Katrín Tanja: Toppurinn á tilverunni er ekki að vinna heimsleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2019 09:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir. Skjámynd/Youtube/CompTrain Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur unnið heimsleikana í CrossFit tvisvar sinnum og hefur setta stefnuna á þriðja sigurinn um Verslunarmannahelgina. Katrín Tanja leggur gríðarlega mikið á sig í undirbúningi sínum fyrir heimsleikana og ætlar sér stóra hluti þar að venju. Í viðtali í heimildarmynd um undirbúning CrossFit fólks fyrir leikana í ár segir Katrín frá þeirri upplifun að vinna heimsleikana og að það sé í raun ekki toppurinn á tilverunni eins og margir halda. „Fólk trúir því ekki þegar ég segi þetta. Þau halda það að vinna heimsleikana sé það besta í heimi. Þau halda að það sé toppurinn á tilverunni og þar upplifir þú hámarksánægju. Það er ekki þannig,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir í heimildarmyndinni Gamesbound. Ben Bergeron, þjálfari Katrínar Tönju, bendir á þetta viðtal á Instagram síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram"If you don't like the journey that you're on, the destination is not going to make you happy."⠀ -@katrintanja⠀ ⠀ New documentary, Gamesbound, is live on the CompTrain YouTube channel.⠀ ⠀ #Gamesbound #CompTrain #Earned⠀ : @christinedca & @ianwittenber A post shared by Ben Bergeron (@benbergeron) on Jul 17, 2019 at 9:34am PDT „Það er frábær stund að vinna heimsleikana og ég get ekki einu sinni lýst tilfinningunni. Það sem skiptir mig meira máli er þó ferðalagið að baki sigrinum og fólkið sem hjálpaði mér að ná þangað,“ sagði Katrín Tanja. „Að vinna heimsleikana í CrossFit er meira staðfesting á því sem þú gerðir til að komast þangað,“ sagði Katrín Tanja. „Þú vinnur ekki heimsleikana á einum tímapunkti. Það tekur mörg, mörg ár að komast á toppinn. Með því að hafa vini þína með þér á þeirri leið og að fá að gera allt með liðinu þínu skiptir öllu máli. Ég vann að þessu markmiði með þjálfaranum mínum, umboðsmanninum mínum, fjölskyldu minni og bestu vinum. Allt í einu uppsker maður fyrir alla þessa vinnu,“ sagði Katrín Tanja. „Þegar allt á er botninn hvolft þá snýst þetta ekki um endastöðina heldur miklu meira um ferðalagið þangað. Ef þú elskar ekki ferðalagið þá mun endastöðin ekki gera þig ánægða heldur,“ sagði Katrín Tanja. Það má sjá brot úr viðtalinu við hana hér fyrir neðan. CrossFit Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Alvöru grannaslagur í Grindavík Serbía - Ísland | Taka tvö hjá stelpunum okkar Bein útsending: Upphitunarbardagar ICEBOX 9 í Kaplakrika Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Í beinni: Fram - FH | Meistarar síðustu tveggja ára mætast KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ Damir Muminovic til Grindavíkur „Okkar konur eiga meira skilið“ Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur unnið heimsleikana í CrossFit tvisvar sinnum og hefur setta stefnuna á þriðja sigurinn um Verslunarmannahelgina. Katrín Tanja leggur gríðarlega mikið á sig í undirbúningi sínum fyrir heimsleikana og ætlar sér stóra hluti þar að venju. Í viðtali í heimildarmynd um undirbúning CrossFit fólks fyrir leikana í ár segir Katrín frá þeirri upplifun að vinna heimsleikana og að það sé í raun ekki toppurinn á tilverunni eins og margir halda. „Fólk trúir því ekki þegar ég segi þetta. Þau halda það að vinna heimsleikana sé það besta í heimi. Þau halda að það sé toppurinn á tilverunni og þar upplifir þú hámarksánægju. Það er ekki þannig,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir í heimildarmyndinni Gamesbound. Ben Bergeron, þjálfari Katrínar Tönju, bendir á þetta viðtal á Instagram síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram"If you don't like the journey that you're on, the destination is not going to make you happy."⠀ -@katrintanja⠀ ⠀ New documentary, Gamesbound, is live on the CompTrain YouTube channel.⠀ ⠀ #Gamesbound #CompTrain #Earned⠀ : @christinedca & @ianwittenber A post shared by Ben Bergeron (@benbergeron) on Jul 17, 2019 at 9:34am PDT „Það er frábær stund að vinna heimsleikana og ég get ekki einu sinni lýst tilfinningunni. Það sem skiptir mig meira máli er þó ferðalagið að baki sigrinum og fólkið sem hjálpaði mér að ná þangað,“ sagði Katrín Tanja. „Að vinna heimsleikana í CrossFit er meira staðfesting á því sem þú gerðir til að komast þangað,“ sagði Katrín Tanja. „Þú vinnur ekki heimsleikana á einum tímapunkti. Það tekur mörg, mörg ár að komast á toppinn. Með því að hafa vini þína með þér á þeirri leið og að fá að gera allt með liðinu þínu skiptir öllu máli. Ég vann að þessu markmiði með þjálfaranum mínum, umboðsmanninum mínum, fjölskyldu minni og bestu vinum. Allt í einu uppsker maður fyrir alla þessa vinnu,“ sagði Katrín Tanja. „Þegar allt á er botninn hvolft þá snýst þetta ekki um endastöðina heldur miklu meira um ferðalagið þangað. Ef þú elskar ekki ferðalagið þá mun endastöðin ekki gera þig ánægða heldur,“ sagði Katrín Tanja. Það má sjá brot úr viðtalinu við hana hér fyrir neðan.
CrossFit Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Alvöru grannaslagur í Grindavík Serbía - Ísland | Taka tvö hjá stelpunum okkar Bein útsending: Upphitunarbardagar ICEBOX 9 í Kaplakrika Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Í beinni: Fram - FH | Meistarar síðustu tveggja ára mætast KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ Damir Muminovic til Grindavíkur „Okkar konur eiga meira skilið“ Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sjá meira