Sérstaki rannsakandinn ber vitni í dag Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2019 08:23 Ólíklegt er talið að Mueller svari spurningum þingmanna með öðru en því sem kemur fram í skýrslu hans um rannsóknina. Vísir/EPA Robert Mueller, fyrrverandi sérstaki rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, kemur fyrir tvær nefndir Bandaríkjaþings til að bera vitni um rannsókn hans á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og meintu samráði framboðs Trump forseta við þá. Fyrst kemur Mueller fyrir dómsmálanefnd fulltrúardeildarinnar klukkan 12:30 að íslenskum tíma og síðan fyrir leyniþjónustunefndina klukkan 16:00. Þetta verður í fyrsta skipti sem hann verður spurður opinberlega út í rannsókn hans. Mueller var skipaður yfirmaður rannsóknar sem alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið höfðu í gangi í maí 2017 eftir að Donald Trump forseti rak James Comey, þáverandi forstjóra FBI. Rannsóknin beindist að afskiptum Rússa af kosningunum, meintu samráði framboðs Trump við þá og hvort að forsetinn hefði reynt að hindra framgang rannsóknarinnar. Rannsóknin stóð yfir í tæp tvö ár og voru niðurstöður hennar að mestu gerðar opinberar á skírdag. Mueller sagðist ekki geta sýnt fram á að glæpsamlegt samsæri hafi átt sér stað á milli Rússa og framboðs Trump en lýsti fjölda samskipta starfsmanna framboðsins við rússneska aðila. Þá tók rannsakandinn ekki afstöðu til þess hvort Trump hefði gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar. Ástæðan var álit dómsmálaráðuneytisins um að ekki væri hægt að ákæra sitjandi forseta. Dró Mueller þess í stað upp ellefu dæmi í skýrslu sinni um gjörðir Trump sem túlka mætti sem tilraunir til að leggja stein í götu rannsóknarinnar. Mueller, sem er fyrrverandi forstjóri FBI og repúblikani, hefur nær ekkert tjáð sig opinberlega um rannsóknina. Hann hélt óvænt blaðamannafund í lok maí þar sem hann dró stuttlega saman meginniðurstöður sínar og gaf sterklega í skyn að hann kærði sig ekki um að þurfa að bera vitni fyrir þingnefnd. Á þeim tíma höfðu komið fram fréttir um að Mueller væri ósáttur við hvernig William Barr, dómsmálaráðherra Trump, hefði greint frá efni skýrslunnar. Ólíklegt er talið að Mueller fari út fyrir efni rannsóknarskýrslu sinnar í vitnisburðinum í dag. Dómsmálaráðuneytið hefur meðal annars skipað honum að tjá sig ekki um hluta skýrslunnar sem leynd hefur ekki verið létt af. Þá er Mueller sagður tregur til að láta þingmenn úr hvorum flokknum sem er nota sig í áróðursskyni. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39 Mueller samþykkir að bera vitni fyrir þingnefnd Formenn tveggja nefnda fulltrúadeildar Bandaríkjaþings stefndu fyrrverandi sérstaka rannsakandandum til að bera vitni um rannsókn hans og niðurstöður um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulega glæpi Trump forseta. 26. júní 2019 07:37 Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Sjá meira
Robert Mueller, fyrrverandi sérstaki rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, kemur fyrir tvær nefndir Bandaríkjaþings til að bera vitni um rannsókn hans á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og meintu samráði framboðs Trump forseta við þá. Fyrst kemur Mueller fyrir dómsmálanefnd fulltrúardeildarinnar klukkan 12:30 að íslenskum tíma og síðan fyrir leyniþjónustunefndina klukkan 16:00. Þetta verður í fyrsta skipti sem hann verður spurður opinberlega út í rannsókn hans. Mueller var skipaður yfirmaður rannsóknar sem alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið höfðu í gangi í maí 2017 eftir að Donald Trump forseti rak James Comey, þáverandi forstjóra FBI. Rannsóknin beindist að afskiptum Rússa af kosningunum, meintu samráði framboðs Trump við þá og hvort að forsetinn hefði reynt að hindra framgang rannsóknarinnar. Rannsóknin stóð yfir í tæp tvö ár og voru niðurstöður hennar að mestu gerðar opinberar á skírdag. Mueller sagðist ekki geta sýnt fram á að glæpsamlegt samsæri hafi átt sér stað á milli Rússa og framboðs Trump en lýsti fjölda samskipta starfsmanna framboðsins við rússneska aðila. Þá tók rannsakandinn ekki afstöðu til þess hvort Trump hefði gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar. Ástæðan var álit dómsmálaráðuneytisins um að ekki væri hægt að ákæra sitjandi forseta. Dró Mueller þess í stað upp ellefu dæmi í skýrslu sinni um gjörðir Trump sem túlka mætti sem tilraunir til að leggja stein í götu rannsóknarinnar. Mueller, sem er fyrrverandi forstjóri FBI og repúblikani, hefur nær ekkert tjáð sig opinberlega um rannsóknina. Hann hélt óvænt blaðamannafund í lok maí þar sem hann dró stuttlega saman meginniðurstöður sínar og gaf sterklega í skyn að hann kærði sig ekki um að þurfa að bera vitni fyrir þingnefnd. Á þeim tíma höfðu komið fram fréttir um að Mueller væri ósáttur við hvernig William Barr, dómsmálaráðherra Trump, hefði greint frá efni skýrslunnar. Ólíklegt er talið að Mueller fari út fyrir efni rannsóknarskýrslu sinnar í vitnisburðinum í dag. Dómsmálaráðuneytið hefur meðal annars skipað honum að tjá sig ekki um hluta skýrslunnar sem leynd hefur ekki verið létt af. Þá er Mueller sagður tregur til að láta þingmenn úr hvorum flokknum sem er nota sig í áróðursskyni.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39 Mueller samþykkir að bera vitni fyrir þingnefnd Formenn tveggja nefnda fulltrúadeildar Bandaríkjaþings stefndu fyrrverandi sérstaka rannsakandandum til að bera vitni um rannsókn hans og niðurstöður um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulega glæpi Trump forseta. 26. júní 2019 07:37 Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Sjá meira
Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39
Mueller samþykkir að bera vitni fyrir þingnefnd Formenn tveggja nefnda fulltrúadeildar Bandaríkjaþings stefndu fyrrverandi sérstaka rannsakandandum til að bera vitni um rannsókn hans og niðurstöður um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulega glæpi Trump forseta. 26. júní 2019 07:37
Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11