Breska ríkisstjórnin telur Brexit án samnings líklega niðurstöðu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. júlí 2019 10:09 Michael Gove vinnur að undirbúningi samningslauss Brexit, verði það niðurstaðan. Vísir/Getty Ríkisstjórn Bretlands vinnur úr frá þeirri sviðsmynd að Bretar fari samningslausir úr Evrópusambandinu í haust. Þetta segir Michael Gove í aðsendri grein í breska dagblaðinu The Sunday Times en Boris Johnson, sem í síðustu viku var skipaður í embætti forsætisráðherra Bretlands, fól Gove að undirbúa samningslaust Brexit. Í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra sagðist Johnson vilja nýjan útgöngusamning en bætti við að það væri heilbrigð skynsemi að búa sig undir þá niðurstöðu að yfirgefa Evrópusambandið án samnings. Hann hefur heitið bresku þjóðinni að yfirgefa Bretland 31. október sama hvað og „ekkert múður“.Samningslaust Brexit mjög líkleg niðurstaða Gove sagði í grein sinni að það væri „mjög líklegt“ að niðurstaðan gæti orðið samningslaust Brexit. Hann væri, líkt og Johnson, vongóður um að fá leiðtogana í Brussel til að setjast að samningaborðinu að nýju en nauðsynlegt væri að vinna út frá því að það verði ekki raunin. „Þú getur einfaldlega ekki bara hitað aftur upp réttinn sem var sendur til baka og búist við því að hann verði girnilegri við það,“ skrifaði Gove. Allt strandar á baktryggingunni um landamæri Írlands Tillaga Boris Johnson, nýs forsætisráðherra Bretlands, um að afnema ákvæði um svonefnda baktryggingu um landamæri á Írlandi úr útgöngusamningi við Evrópusambandið er óásættanleg, að mati Michels Barnier, aðalsamningamannsESB.Í henni felst að viðskiptareglur Evrópusambandsins gildi áfram á Norður-Írlandi eftir útgönguna þar til samið hefur verið um varanlegt fyrirkomulag svo koma megi í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundið landamæra- og tollaeftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands. Hyggst berjast af öllu afli gegn samningslausu Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, brást við skrifum Goves og sagði að Verkamannaflokkurinn myndi gera allt sem í sínu valdi stæði til að koma í veg fyrir að Bretland fari úr Evrópusambandinu án samnings. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Sigur harðlínumanna í Íhaldsflokknum Öfgamenn í Evrópuandstöðunni hafa orðið ofan á í átökunum um breska Íhaldsflokkinn. Að minnsta kosti í bili. Átökin staðið lengi yfir. Nýr forsætisráðherra sagður líklegur til að þrýsta á samningslausa útgöngu og kosningar. 27. júlí 2019 07:45 Útganga án samnings gæti hafið þreifingar um sameiningu Írlands og Norður-Írlands Forsætisráðherrann varaði jafnframt við því að ef bresk stjórnvöld færu þá leið gæti það grafið undan stöðu Skotlands sem hluta af hinu sameinaða konungdæmi. 27. júlí 2019 11:09 Johnson sagði ESB að fella út írsku baktrygginguna Forystumenn Evrópusambandsins hafa fram að þessu ekki verið til viðtals um nýjan samning við Breta eða um að hrófla við baktryggingunni svonefndu. 25. júlí 2019 13:07 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Ríkisstjórn Bretlands vinnur úr frá þeirri sviðsmynd að Bretar fari samningslausir úr Evrópusambandinu í haust. Þetta segir Michael Gove í aðsendri grein í breska dagblaðinu The Sunday Times en Boris Johnson, sem í síðustu viku var skipaður í embætti forsætisráðherra Bretlands, fól Gove að undirbúa samningslaust Brexit. Í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra sagðist Johnson vilja nýjan útgöngusamning en bætti við að það væri heilbrigð skynsemi að búa sig undir þá niðurstöðu að yfirgefa Evrópusambandið án samnings. Hann hefur heitið bresku þjóðinni að yfirgefa Bretland 31. október sama hvað og „ekkert múður“.Samningslaust Brexit mjög líkleg niðurstaða Gove sagði í grein sinni að það væri „mjög líklegt“ að niðurstaðan gæti orðið samningslaust Brexit. Hann væri, líkt og Johnson, vongóður um að fá leiðtogana í Brussel til að setjast að samningaborðinu að nýju en nauðsynlegt væri að vinna út frá því að það verði ekki raunin. „Þú getur einfaldlega ekki bara hitað aftur upp réttinn sem var sendur til baka og búist við því að hann verði girnilegri við það,“ skrifaði Gove. Allt strandar á baktryggingunni um landamæri Írlands Tillaga Boris Johnson, nýs forsætisráðherra Bretlands, um að afnema ákvæði um svonefnda baktryggingu um landamæri á Írlandi úr útgöngusamningi við Evrópusambandið er óásættanleg, að mati Michels Barnier, aðalsamningamannsESB.Í henni felst að viðskiptareglur Evrópusambandsins gildi áfram á Norður-Írlandi eftir útgönguna þar til samið hefur verið um varanlegt fyrirkomulag svo koma megi í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundið landamæra- og tollaeftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands. Hyggst berjast af öllu afli gegn samningslausu Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, brást við skrifum Goves og sagði að Verkamannaflokkurinn myndi gera allt sem í sínu valdi stæði til að koma í veg fyrir að Bretland fari úr Evrópusambandinu án samnings.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Sigur harðlínumanna í Íhaldsflokknum Öfgamenn í Evrópuandstöðunni hafa orðið ofan á í átökunum um breska Íhaldsflokkinn. Að minnsta kosti í bili. Átökin staðið lengi yfir. Nýr forsætisráðherra sagður líklegur til að þrýsta á samningslausa útgöngu og kosningar. 27. júlí 2019 07:45 Útganga án samnings gæti hafið þreifingar um sameiningu Írlands og Norður-Írlands Forsætisráðherrann varaði jafnframt við því að ef bresk stjórnvöld færu þá leið gæti það grafið undan stöðu Skotlands sem hluta af hinu sameinaða konungdæmi. 27. júlí 2019 11:09 Johnson sagði ESB að fella út írsku baktrygginguna Forystumenn Evrópusambandsins hafa fram að þessu ekki verið til viðtals um nýjan samning við Breta eða um að hrófla við baktryggingunni svonefndu. 25. júlí 2019 13:07 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Sigur harðlínumanna í Íhaldsflokknum Öfgamenn í Evrópuandstöðunni hafa orðið ofan á í átökunum um breska Íhaldsflokkinn. Að minnsta kosti í bili. Átökin staðið lengi yfir. Nýr forsætisráðherra sagður líklegur til að þrýsta á samningslausa útgöngu og kosningar. 27. júlí 2019 07:45
Útganga án samnings gæti hafið þreifingar um sameiningu Írlands og Norður-Írlands Forsætisráðherrann varaði jafnframt við því að ef bresk stjórnvöld færu þá leið gæti það grafið undan stöðu Skotlands sem hluta af hinu sameinaða konungdæmi. 27. júlí 2019 11:09
Johnson sagði ESB að fella út írsku baktrygginguna Forystumenn Evrópusambandsins hafa fram að þessu ekki verið til viðtals um nýjan samning við Breta eða um að hrófla við baktryggingunni svonefndu. 25. júlí 2019 13:07