Segir sýslumannsembættið halda fólki í gíslingu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. júlí 2019 21:00 Kolbrún Garðarsdóttir lögmaður. Kerfið heldur fólki í gíslingu með langri bið við afgreiðslu mála á fjölskyldusviði Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, að mati lögmanns sem sérhæfir sig í persónurétti. Ástandið sé grafalvarlegt og sameining sýslumannaembættanna hafi eingöngu haft neikvæð áhrif. Í upphafi árs 2015 var sýslumannsembættum fækkað úr 24 í 9 með það að markmiði að efla embættin. Í fréttum okkar fyrr á árinu benti formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á að nýleg stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um embættin leiði í ljós að þar ríki ófremdarástand. Úttektin sýni að engin af þeim markmiðum sem ná átti með sameiningunni hafi tekist. Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður sem sérhæfir sig í persónurétti, segir algjörlega ólíðandi að fólk þurfi að bíða uppundir ár með að fá lausn sinna mála. Líf fólks, sem lögum samkvæmt þarf að senda erindi til sýslumanns, sé bara í biðstöðu. „Það getur kannski ekki ákveðið hvar börnin eiga að fara í skóla, það eru þá einhverjar undanþágur varðandi það. Það getur ekki fariðí sundur og verður kannski að búa á sama lögheimili því hvorugt vill flytja lögheimilið frá börnunum sínum. Auðvitað hefur þetta gríðarlega mikil áhrif. Líka út á við, bara á lífið sjálft,“ segir Kolbrún. Sameining embættanna hafi ekki verið hugsuð til enda. „Henni fylgdi ekki fjármagn til þess að sinna þessu fólki. Það er alveg ljóst að fólki á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað. Starfsmönnum á fjölskyldusviði var ekki fjölgað þrátt fyrir sameiningu embættanna. Þannig að það segir sig sjálft að fólk situr bara á hakanum. Það er bara í gíslingu kerfisins,“ segir hún. Málin séu af ýmsum toga, sum flókin en svo séu líka bara einföld mál sem lögum samkvæmt verða að fara í gegnum sýslumann. „Maður veltir fyrir sér hverra hagsmuna þessi breyting átti aðþjóna. Er það kerfið? Eða átti þetta að vera fyrir fólkið? Ef það var fyrir fólkiðþá er það greinilega ekki að skila sér,“ segir hún. Fjölskyldumál Stjórnsýsla Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Kerfið heldur fólki í gíslingu með langri bið við afgreiðslu mála á fjölskyldusviði Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, að mati lögmanns sem sérhæfir sig í persónurétti. Ástandið sé grafalvarlegt og sameining sýslumannaembættanna hafi eingöngu haft neikvæð áhrif. Í upphafi árs 2015 var sýslumannsembættum fækkað úr 24 í 9 með það að markmiði að efla embættin. Í fréttum okkar fyrr á árinu benti formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á að nýleg stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um embættin leiði í ljós að þar ríki ófremdarástand. Úttektin sýni að engin af þeim markmiðum sem ná átti með sameiningunni hafi tekist. Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður sem sérhæfir sig í persónurétti, segir algjörlega ólíðandi að fólk þurfi að bíða uppundir ár með að fá lausn sinna mála. Líf fólks, sem lögum samkvæmt þarf að senda erindi til sýslumanns, sé bara í biðstöðu. „Það getur kannski ekki ákveðið hvar börnin eiga að fara í skóla, það eru þá einhverjar undanþágur varðandi það. Það getur ekki fariðí sundur og verður kannski að búa á sama lögheimili því hvorugt vill flytja lögheimilið frá börnunum sínum. Auðvitað hefur þetta gríðarlega mikil áhrif. Líka út á við, bara á lífið sjálft,“ segir Kolbrún. Sameining embættanna hafi ekki verið hugsuð til enda. „Henni fylgdi ekki fjármagn til þess að sinna þessu fólki. Það er alveg ljóst að fólki á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað. Starfsmönnum á fjölskyldusviði var ekki fjölgað þrátt fyrir sameiningu embættanna. Þannig að það segir sig sjálft að fólk situr bara á hakanum. Það er bara í gíslingu kerfisins,“ segir hún. Málin séu af ýmsum toga, sum flókin en svo séu líka bara einföld mál sem lögum samkvæmt verða að fara í gegnum sýslumann. „Maður veltir fyrir sér hverra hagsmuna þessi breyting átti aðþjóna. Er það kerfið? Eða átti þetta að vera fyrir fólkið? Ef það var fyrir fólkiðþá er það greinilega ekki að skila sér,“ segir hún.
Fjölskyldumál Stjórnsýsla Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira