Hitamet slegið í París og hlýnar enn Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2019 12:40 Parísarbúar reyna að kæla sig í gosbrunni við Louvre-safnið. AP/Rafael Yaghobzadeh Yfirvöld í Frakklandi vara við því að enn hlýni þar í veðri í annarri hitabylgjunni sem gengur yfir Evrópu á þessu sumri. Hitamet var slegið í París þegar mælirinn sýndi 40,6°C í gær. Fleiri meti gætu fallið annars staðar í álfunni þegar hitabylgjan nær hámarki sínu. Rautt viðbúnaðarstig er nú í norðanverðu Frakklandi vegna hitans. Spáð er allt að 42-43°C hita þar í dag. Í Belgíu, Þýskalandi og Hollandi gætu hitamet verið slegin í annað skipti á jafnmörgum dögum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þá er spáð allt að 39°C hita á Bretlandi í dag. AP-fréttastofan hefur eftir frönsku veðurstofunni að hitametið í París hafi verið slegið síðdegis í gær. Fyrra met hafði staðið frá árinu 1947. Franskt hitamet var slegið í hitabylgjunni í júní þegar hann mældist 46°C í sunnanverðu landinu. Í Frakklandi hafa yfirvöld hvatt fólk til að forðast ferðalög og að vinna heiman frá sér hafi það tök á því. Barnaheimilum hefur verið lokað vegna hitans. Fimm eru taldir látnir af völdum hitans þar í landi. Í Hollandi drápust hundruð svína þegar loftræsting brást á búa þar og yfirvöld hafa varða við mengunarþoku í borgum. Í norðanverðu Þýskalandi er varað við því að fiskar og skelfiskur gæti drepist þar sem ár og vötn hafa þornað upp. Á Bretlandi er lestum ekið hægar til að forðast að teinarnir láti undan í stækjunni. Hitabylgjur eiga sér stað náttúrulega en hnattræn hlýnun af völdum manna er talin auka líkurnar á þeim og gera þær ákafari. Meginorsök hnattrænnar hlýnunar er losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti. Belgía Bretland Frakkland Holland Loftslagsmál Þýskaland Tengdar fréttir Hiti gæti náð 38 stigum í Evrópu þegar hættuleg hitabylgja fer yfir álfuna Talið er að hitabylgjan muni hafa víðtæk áhrif á stóran hluta meginlands Evrópu. 21. júlí 2019 20:15 Orkufyrirtæki gagnrýnt fyrir að hafa vísvitandi slegið út rafmagni í miðri hitabylgju Rafmagnsleysið kemur á sérstaklega óheppilegum tíma þar sem borgin glímir samhliða því við hitabylgju sem hefur leitt til mikillar orkunotkunar. Hitastig í borginni hefur sums staðar farið yfir 32 stig og keppast íbúar við að kæla sig niður. 22. júlí 2019 12:26 Spáir methita víða í Evrópu í annarri hitabylgju sumarsins Rauð viðvörun vegna hita og hættu á kjarreldum er í gildi í nokkrum löndum Evrópu. 24. júlí 2019 07:45 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Sjá meira
Yfirvöld í Frakklandi vara við því að enn hlýni þar í veðri í annarri hitabylgjunni sem gengur yfir Evrópu á þessu sumri. Hitamet var slegið í París þegar mælirinn sýndi 40,6°C í gær. Fleiri meti gætu fallið annars staðar í álfunni þegar hitabylgjan nær hámarki sínu. Rautt viðbúnaðarstig er nú í norðanverðu Frakklandi vegna hitans. Spáð er allt að 42-43°C hita þar í dag. Í Belgíu, Þýskalandi og Hollandi gætu hitamet verið slegin í annað skipti á jafnmörgum dögum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þá er spáð allt að 39°C hita á Bretlandi í dag. AP-fréttastofan hefur eftir frönsku veðurstofunni að hitametið í París hafi verið slegið síðdegis í gær. Fyrra met hafði staðið frá árinu 1947. Franskt hitamet var slegið í hitabylgjunni í júní þegar hann mældist 46°C í sunnanverðu landinu. Í Frakklandi hafa yfirvöld hvatt fólk til að forðast ferðalög og að vinna heiman frá sér hafi það tök á því. Barnaheimilum hefur verið lokað vegna hitans. Fimm eru taldir látnir af völdum hitans þar í landi. Í Hollandi drápust hundruð svína þegar loftræsting brást á búa þar og yfirvöld hafa varða við mengunarþoku í borgum. Í norðanverðu Þýskalandi er varað við því að fiskar og skelfiskur gæti drepist þar sem ár og vötn hafa þornað upp. Á Bretlandi er lestum ekið hægar til að forðast að teinarnir láti undan í stækjunni. Hitabylgjur eiga sér stað náttúrulega en hnattræn hlýnun af völdum manna er talin auka líkurnar á þeim og gera þær ákafari. Meginorsök hnattrænnar hlýnunar er losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti.
Belgía Bretland Frakkland Holland Loftslagsmál Þýskaland Tengdar fréttir Hiti gæti náð 38 stigum í Evrópu þegar hættuleg hitabylgja fer yfir álfuna Talið er að hitabylgjan muni hafa víðtæk áhrif á stóran hluta meginlands Evrópu. 21. júlí 2019 20:15 Orkufyrirtæki gagnrýnt fyrir að hafa vísvitandi slegið út rafmagni í miðri hitabylgju Rafmagnsleysið kemur á sérstaklega óheppilegum tíma þar sem borgin glímir samhliða því við hitabylgju sem hefur leitt til mikillar orkunotkunar. Hitastig í borginni hefur sums staðar farið yfir 32 stig og keppast íbúar við að kæla sig niður. 22. júlí 2019 12:26 Spáir methita víða í Evrópu í annarri hitabylgju sumarsins Rauð viðvörun vegna hita og hættu á kjarreldum er í gildi í nokkrum löndum Evrópu. 24. júlí 2019 07:45 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Sjá meira
Hiti gæti náð 38 stigum í Evrópu þegar hættuleg hitabylgja fer yfir álfuna Talið er að hitabylgjan muni hafa víðtæk áhrif á stóran hluta meginlands Evrópu. 21. júlí 2019 20:15
Orkufyrirtæki gagnrýnt fyrir að hafa vísvitandi slegið út rafmagni í miðri hitabylgju Rafmagnsleysið kemur á sérstaklega óheppilegum tíma þar sem borgin glímir samhliða því við hitabylgju sem hefur leitt til mikillar orkunotkunar. Hitastig í borginni hefur sums staðar farið yfir 32 stig og keppast íbúar við að kæla sig niður. 22. júlí 2019 12:26
Spáir methita víða í Evrópu í annarri hitabylgju sumarsins Rauð viðvörun vegna hita og hættu á kjarreldum er í gildi í nokkrum löndum Evrópu. 24. júlí 2019 07:45