Katrín Tanja: Toppurinn á tilverunni er ekki að vinna heimsleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2019 09:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir. Skjámynd/Youtube/CompTrain Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur unnið heimsleikana í CrossFit tvisvar sinnum og hefur setta stefnuna á þriðja sigurinn um Verslunarmannahelgina. Katrín Tanja leggur gríðarlega mikið á sig í undirbúningi sínum fyrir heimsleikana og ætlar sér stóra hluti þar að venju. Í viðtali í heimildarmynd um undirbúning CrossFit fólks fyrir leikana í ár segir Katrín frá þeirri upplifun að vinna heimsleikana og að það sé í raun ekki toppurinn á tilverunni eins og margir halda. „Fólk trúir því ekki þegar ég segi þetta. Þau halda það að vinna heimsleikana sé það besta í heimi. Þau halda að það sé toppurinn á tilverunni og þar upplifir þú hámarksánægju. Það er ekki þannig,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir í heimildarmyndinni Gamesbound. Ben Bergeron, þjálfari Katrínar Tönju, bendir á þetta viðtal á Instagram síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram"If you don't like the journey that you're on, the destination is not going to make you happy."⠀ -@katrintanja⠀ ⠀ New documentary, Gamesbound, is live on the CompTrain YouTube channel.⠀ ⠀ #Gamesbound #CompTrain #Earned⠀ : @christinedca & @ianwittenber A post shared by Ben Bergeron (@benbergeron) on Jul 17, 2019 at 9:34am PDT „Það er frábær stund að vinna heimsleikana og ég get ekki einu sinni lýst tilfinningunni. Það sem skiptir mig meira máli er þó ferðalagið að baki sigrinum og fólkið sem hjálpaði mér að ná þangað,“ sagði Katrín Tanja. „Að vinna heimsleikana í CrossFit er meira staðfesting á því sem þú gerðir til að komast þangað,“ sagði Katrín Tanja. „Þú vinnur ekki heimsleikana á einum tímapunkti. Það tekur mörg, mörg ár að komast á toppinn. Með því að hafa vini þína með þér á þeirri leið og að fá að gera allt með liðinu þínu skiptir öllu máli. Ég vann að þessu markmiði með þjálfaranum mínum, umboðsmanninum mínum, fjölskyldu minni og bestu vinum. Allt í einu uppsker maður fyrir alla þessa vinnu,“ sagði Katrín Tanja. „Þegar allt á er botninn hvolft þá snýst þetta ekki um endastöðina heldur miklu meira um ferðalagið þangað. Ef þú elskar ekki ferðalagið þá mun endastöðin ekki gera þig ánægða heldur,“ sagði Katrín Tanja. Það má sjá brot úr viðtalinu við hana hér fyrir neðan. CrossFit Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur unnið heimsleikana í CrossFit tvisvar sinnum og hefur setta stefnuna á þriðja sigurinn um Verslunarmannahelgina. Katrín Tanja leggur gríðarlega mikið á sig í undirbúningi sínum fyrir heimsleikana og ætlar sér stóra hluti þar að venju. Í viðtali í heimildarmynd um undirbúning CrossFit fólks fyrir leikana í ár segir Katrín frá þeirri upplifun að vinna heimsleikana og að það sé í raun ekki toppurinn á tilverunni eins og margir halda. „Fólk trúir því ekki þegar ég segi þetta. Þau halda það að vinna heimsleikana sé það besta í heimi. Þau halda að það sé toppurinn á tilverunni og þar upplifir þú hámarksánægju. Það er ekki þannig,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir í heimildarmyndinni Gamesbound. Ben Bergeron, þjálfari Katrínar Tönju, bendir á þetta viðtal á Instagram síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram"If you don't like the journey that you're on, the destination is not going to make you happy."⠀ -@katrintanja⠀ ⠀ New documentary, Gamesbound, is live on the CompTrain YouTube channel.⠀ ⠀ #Gamesbound #CompTrain #Earned⠀ : @christinedca & @ianwittenber A post shared by Ben Bergeron (@benbergeron) on Jul 17, 2019 at 9:34am PDT „Það er frábær stund að vinna heimsleikana og ég get ekki einu sinni lýst tilfinningunni. Það sem skiptir mig meira máli er þó ferðalagið að baki sigrinum og fólkið sem hjálpaði mér að ná þangað,“ sagði Katrín Tanja. „Að vinna heimsleikana í CrossFit er meira staðfesting á því sem þú gerðir til að komast þangað,“ sagði Katrín Tanja. „Þú vinnur ekki heimsleikana á einum tímapunkti. Það tekur mörg, mörg ár að komast á toppinn. Með því að hafa vini þína með þér á þeirri leið og að fá að gera allt með liðinu þínu skiptir öllu máli. Ég vann að þessu markmiði með þjálfaranum mínum, umboðsmanninum mínum, fjölskyldu minni og bestu vinum. Allt í einu uppsker maður fyrir alla þessa vinnu,“ sagði Katrín Tanja. „Þegar allt á er botninn hvolft þá snýst þetta ekki um endastöðina heldur miklu meira um ferðalagið þangað. Ef þú elskar ekki ferðalagið þá mun endastöðin ekki gera þig ánægða heldur,“ sagði Katrín Tanja. Það má sjá brot úr viðtalinu við hana hér fyrir neðan.
CrossFit Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira