Áströlsk kona sögð hafa afhöfðað móður sína Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2019 11:51 Lögreglan í Sydney að störfum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. getty/Brook Mitchell Kona hefur verið ákærð fyrir morð eftir að hafa, að því er fullyrt er, afhöfðað móður sína á meðan fjögurra ára gamall frændi þeirra fylgdist með. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky. Lögreglan hefur ekki staðfest hvaða áverka móðirin hlaut en ástralskir fjölmiðlar hafa greint frá því að hún hafi verið afhöfðuð í Sydney borg í Ástralíu á aðfaranótt sunnudags. Brett McFadden, yfirrannsóknarlögreglumaður, lýsti aðkomunni á vettvangi sem „meðal þeirra eftirtektarverðustu og viðbjóðslegustu glæpavettvanga sem lögreglan hefur séð,“ og bætti við að áverkar á fórnarlambinu hafi verið „heilmiklir.“ Hann sagði lögregluna telja að mæðgurnar hafi rifist og hafi rifrildið orðið ofbeldisfullt. Ástralskir miðlar hafa nafngreint konuna og á hún að hafa heitið Rita Camilleri. Hún var 57 ára gömul. Lögregla hefur enn ekki staðfest þetta. Nágrannar hennar hringdu á lögregluna á aðfaranótt sunnudags vegna láta og fannst lík móðurinnar á heimilinu og var það illa leikið. Dóttirin var handtekin fyrir utan heimili nágranna og fjögurra ára gamli drengurinn var færður á sjúkrahús vegna smávægilegra höfuðáverka segir lögregla. Lögreglumönnum sem unnu á vettvangi hefur verið boðin sálfræðiaðstoð. „Rannsóknarlögreglumennirnir eru að vinna sig í gegn um öll gögnin sem við höfum en þetta mál er mjög flókið og rannsóknin erfið,“ bætti McFadden við. „Hún er líka á frumstigi og eins og þið eflaust skiljið er enn mjög langt í land.“ Hann sagði í samtali við The Australian Broadcasting Corporation: „Við teljum á þessu stigi málsins að nokkrir hnífar hafi verið notaðir á meðan á atvikinu stóð.“ „Ég get ekki greint frá því hvers konar hnífar það voru.“ Dóttirin, sem ástralskir miðlar hafa nefnt sem Jessicu Camilleri, 25 ára, hefur komið fyrir dóm og beðið hefur verið um að heilsa hennar verði metin. Hún sagði við dóminn að hún væri andlega veik og ætti við fleiri veikindi að stríða og bætti við: „Ég gat ekki einu sinni þvegið mér almennilega þegar ég fór í sturtu til að ná öllu blóðinu af mér.“ Ástralía Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Kona hefur verið ákærð fyrir morð eftir að hafa, að því er fullyrt er, afhöfðað móður sína á meðan fjögurra ára gamall frændi þeirra fylgdist með. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky. Lögreglan hefur ekki staðfest hvaða áverka móðirin hlaut en ástralskir fjölmiðlar hafa greint frá því að hún hafi verið afhöfðuð í Sydney borg í Ástralíu á aðfaranótt sunnudags. Brett McFadden, yfirrannsóknarlögreglumaður, lýsti aðkomunni á vettvangi sem „meðal þeirra eftirtektarverðustu og viðbjóðslegustu glæpavettvanga sem lögreglan hefur séð,“ og bætti við að áverkar á fórnarlambinu hafi verið „heilmiklir.“ Hann sagði lögregluna telja að mæðgurnar hafi rifist og hafi rifrildið orðið ofbeldisfullt. Ástralskir miðlar hafa nafngreint konuna og á hún að hafa heitið Rita Camilleri. Hún var 57 ára gömul. Lögregla hefur enn ekki staðfest þetta. Nágrannar hennar hringdu á lögregluna á aðfaranótt sunnudags vegna láta og fannst lík móðurinnar á heimilinu og var það illa leikið. Dóttirin var handtekin fyrir utan heimili nágranna og fjögurra ára gamli drengurinn var færður á sjúkrahús vegna smávægilegra höfuðáverka segir lögregla. Lögreglumönnum sem unnu á vettvangi hefur verið boðin sálfræðiaðstoð. „Rannsóknarlögreglumennirnir eru að vinna sig í gegn um öll gögnin sem við höfum en þetta mál er mjög flókið og rannsóknin erfið,“ bætti McFadden við. „Hún er líka á frumstigi og eins og þið eflaust skiljið er enn mjög langt í land.“ Hann sagði í samtali við The Australian Broadcasting Corporation: „Við teljum á þessu stigi málsins að nokkrir hnífar hafi verið notaðir á meðan á atvikinu stóð.“ „Ég get ekki greint frá því hvers konar hnífar það voru.“ Dóttirin, sem ástralskir miðlar hafa nefnt sem Jessicu Camilleri, 25 ára, hefur komið fyrir dóm og beðið hefur verið um að heilsa hennar verði metin. Hún sagði við dóminn að hún væri andlega veik og ætti við fleiri veikindi að stríða og bætti við: „Ég gat ekki einu sinni þvegið mér almennilega þegar ég fór í sturtu til að ná öllu blóðinu af mér.“
Ástralía Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira