Segjast hafa borgað konunum meira en körlunum undanfarin ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2019 09:30 Megan Rapinoe og félagar í bandaríska landsliðinu eru skiljanlega ósáttar með nýjasta útspil bandaríska sambandsins. Getty/Catherine Ivill Nýjasta útspil bandaríska knattspyrnusambandsins er að halda því fram að knattspyrnukonurnar hafi fengið miklu meiri pening en knattspyrnukarlarnir undanfarin tíu ár. Carlos Cordeiro, forseti bandaríska knattspyrnusambandsins, hefur snúið vörn í sókn í launadeilunni við leikmenn bandaríska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Bandarísku stelpurnar urðu heimsmeistarar á dögunum en standa jafnframt í málaferlum við bandaríska knattspyrnusambandið til að fá jafnmikið borgað og karlarnir. Nýjasta innleggið frá umræddum Carlos Cordeiro er að setja fram niðurstöður úr rannsókn bandaríska knattspyrnusambandsins á greiðslum til kvenna- og karlalandsliðs Bandaríkjanna.US Soccer president Carlos Cordeiro writes new letter to federation members that includes what US Soccer says are details of USWNT vs USMNT pay/investment over the last decade. USWNT players will likely dispute that as mediation takes place soon. pic.twitter.com/e7o7i3ulXB — Grant Wahl (@GrantWahl) July 29, 2019Í þeim tölum kemur fram að sambandið hafi greitt leikmönnum kvennalandsliðsins milljónum dollara meira en leikmönnum karlalandsliðsins á undanförnum áratug. Bandarísku knattspyrnukonurnar hafa verið með mikinn meðbyr í seglin í þessum launadeilum síðan að þær tryggðu sér heimsmeistaratitilinn. Karlarnir hefðu hins vegar fengið miklu meiri pening ef þeir hefðu náð sama árangri á þær. Það var fjórði heimsmeistaratitill bandaríska kvennalandsliðsins en besti árangur karlaliðsins í nútíma fótbolta eru átta liða úrslit á HM 2002. Bandaríska karlalandsliðið komst ekki á síðasta HM sem fór fram í Rússlandi í fyrra. Sama kvöld og bandarísku stelpurnar tryggðu sér sinn annan heimsmeistaratitil í röð þá tapaði bandaríska karlalandsliðið á móti Mexíkó í úrslitaleik Gullbikarsins, álfukeppni Norður- og Mið-Ameríku. Samkvæmt upplýsingunum sem Carlos Cordeiro kynnti í gær þá hafa leikmenn bandaríska kvennalandsliðsins fengið borgaðar samanlagt 34,1 milljón Bandaríkjadala frá 2010 til 2018 en þar eru við að tala um bæði laun og bónusgreiðslur. Inn í þessu eru laun bandaríska landsliðskvenna í kvennadeildinni sem sambandið borgar.Cordeiro: "As you’ll see—separate and apart from any prize money awarded by FIFA—U.S. Soccer has, over the past decade, paid our WNT more than our MNT in salaries and game bonuses, and we continue to make unprecedented investments in our women’s program." https://t.co/5cMKYl7BaM — Ian Thomas (@byIanThomas) July 29, 2019Leikmenn karlalandsliðsins hafa „bara“ fengið 26,4 milljónir Bandaríkjadala í laun og bónusa á sama tíma. Inn í þessum tölum eru þó ekki bónusgreiðslur frá Alþjóða knattspyrnusambandinu á sama tímabili. Bandaríska sambandið hefur fengið 41 milljón Bandaríkjadala fyrir árangur karlaliðsins frá FIFA en aðeins 39,7 milljónir Bandaríkjadala fyrir árangur kvennaliðsins sem hefur samt unnið tvo heimsmeistaratitla og komist þrisvar í úrslitaleik HM á þessum tíma. Um leið segir Carlos Cordeiro að bandaríska knattspyrnusambandið geti ekki borið ábyrgð á mismunandi greiðslum FIFA eftir kynjum. Molly Levinson, talsmaður bandarísku knattspyrnukvennanna, var fljót að senda frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að þeirra mati sé þetta sorgleg tilraun til að berjast á móti öllum stuðningnum sem knattspyrnukonurnar hafa fengið með sínu baráttumáli fyrir kynjajafnfrétti hjá bandaríska sambandinu. Svar hennar má sjá hér fyrir neðan.Here's the response from USWNT players spokesperson Molly Levinson to today's letter from US Soccer president Carlos Cordeiro and the federation's contention that it has paid the USWNT more than the USMNT over the past decade. pic.twitter.com/sOpqDx1g4U — Grant Wahl (@GrantWahl) July 29, 2019 HM 2018 í Rússlandi HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Sjá meira
Nýjasta útspil bandaríska knattspyrnusambandsins er að halda því fram að knattspyrnukonurnar hafi fengið miklu meiri pening en knattspyrnukarlarnir undanfarin tíu ár. Carlos Cordeiro, forseti bandaríska knattspyrnusambandsins, hefur snúið vörn í sókn í launadeilunni við leikmenn bandaríska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Bandarísku stelpurnar urðu heimsmeistarar á dögunum en standa jafnframt í málaferlum við bandaríska knattspyrnusambandið til að fá jafnmikið borgað og karlarnir. Nýjasta innleggið frá umræddum Carlos Cordeiro er að setja fram niðurstöður úr rannsókn bandaríska knattspyrnusambandsins á greiðslum til kvenna- og karlalandsliðs Bandaríkjanna.US Soccer president Carlos Cordeiro writes new letter to federation members that includes what US Soccer says are details of USWNT vs USMNT pay/investment over the last decade. USWNT players will likely dispute that as mediation takes place soon. pic.twitter.com/e7o7i3ulXB — Grant Wahl (@GrantWahl) July 29, 2019Í þeim tölum kemur fram að sambandið hafi greitt leikmönnum kvennalandsliðsins milljónum dollara meira en leikmönnum karlalandsliðsins á undanförnum áratug. Bandarísku knattspyrnukonurnar hafa verið með mikinn meðbyr í seglin í þessum launadeilum síðan að þær tryggðu sér heimsmeistaratitilinn. Karlarnir hefðu hins vegar fengið miklu meiri pening ef þeir hefðu náð sama árangri á þær. Það var fjórði heimsmeistaratitill bandaríska kvennalandsliðsins en besti árangur karlaliðsins í nútíma fótbolta eru átta liða úrslit á HM 2002. Bandaríska karlalandsliðið komst ekki á síðasta HM sem fór fram í Rússlandi í fyrra. Sama kvöld og bandarísku stelpurnar tryggðu sér sinn annan heimsmeistaratitil í röð þá tapaði bandaríska karlalandsliðið á móti Mexíkó í úrslitaleik Gullbikarsins, álfukeppni Norður- og Mið-Ameríku. Samkvæmt upplýsingunum sem Carlos Cordeiro kynnti í gær þá hafa leikmenn bandaríska kvennalandsliðsins fengið borgaðar samanlagt 34,1 milljón Bandaríkjadala frá 2010 til 2018 en þar eru við að tala um bæði laun og bónusgreiðslur. Inn í þessu eru laun bandaríska landsliðskvenna í kvennadeildinni sem sambandið borgar.Cordeiro: "As you’ll see—separate and apart from any prize money awarded by FIFA—U.S. Soccer has, over the past decade, paid our WNT more than our MNT in salaries and game bonuses, and we continue to make unprecedented investments in our women’s program." https://t.co/5cMKYl7BaM — Ian Thomas (@byIanThomas) July 29, 2019Leikmenn karlalandsliðsins hafa „bara“ fengið 26,4 milljónir Bandaríkjadala í laun og bónusa á sama tíma. Inn í þessum tölum eru þó ekki bónusgreiðslur frá Alþjóða knattspyrnusambandinu á sama tímabili. Bandaríska sambandið hefur fengið 41 milljón Bandaríkjadala fyrir árangur karlaliðsins frá FIFA en aðeins 39,7 milljónir Bandaríkjadala fyrir árangur kvennaliðsins sem hefur samt unnið tvo heimsmeistaratitla og komist þrisvar í úrslitaleik HM á þessum tíma. Um leið segir Carlos Cordeiro að bandaríska knattspyrnusambandið geti ekki borið ábyrgð á mismunandi greiðslum FIFA eftir kynjum. Molly Levinson, talsmaður bandarísku knattspyrnukvennanna, var fljót að senda frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að þeirra mati sé þetta sorgleg tilraun til að berjast á móti öllum stuðningnum sem knattspyrnukonurnar hafa fengið með sínu baráttumáli fyrir kynjajafnfrétti hjá bandaríska sambandinu. Svar hennar má sjá hér fyrir neðan.Here's the response from USWNT players spokesperson Molly Levinson to today's letter from US Soccer president Carlos Cordeiro and the federation's contention that it has paid the USWNT more than the USMNT over the past decade. pic.twitter.com/sOpqDx1g4U — Grant Wahl (@GrantWahl) July 29, 2019
HM 2018 í Rússlandi HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Sjá meira