ segir Hulda í samtali við Fréttablaðið. „Þeir eru náttúrlega búnir að vera að þessu í mörg ár,“ segir Hulda um hugarfóstur Guðmundar og Hlyns, Hjartastein og Hvítur, hvítur dagur. „Ég kem kannski bara inn fjórum mánuðum fyrir tökur og geri góðan bakgrunn fyrir sögur þeirra og leikara. Það skiptir náttúrlega mestu máli að sagan komist til skila og að leikurinn sé góður,“ segir Hulda.Sorgin er eins og skuggi Hulda var í föruneyti Baltasars Kormáks þegar hann hélt til Fídjíeyja til þess að undirbúa tökur á sjávarháskadramanu Adrift. „Ég var ekki leikmyndahönnuður þar heldur í öðrum störfum í undirbúningnum. Ég tek mig ekkert rosalega alvarlega,“ segir Hulda sem gengur í flest verk sem þarf að klára. „Þegar undirbúningnum var lokið fór ég heim. Líka vegna þess að móðir mín varð veik.“ Móðir Huldu hafði greinst með heilaæxli og lést ári síðar um það leyti sem undirbúningurinn að Hvítum, hvítum degi var að byrja. „Þetta var stórfurðulegt vegna þess að þremur árum áður gaf hún sykursjúkum föður mínum nýra og var einfaldlega sú hraustasta í fjölskyldunni. En þetta er bara eins og það er og hún fær heilaæxli og deyr. Þetta er bara ferli sem maður áttar sig ekki alveg á. Sorgin hoppar einhvern veginn aftan að manni en er ekki eitthvað sem heltekur þig. Hún er meira eins og draugur eða skuggi en samskipti okkar mömmu voru ekki flókin, bara hrein ást,“ segir Hulda.Arnmundur Ernst, Siggi Sigurjóns, Ingvar og Ída Mekkín Hlynsdóttir eldhress í afmælisveislu Ingimundar, persónu Ingvars, á lögreglustöðinni. Hulda segir það hafa verið undursamlegt að fylgjast með stórkostlegum samleik Ingvars og Ídu.Tilfinningarnar í þokunni Hulda sökkti sér á kaf í hugmyndavinnuna í kringum Hvítan, hvítan dag þannig að sorgar- og sköpunarferli runnu einhvern veginn saman. Þá segir hún kvikmyndagerðina hafa gert sér gott, ekki síst mikil útivera og þvælingur milli staða á Austfjörðum þar sem hún mætti öllum tilfinningum sínum. Stundum í þoku og stundum í heiðskíru. „Það var bara dásamlegt að verða glaður, reiður og gráta í þessu ferli með Hlyn og þessu frábæra fólki. Hann er með svona ofboðslega skemmtilega nánd við fólk og í kringum hann fá allir einhvern veginn bara að vera. Það blómstra allir í kringum hann. Það er algerlega ótrúlegt að sjá það,“ segir Hulda um leikstjórann. „Þannig að þetta var ekkert mál. Ég fékk bara að líða einhvern veginn í gegnum þetta. Hann er rosalega góður í hópi og fólk smitast af honum. Það er ekkert sjálfgefið.“
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Ingvar valinn besti leikarinn í Transylvaníu Þetta er því önnur hátíðin í röð sem Ingvar hlýtur verðlaun fyrir leik sinn í myndinni, en fyrir eingöngu rúmum tveimur vikum hlaut hann verðlaun á kvikmyndahátíðinni Critic´s Week í Cannes þar sem myndin var heimsfrumsýnd. 9. júní 2019 12:23 Sjáðu stiklu úr myndinni Hvítur Hvítur dagur Myndin segir frá lögreglustjóranum Ingimundi sem hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést óvænt af slysförum. 22. júlí 2019 13:15 Ingvar valinn besti leikarinn í Cannes Ingvar fékk verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni Hvítur, hvítur dagur. 22. maí 2019 19:09 Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Ingvar valinn besti leikarinn í Transylvaníu Þetta er því önnur hátíðin í röð sem Ingvar hlýtur verðlaun fyrir leik sinn í myndinni, en fyrir eingöngu rúmum tveimur vikum hlaut hann verðlaun á kvikmyndahátíðinni Critic´s Week í Cannes þar sem myndin var heimsfrumsýnd. 9. júní 2019 12:23
Sjáðu stiklu úr myndinni Hvítur Hvítur dagur Myndin segir frá lögreglustjóranum Ingimundi sem hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést óvænt af slysförum. 22. júlí 2019 13:15
Ingvar valinn besti leikarinn í Cannes Ingvar fékk verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni Hvítur, hvítur dagur. 22. maí 2019 19:09