Fannst tíu árum eftir hvarf á bak við frysti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júlí 2019 21:58 Larry Ely Murillo-Moncada hvarf sporlaust árið 2009. council bluffs police department Líkamsleifar manns sem hvarf árið 2009 fundust á bak við frysti í matvörubúð, sem nú hefur verið lokað, þar sem maðurinn vann. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Rannsóknarlögreglumenn í Council Bluffs í Iowa í Bandaríkjunum segja Larry Ely Murillo-Moncada, sem var 25 ára, hafa dottið ofan í hálfs metra gat í matvöruversluninni No Frills. Lögreglumaðurinn Brandon Danielson segir hljóð frá kælunum líklega hafa drekkt hrópum Murillo-Moncada eftir aðstoð. Ekki er talið að nokkuð misjafnt hafi farið fram og var andlát hans skráð sem slys. Líkamsleifar hans fundust í janúar í búðinni, sem var minna en einum og hálfum kílómetra frá heimili hans, en líkið var svo rotið að ekki tókst að bera kennsl á það fyrr en í síðustu viku eftir að búið var að rannsaka það. „Maður heyrir ekki um svona mál, að fólk finnist í veggjum, sérstaklega á þessu svæði,“ sagði Danielson, sem rannsakaði mannshvarfsmálið árið 2009. „Fólk hverfur reglulega en þetta er alveg einstakt,“ sagði hann í samtali við KETV í Omaha á mánudag.Yfirgaf aldrei No Frills Hvarf Murillo-Moncada var tilkynnt til lögreglu daginn eftir Þakkargjörðarhátíðina eftir að hann flúði frá heimili foreldra sinna berfættur og sá hann ofsjónir, segja ættingjar. Hann skildi lyklana eftir í bílnum sínum, sögðu foreldrar hans við fréttamiðla þegar hann hvarf, en það var snjóstormur þegar hann stakk af. „Hann heyrði raddir sem sögðu „borðaðu sykur,““ sagði móðir hans með hjálp túlks árið 2009. „Honum fannst hjartað sitt slá svo fast og hélt að ef hann borðaði sykur myndi það hætta að slá svona fast.“ Bláu fötin sem fundust utan á líkinu í janúar pössuðu við lýsingar foreldra hans. Kælirinn sem hann datt á bak við var tæplega fjögurra metra hár. Hann fannst þegar vinnumenn voru að rífa niður hillur í búðinni. Fyrrverandi starfsmenn No Frills, sem hefur verið lokuð í nokkur ár, segja að það hafi ekki verið óalgengt að starfsmenn hafi klifrað upp á kælana til að raða vörum í hillurnar fyrir ofan. Danielson sagði á mánudag að móðir Murillo-Moncada hafi lengi haldið að hann hafi verið í búðinni þegar hann hvarf. „Móðirin, hún trúði því að hann hafi aldrei farið úr No Frills,“ sagði hann. Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Líkamsleifar manns sem hvarf árið 2009 fundust á bak við frysti í matvörubúð, sem nú hefur verið lokað, þar sem maðurinn vann. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Rannsóknarlögreglumenn í Council Bluffs í Iowa í Bandaríkjunum segja Larry Ely Murillo-Moncada, sem var 25 ára, hafa dottið ofan í hálfs metra gat í matvöruversluninni No Frills. Lögreglumaðurinn Brandon Danielson segir hljóð frá kælunum líklega hafa drekkt hrópum Murillo-Moncada eftir aðstoð. Ekki er talið að nokkuð misjafnt hafi farið fram og var andlát hans skráð sem slys. Líkamsleifar hans fundust í janúar í búðinni, sem var minna en einum og hálfum kílómetra frá heimili hans, en líkið var svo rotið að ekki tókst að bera kennsl á það fyrr en í síðustu viku eftir að búið var að rannsaka það. „Maður heyrir ekki um svona mál, að fólk finnist í veggjum, sérstaklega á þessu svæði,“ sagði Danielson, sem rannsakaði mannshvarfsmálið árið 2009. „Fólk hverfur reglulega en þetta er alveg einstakt,“ sagði hann í samtali við KETV í Omaha á mánudag.Yfirgaf aldrei No Frills Hvarf Murillo-Moncada var tilkynnt til lögreglu daginn eftir Þakkargjörðarhátíðina eftir að hann flúði frá heimili foreldra sinna berfættur og sá hann ofsjónir, segja ættingjar. Hann skildi lyklana eftir í bílnum sínum, sögðu foreldrar hans við fréttamiðla þegar hann hvarf, en það var snjóstormur þegar hann stakk af. „Hann heyrði raddir sem sögðu „borðaðu sykur,““ sagði móðir hans með hjálp túlks árið 2009. „Honum fannst hjartað sitt slá svo fast og hélt að ef hann borðaði sykur myndi það hætta að slá svona fast.“ Bláu fötin sem fundust utan á líkinu í janúar pössuðu við lýsingar foreldra hans. Kælirinn sem hann datt á bak við var tæplega fjögurra metra hár. Hann fannst þegar vinnumenn voru að rífa niður hillur í búðinni. Fyrrverandi starfsmenn No Frills, sem hefur verið lokuð í nokkur ár, segja að það hafi ekki verið óalgengt að starfsmenn hafi klifrað upp á kælana til að raða vörum í hillurnar fyrir ofan. Danielson sagði á mánudag að móðir Murillo-Moncada hafi lengi haldið að hann hafi verið í búðinni þegar hann hvarf. „Móðirin, hún trúði því að hann hafi aldrei farið úr No Frills,“ sagði hann.
Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira