Sérstaki rannsakandinn ber vitni í dag Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2019 08:23 Ólíklegt er talið að Mueller svari spurningum þingmanna með öðru en því sem kemur fram í skýrslu hans um rannsóknina. Vísir/EPA Robert Mueller, fyrrverandi sérstaki rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, kemur fyrir tvær nefndir Bandaríkjaþings til að bera vitni um rannsókn hans á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og meintu samráði framboðs Trump forseta við þá. Fyrst kemur Mueller fyrir dómsmálanefnd fulltrúardeildarinnar klukkan 12:30 að íslenskum tíma og síðan fyrir leyniþjónustunefndina klukkan 16:00. Þetta verður í fyrsta skipti sem hann verður spurður opinberlega út í rannsókn hans. Mueller var skipaður yfirmaður rannsóknar sem alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið höfðu í gangi í maí 2017 eftir að Donald Trump forseti rak James Comey, þáverandi forstjóra FBI. Rannsóknin beindist að afskiptum Rússa af kosningunum, meintu samráði framboðs Trump við þá og hvort að forsetinn hefði reynt að hindra framgang rannsóknarinnar. Rannsóknin stóð yfir í tæp tvö ár og voru niðurstöður hennar að mestu gerðar opinberar á skírdag. Mueller sagðist ekki geta sýnt fram á að glæpsamlegt samsæri hafi átt sér stað á milli Rússa og framboðs Trump en lýsti fjölda samskipta starfsmanna framboðsins við rússneska aðila. Þá tók rannsakandinn ekki afstöðu til þess hvort Trump hefði gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar. Ástæðan var álit dómsmálaráðuneytisins um að ekki væri hægt að ákæra sitjandi forseta. Dró Mueller þess í stað upp ellefu dæmi í skýrslu sinni um gjörðir Trump sem túlka mætti sem tilraunir til að leggja stein í götu rannsóknarinnar. Mueller, sem er fyrrverandi forstjóri FBI og repúblikani, hefur nær ekkert tjáð sig opinberlega um rannsóknina. Hann hélt óvænt blaðamannafund í lok maí þar sem hann dró stuttlega saman meginniðurstöður sínar og gaf sterklega í skyn að hann kærði sig ekki um að þurfa að bera vitni fyrir þingnefnd. Á þeim tíma höfðu komið fram fréttir um að Mueller væri ósáttur við hvernig William Barr, dómsmálaráðherra Trump, hefði greint frá efni skýrslunnar. Ólíklegt er talið að Mueller fari út fyrir efni rannsóknarskýrslu sinnar í vitnisburðinum í dag. Dómsmálaráðuneytið hefur meðal annars skipað honum að tjá sig ekki um hluta skýrslunnar sem leynd hefur ekki verið létt af. Þá er Mueller sagður tregur til að láta þingmenn úr hvorum flokknum sem er nota sig í áróðursskyni. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39 Mueller samþykkir að bera vitni fyrir þingnefnd Formenn tveggja nefnda fulltrúadeildar Bandaríkjaþings stefndu fyrrverandi sérstaka rannsakandandum til að bera vitni um rannsókn hans og niðurstöður um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulega glæpi Trump forseta. 26. júní 2019 07:37 Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Sjá meira
Robert Mueller, fyrrverandi sérstaki rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, kemur fyrir tvær nefndir Bandaríkjaþings til að bera vitni um rannsókn hans á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og meintu samráði framboðs Trump forseta við þá. Fyrst kemur Mueller fyrir dómsmálanefnd fulltrúardeildarinnar klukkan 12:30 að íslenskum tíma og síðan fyrir leyniþjónustunefndina klukkan 16:00. Þetta verður í fyrsta skipti sem hann verður spurður opinberlega út í rannsókn hans. Mueller var skipaður yfirmaður rannsóknar sem alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið höfðu í gangi í maí 2017 eftir að Donald Trump forseti rak James Comey, þáverandi forstjóra FBI. Rannsóknin beindist að afskiptum Rússa af kosningunum, meintu samráði framboðs Trump við þá og hvort að forsetinn hefði reynt að hindra framgang rannsóknarinnar. Rannsóknin stóð yfir í tæp tvö ár og voru niðurstöður hennar að mestu gerðar opinberar á skírdag. Mueller sagðist ekki geta sýnt fram á að glæpsamlegt samsæri hafi átt sér stað á milli Rússa og framboðs Trump en lýsti fjölda samskipta starfsmanna framboðsins við rússneska aðila. Þá tók rannsakandinn ekki afstöðu til þess hvort Trump hefði gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar. Ástæðan var álit dómsmálaráðuneytisins um að ekki væri hægt að ákæra sitjandi forseta. Dró Mueller þess í stað upp ellefu dæmi í skýrslu sinni um gjörðir Trump sem túlka mætti sem tilraunir til að leggja stein í götu rannsóknarinnar. Mueller, sem er fyrrverandi forstjóri FBI og repúblikani, hefur nær ekkert tjáð sig opinberlega um rannsóknina. Hann hélt óvænt blaðamannafund í lok maí þar sem hann dró stuttlega saman meginniðurstöður sínar og gaf sterklega í skyn að hann kærði sig ekki um að þurfa að bera vitni fyrir þingnefnd. Á þeim tíma höfðu komið fram fréttir um að Mueller væri ósáttur við hvernig William Barr, dómsmálaráðherra Trump, hefði greint frá efni skýrslunnar. Ólíklegt er talið að Mueller fari út fyrir efni rannsóknarskýrslu sinnar í vitnisburðinum í dag. Dómsmálaráðuneytið hefur meðal annars skipað honum að tjá sig ekki um hluta skýrslunnar sem leynd hefur ekki verið létt af. Þá er Mueller sagður tregur til að láta þingmenn úr hvorum flokknum sem er nota sig í áróðursskyni.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39 Mueller samþykkir að bera vitni fyrir þingnefnd Formenn tveggja nefnda fulltrúadeildar Bandaríkjaþings stefndu fyrrverandi sérstaka rannsakandandum til að bera vitni um rannsókn hans og niðurstöður um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulega glæpi Trump forseta. 26. júní 2019 07:37 Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Sjá meira
Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39
Mueller samþykkir að bera vitni fyrir þingnefnd Formenn tveggja nefnda fulltrúadeildar Bandaríkjaþings stefndu fyrrverandi sérstaka rannsakandandum til að bera vitni um rannsókn hans og niðurstöður um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulega glæpi Trump forseta. 26. júní 2019 07:37
Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11