Upptökur af því þegar Íranir hertóku olíuflutningaskip birtar Kjartan Kjartansson skrifar 21. júlí 2019 08:01 Skjáskot sem íranski byltingarvörðurinn birti af því þegar liðsmenn hans hertóku flutningaskipið á föstudag. Vísir/EPA Íranski byltingarvörðurinn birti í gær myndband sem sýnir grímuklædda og vopnaða hermenn síga um borð í olíuflutningaskip sem siglir undir bresku flaggi úr þyrlu. Hljóðupptökur sem einnig voru birtar sýna hvernig stjórnendur breskrar freigátu vöruðu Írani við því að hafa afskipti af flutningaskipinu. Olíuflutningaskipið og áhöfn þess var færð til hafnar í Íran á föstudag. Írönsk yfirvöld fullyrða að skipið hafi brotið alþjóðalög með því að hafa rekist á fiskiskip á Hormússundi og ekki sinnt köllum þess. Bresk stjórnvöld fullyrða aftur á móti að flutningaskipið, sem er í eigu sænskrar útgerðar, hafi verið innan lögsögu Óman þegar íranski byltingarvörðurinn hertók það. Á hljóðupptöku sem breskt öryggisfyrirtæki komst yfir og birti heyrast stjórnendur íransks skips skipa flutningaskipinu Stena Impero að breyta um stefnu. „Ef þið hlýðið verðið þið öruggir,“ segja Íranirnir, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Stjórnendur freigátu breska sjóhersins HMS Montrose skerast þá í leikinn og segja Stena Impero að ekki megi hindra för þess á alþjóðlegri siglingarleið. Þá biðja þeir írönsku byltingarverðina um að staðfesta að þeir ætli ekki að brjóta alþjóðalög með því að reyna að ganga um borð í flutningaskipið. Freigátunni tókst þó ekki að koma í veg fyrir að flutningaskipið væri hertekið. Vaxandi spenna hefur færst í samskipti Bretlands og Írans undanfarið. Írönsk stjórnvöld hafa reynt að þrýsta á Breta og aðrar Evrópuþjóðir að halda lífi í kjarnorkusamningnum sem Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði skilið við í fyrra. Íranir hafa verið sakaðir um að ráðast á skip á Hormússundi, einni fjölförnustu siglingarleið heims en þeir hafa neitað öllum slíkum ásökunum. Þeir reiddust Bretum þegar för íransks flutningaskips var stöðvuð við Gíbraltar fyrr í þessum mánuði. Talið var að skipið flytti olíu til Sýrlands í trássi við þvingunaraðgerðir Evrópusambandsins. Íranir hótuðu þá að hertaka breskt skip á móti. Bretland Íran Tengdar fréttir Breska skipið komið til hafnar í Íran Utanríkisráðherra Bretlands segir að afleiðingarnir verði alvarlegar skili írönsk stjórnvöld ekki olíuskipi sem þeir hertóku í gær. 20. júlí 2019 08:22 Bandarískar hersveitir sendar í fyrsta sinn til Sádi-Arabíu í 16 ár Höfuðstöðvar bandaríska varnarmálaráðuneytisins tilkynntu í dag að verið væri að senda bandarískar hersveitir til Sádi-Arabíu til að verja hagsmuni Bandaríkjanna frá líklegri ógn. 20. júlí 2019 11:12 Utanríkisráðherra Bretlands hvetur Íran til að láta af "ólöglegri“ hertöku Hunt segir að aðgerðir Írana veki upp alvarlegar spurningar um öryggi breskra og alþjóðlegra flutningaskipa sem sigli í gegnum Hormússund. 20. júlí 2019 17:30 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Íranski byltingarvörðurinn birti í gær myndband sem sýnir grímuklædda og vopnaða hermenn síga um borð í olíuflutningaskip sem siglir undir bresku flaggi úr þyrlu. Hljóðupptökur sem einnig voru birtar sýna hvernig stjórnendur breskrar freigátu vöruðu Írani við því að hafa afskipti af flutningaskipinu. Olíuflutningaskipið og áhöfn þess var færð til hafnar í Íran á föstudag. Írönsk yfirvöld fullyrða að skipið hafi brotið alþjóðalög með því að hafa rekist á fiskiskip á Hormússundi og ekki sinnt köllum þess. Bresk stjórnvöld fullyrða aftur á móti að flutningaskipið, sem er í eigu sænskrar útgerðar, hafi verið innan lögsögu Óman þegar íranski byltingarvörðurinn hertók það. Á hljóðupptöku sem breskt öryggisfyrirtæki komst yfir og birti heyrast stjórnendur íransks skips skipa flutningaskipinu Stena Impero að breyta um stefnu. „Ef þið hlýðið verðið þið öruggir,“ segja Íranirnir, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Stjórnendur freigátu breska sjóhersins HMS Montrose skerast þá í leikinn og segja Stena Impero að ekki megi hindra för þess á alþjóðlegri siglingarleið. Þá biðja þeir írönsku byltingarverðina um að staðfesta að þeir ætli ekki að brjóta alþjóðalög með því að reyna að ganga um borð í flutningaskipið. Freigátunni tókst þó ekki að koma í veg fyrir að flutningaskipið væri hertekið. Vaxandi spenna hefur færst í samskipti Bretlands og Írans undanfarið. Írönsk stjórnvöld hafa reynt að þrýsta á Breta og aðrar Evrópuþjóðir að halda lífi í kjarnorkusamningnum sem Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði skilið við í fyrra. Íranir hafa verið sakaðir um að ráðast á skip á Hormússundi, einni fjölförnustu siglingarleið heims en þeir hafa neitað öllum slíkum ásökunum. Þeir reiddust Bretum þegar för íransks flutningaskips var stöðvuð við Gíbraltar fyrr í þessum mánuði. Talið var að skipið flytti olíu til Sýrlands í trássi við þvingunaraðgerðir Evrópusambandsins. Íranir hótuðu þá að hertaka breskt skip á móti.
Bretland Íran Tengdar fréttir Breska skipið komið til hafnar í Íran Utanríkisráðherra Bretlands segir að afleiðingarnir verði alvarlegar skili írönsk stjórnvöld ekki olíuskipi sem þeir hertóku í gær. 20. júlí 2019 08:22 Bandarískar hersveitir sendar í fyrsta sinn til Sádi-Arabíu í 16 ár Höfuðstöðvar bandaríska varnarmálaráðuneytisins tilkynntu í dag að verið væri að senda bandarískar hersveitir til Sádi-Arabíu til að verja hagsmuni Bandaríkjanna frá líklegri ógn. 20. júlí 2019 11:12 Utanríkisráðherra Bretlands hvetur Íran til að láta af "ólöglegri“ hertöku Hunt segir að aðgerðir Írana veki upp alvarlegar spurningar um öryggi breskra og alþjóðlegra flutningaskipa sem sigli í gegnum Hormússund. 20. júlí 2019 17:30 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Breska skipið komið til hafnar í Íran Utanríkisráðherra Bretlands segir að afleiðingarnir verði alvarlegar skili írönsk stjórnvöld ekki olíuskipi sem þeir hertóku í gær. 20. júlí 2019 08:22
Bandarískar hersveitir sendar í fyrsta sinn til Sádi-Arabíu í 16 ár Höfuðstöðvar bandaríska varnarmálaráðuneytisins tilkynntu í dag að verið væri að senda bandarískar hersveitir til Sádi-Arabíu til að verja hagsmuni Bandaríkjanna frá líklegri ógn. 20. júlí 2019 11:12
Utanríkisráðherra Bretlands hvetur Íran til að láta af "ólöglegri“ hertöku Hunt segir að aðgerðir Írana veki upp alvarlegar spurningar um öryggi breskra og alþjóðlegra flutningaskipa sem sigli í gegnum Hormússund. 20. júlí 2019 17:30