Mýtur um veitt og sleppt á laxi Karl Lúðvíksson skrifar 31. júlí 2019 10:00 Hafrannsóknarstofnun hefur gefið út tilmæli til veiðimanna með að sleppa öllum veiddum laxi í sumar þar sem göngur eru með allra minnsta móti. Veitt og sleppt hefur ekkert annað en jákvæð áhrif á vatnasvæðin en það eru margar mýtur í gangi um að sleppa laxi sem sumar eru svo miklar rangfærslur að þeim verður bara að svara. Vefmiðilinn BB.is setti inn þessa grein fyrir stuttu sem er svo full af rangfærslum að okkur rennur blóðið til skyldunnar til að svara þessu. 1. Veitt og sleppt drepur lax. Nei, það gerir það ekki. Ef svo væri væru veiðimenn og leiðsögumenn í laxveiðiánum varir við dauða fiska um alla á en svo er ekki. Undirritaður hefur verið við leiðsögn og staðarhald í Langá á Mýrum síðan 2015 og fundið tvo dauða laxa á þeim tíma. Það er allt og sumt. Ef þú heldur að við sjáum ekki dauða laxa í ánum eða heldur að þeir fljóti hratt til hafs er það rangt. Þeir sökkva og sjást mjög vel í hyljunum ef þetta gerist sbr. þessa tvo sem ég hef fundið. 2. Veitt og sleppt fer illa með laxinn og er ekki dæmi um velferð dýra. Sko, þetta er sport, laxinn tekur, það er tekist á við hann og honum er sleppt. Hann lifir af, hrygnir og heldur við stofninum í ánni. Ef greinarhöfundum er annt um velferð laxfiska má benda á meðferð eldislaxa sem eru aldir og slátrað, en hvernig það samræmist dýravelferð er mér ráðgáta. 3. Lax sem hefur verið veitt og sleppt verður tökufælinn. Dæmi eru um laxa sem hafa verið veiddir 3-4 sinnum yfir sumarið (já það er lítið mál að þekkja þá), svo þetta er ekki rétt fullyrðing. 4. Þessi setning úr ofannefndri grein: "Að þeirra sögn er þetta ekki góð ráðgjöf þar sem veiða og sleppa aðferðin hafi slæm áhrif á laxinn og samrýmist varla reglum um dýravelferð. Þá sýni rannsóknir að laxinn læri að forðast öngulinn og að sá lærdómur flytist yfir á aðra laxa." Í hvaða rannsóknir er verið að vísa og hvaða tilgangi þjónar svona fullyrðing? Hér hefði verið rétt að ræða við leiðsögumenn með áratuga reynslu sem geta hrakið þessa fullyrðingu með reynslu við árnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stangveiði Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Hafrannsóknarstofnun hefur gefið út tilmæli til veiðimanna með að sleppa öllum veiddum laxi í sumar þar sem göngur eru með allra minnsta móti. Veitt og sleppt hefur ekkert annað en jákvæð áhrif á vatnasvæðin en það eru margar mýtur í gangi um að sleppa laxi sem sumar eru svo miklar rangfærslur að þeim verður bara að svara. Vefmiðilinn BB.is setti inn þessa grein fyrir stuttu sem er svo full af rangfærslum að okkur rennur blóðið til skyldunnar til að svara þessu. 1. Veitt og sleppt drepur lax. Nei, það gerir það ekki. Ef svo væri væru veiðimenn og leiðsögumenn í laxveiðiánum varir við dauða fiska um alla á en svo er ekki. Undirritaður hefur verið við leiðsögn og staðarhald í Langá á Mýrum síðan 2015 og fundið tvo dauða laxa á þeim tíma. Það er allt og sumt. Ef þú heldur að við sjáum ekki dauða laxa í ánum eða heldur að þeir fljóti hratt til hafs er það rangt. Þeir sökkva og sjást mjög vel í hyljunum ef þetta gerist sbr. þessa tvo sem ég hef fundið. 2. Veitt og sleppt fer illa með laxinn og er ekki dæmi um velferð dýra. Sko, þetta er sport, laxinn tekur, það er tekist á við hann og honum er sleppt. Hann lifir af, hrygnir og heldur við stofninum í ánni. Ef greinarhöfundum er annt um velferð laxfiska má benda á meðferð eldislaxa sem eru aldir og slátrað, en hvernig það samræmist dýravelferð er mér ráðgáta. 3. Lax sem hefur verið veitt og sleppt verður tökufælinn. Dæmi eru um laxa sem hafa verið veiddir 3-4 sinnum yfir sumarið (já það er lítið mál að þekkja þá), svo þetta er ekki rétt fullyrðing. 4. Þessi setning úr ofannefndri grein: "Að þeirra sögn er þetta ekki góð ráðgjöf þar sem veiða og sleppa aðferðin hafi slæm áhrif á laxinn og samrýmist varla reglum um dýravelferð. Þá sýni rannsóknir að laxinn læri að forðast öngulinn og að sá lærdómur flytist yfir á aðra laxa." Í hvaða rannsóknir er verið að vísa og hvaða tilgangi þjónar svona fullyrðing? Hér hefði verið rétt að ræða við leiðsögumenn með áratuga reynslu sem geta hrakið þessa fullyrðingu með reynslu við árnar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun