Johnson segir einhug innan nýju ríkisstjórnarinnar um Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2019 10:55 Johnson (f.m.) með ráðherraliði sínu á fyrsta fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. AP/Aaron Chown Ríkisstjórn Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og nýkjörins leiðtoga Íhaldsflokksins, kom saman til síns fyrsta fundar í morgun. Þar fullyrti Johnson að ráðherraliðið væri einhuga um að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu 31. október. „Við eigum þýðingarmikið verkefni fyrir höndum. Á vendipunkti í sögu landsins eru við nú staðráðin, öll saman, í að ganga úr Evrópusambandinu 31. október eða jafnvel fyrr, engin spurning,“ sagði Johnson við upphaf fundarins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hét hann því að ná samningum við Evrópusambandið áður en fresturinn rennur út, annars dragi hann Bretland úr sambandinu án útgöngusamnings. Varað hefur verið við alvarlegum efnahagslegum afleiðingum af útgöngu án samnings. Johnson gerði stórtækar breytingar á ríkisstjórninni og rak nærri því alla þá ráðherra sem sátu í stjórn Theresu May, forvera hans í embætti. Sautján þeirra voru annað hvort reknir eða þeir sögðu af sér vegna andstöðu þeirra við útgöngu án samnings.Priti Patel, nýr innanríkisráðherra Bretlands.Vísir/EPANýja ráðherraliðið er nær eingöngu skipað harðlínufólki hvað varðar Brexit. Auk þess valdi Johnson Dominic Cummings, kosningastjóra opinberrar herferðar fyrir útgöngu Bretlands í þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016, til að vera aðalráðgjafi sinn í Downing-stræti. Sum þeirra sem Johnson veitti embætti í ríkisstjórninni eru umdeildari en önnur. Þannig skipaði hann Priti Patel innanríkisráðherra sinn. Patel var ráðherra þróunaraðstoðar í ríkisstjórn May en var rekin árið 2017 þegar í ljós kom að hún hafði farið til leynilegra viðræðna í Ísrael án þess að láta utanríkisráðuneytið vita. Hún þykir vera yst á hægri væng Íhaldsflokksins og hefur talað fyrir því að markmið um þróunaraðstoð verði felld niður og að dauðarefsing verði tekin aftur upp á Bretlandi. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 13:51 Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21 Boris skipar nýja ríkisstjórn Nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, tók opinberlega við embætti í dag. Boris sem bar sigur úr býtum í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í gær hóf umsvifalaust að skipa samflokksmenn sína í hin ýmsu ráðuneyti bresku ríkisstjórnarinnar. BBC greinir frá. 24. júlí 2019 19:41 Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Fjölmiðlar í Evrópu furða sig á að Boris Johnson sé við það að verða forsætisráðherra Bretlands. 24. júlí 2019 10:22 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Ríkisstjórn Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og nýkjörins leiðtoga Íhaldsflokksins, kom saman til síns fyrsta fundar í morgun. Þar fullyrti Johnson að ráðherraliðið væri einhuga um að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu 31. október. „Við eigum þýðingarmikið verkefni fyrir höndum. Á vendipunkti í sögu landsins eru við nú staðráðin, öll saman, í að ganga úr Evrópusambandinu 31. október eða jafnvel fyrr, engin spurning,“ sagði Johnson við upphaf fundarins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hét hann því að ná samningum við Evrópusambandið áður en fresturinn rennur út, annars dragi hann Bretland úr sambandinu án útgöngusamnings. Varað hefur verið við alvarlegum efnahagslegum afleiðingum af útgöngu án samnings. Johnson gerði stórtækar breytingar á ríkisstjórninni og rak nærri því alla þá ráðherra sem sátu í stjórn Theresu May, forvera hans í embætti. Sautján þeirra voru annað hvort reknir eða þeir sögðu af sér vegna andstöðu þeirra við útgöngu án samnings.Priti Patel, nýr innanríkisráðherra Bretlands.Vísir/EPANýja ráðherraliðið er nær eingöngu skipað harðlínufólki hvað varðar Brexit. Auk þess valdi Johnson Dominic Cummings, kosningastjóra opinberrar herferðar fyrir útgöngu Bretlands í þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016, til að vera aðalráðgjafi sinn í Downing-stræti. Sum þeirra sem Johnson veitti embætti í ríkisstjórninni eru umdeildari en önnur. Þannig skipaði hann Priti Patel innanríkisráðherra sinn. Patel var ráðherra þróunaraðstoðar í ríkisstjórn May en var rekin árið 2017 þegar í ljós kom að hún hafði farið til leynilegra viðræðna í Ísrael án þess að láta utanríkisráðuneytið vita. Hún þykir vera yst á hægri væng Íhaldsflokksins og hefur talað fyrir því að markmið um þróunaraðstoð verði felld niður og að dauðarefsing verði tekin aftur upp á Bretlandi.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 13:51 Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21 Boris skipar nýja ríkisstjórn Nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, tók opinberlega við embætti í dag. Boris sem bar sigur úr býtum í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í gær hóf umsvifalaust að skipa samflokksmenn sína í hin ýmsu ráðuneyti bresku ríkisstjórnarinnar. BBC greinir frá. 24. júlí 2019 19:41 Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Fjölmiðlar í Evrópu furða sig á að Boris Johnson sé við það að verða forsætisráðherra Bretlands. 24. júlí 2019 10:22 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 13:51
Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21
Boris skipar nýja ríkisstjórn Nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, tók opinberlega við embætti í dag. Boris sem bar sigur úr býtum í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í gær hóf umsvifalaust að skipa samflokksmenn sína í hin ýmsu ráðuneyti bresku ríkisstjórnarinnar. BBC greinir frá. 24. júlí 2019 19:41
Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Fjölmiðlar í Evrópu furða sig á að Boris Johnson sé við það að verða forsætisráðherra Bretlands. 24. júlí 2019 10:22