Grobbaði sig af fjölda stuðningsmanna og níddi andstæðing við sjúkrahússstarfsfólk Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2019 21:47 Trump ræðir við fréttamenn í forsetaflugvélinni eftir stoppið í Dayton í gær. AP/Evan Vucci Myndband frá heimsókn Donalds Trump Bandaríkjaforseta á sjúkrahús í El Paso í Texas þar sem mannskæð skotárás var gerð sýnir að hann ræddi við heilbrigðisstarfsmenn um hversu margir hafi mætt á baráttufund hans í borginni og gagnrýndi þingmann demókrata sem er þaðan. Heimsókn forsetans í gær vakti mótmæli og deilur. Trump og föruneyti hans heimsóttu El Paso í Texas og Dayton í Ohio þar sem byssumenn frömdu fjöldamorð um helgina. Mótmæli voru skipulögð gegn heimsókninni í báðum borgum en forsetinn hefur verið sakaður um að deila ábyrgð á morðunum í El Paso með hatrammri orðræðu sinni gegn innflytjendum og hælisleitendum. Morðinginn í El Paso virðist hafa framið ódæðið vegna andúðar sinnar á innflytjendum af rómönskum ættum. Hann myrti 22 viðskiptavini Walmart-verslunar í landamæraborginni. Engar opinberar ræður voru á dagskrá heimsóknar Trump til borganna tveggja en hann hitti viðbragðsaðila, fórnarlömb og aðstandendur þeirra á sjúkrahúsum þar. Fjölmiðlum var ekki leyft að fylgjast með því þegar Trump hitti fólkið. Hvíta húsið gaf það út að tilefnið væri ekki við hæfi fyrir myndatökur. Skömmu síðar birti það hins vegar sjálft myndir og myndbönd af fundi Trump á sjúkrahúsinu í Dayton. CBS4-sjónvarpsstöðin í El Paso komst yfir myndband sem sýnir samskipti Trump við heilbrigðisstarfsfólk á sjúkrahúsinu þar. Lofaði hann störf þess og sagði þau umtöluð um allan heim.This is viewer video of President @realDonaldTrump and @FLOTUS at @umcelpaso meeting with victims and medical staff. Send us any photos/videos of president Trump's visit to #ElPaso and we may show it on TV. Upload here: https://t.co/UHa4MdGOH4 pic.twitter.com/DD5otJtYEg— CBS4Local (@CBS4Local) August 8, 2019 Þar heyrist hann einnig minnast á að hann hafi haldið baráttufund í El Paso fyrr á þessu ári og endurtók fyrri ósannindi um að tvöfalt fleira fólk hafi verið fyrir utan salinn þar sem fundurinn var haldinn en var inni. Forsetinn skuldar borgaryfirvöldum enn um hálfa milljón dollara vegna kostnaðar við fundinn, að sögn Politico. „Þetta var aldeilis mannfjöldi. Við vorum með tvöfalt fleiri fyrir utan,“ sagði Trump. Bar forsetinn aðsókn stuðningsmanna sinna á fundinn saman við hversu margir hefðu mætt á fund hjá Beto O‘Rourke, frambjóðanda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar, sem teflt var fram gegn fundi forsetans í febrúar. O‘Rourke er frá El Paso. „Svo vorum við með þennan klikkaða Beto. Beto var með eitthvað eins og 400 manns á bílastæði og þeir sögðu að aðsóknin hefði verið frábær,“ sagði forsetinn við viðbragðsaðila. O‘Rourke svaraði Trump á Twitter í dag. „Þetta samfélag einbeitir sér að því að græða sárin. Ekki að hatri. Ekki að rasisma. Sannarlega ekki að aðsókn,“ tísti fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaðurinn.This community is focused on healing. Not hatred. Not racism. Certainly not crowd sizes. Our community — and our country — will not be defined by @realdonaldtrump's smallness. We will be defined by the love, compassion, and strength of El Paso. https://t.co/etBaR9W0eA— Beto O'Rourke (@BetoORourke) August 8, 2019 Óttuðust að fjölmiðlar tækju upp ónærgætin ummæliWashington Post segir að ráðgjafar Trump telji að heimsóknirnar hafi ekki farið eins og best hafi orðið á kosið. Trump hafi eytt stórum hluta dagsins í að herja á pólitíska andstæðinga sína á milli þess sem hann átti að nafninu til að veita íbúum tveggja borga í sárum huggun. Þannig deildu bæði Trump og blaðafulltrúi Hvíta hússins hart á borgarstjóra Dayton og öldungadeildarþingmann demókrata frá Ohio fyrir að hafa „algerlega misvísandi“ mynd af heimsókn forsetans á sjúkrahús þar í borg. Demókratarnir höfðu engu að síður lýst því hvernig forsetinn hefði fengið hlýlegar móttökur þar og Trump hefði gert vel með því að hitta fólkið þar. Ekki er ljóst hvað það var sem reitti Trump og Hvíta húsið til reiði. Heimildir blaðsins herma að Hvíta húsið hafi ákveðið að leyfa fjölmiðlum ekki að fylgjast með heimsókn Trump á sjúkrahúsinu í Dayton af ótta við að þeir gætu tekið upp ónærgætin ummæli eða óhyggileg augnablik. Trump er sagður hafa ausið skömmum yfir ráðgjafa sína í forsetaflugvélinni á milli Dayton og El Paso yfir því að fjölmiðlum hafi ekki verið leyft að mynda heimsóknina á sjúkrahúsið í Dayton. Taldi hann sig ekki fá nógu mikið hrós fyrir heimsókina og viðbrögð sín við skotárásunum um helgina. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fórnarlömb í El Paso vildu ekki hitta Trump í umdeildri heimsókn Heimsóknir Trumps til El Paso og Dayton í Ohio ollu miklu fjaðrafoki meðal andstæðinga hans. 8. ágúst 2019 12:15 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira
Myndband frá heimsókn Donalds Trump Bandaríkjaforseta á sjúkrahús í El Paso í Texas þar sem mannskæð skotárás var gerð sýnir að hann ræddi við heilbrigðisstarfsmenn um hversu margir hafi mætt á baráttufund hans í borginni og gagnrýndi þingmann demókrata sem er þaðan. Heimsókn forsetans í gær vakti mótmæli og deilur. Trump og föruneyti hans heimsóttu El Paso í Texas og Dayton í Ohio þar sem byssumenn frömdu fjöldamorð um helgina. Mótmæli voru skipulögð gegn heimsókninni í báðum borgum en forsetinn hefur verið sakaður um að deila ábyrgð á morðunum í El Paso með hatrammri orðræðu sinni gegn innflytjendum og hælisleitendum. Morðinginn í El Paso virðist hafa framið ódæðið vegna andúðar sinnar á innflytjendum af rómönskum ættum. Hann myrti 22 viðskiptavini Walmart-verslunar í landamæraborginni. Engar opinberar ræður voru á dagskrá heimsóknar Trump til borganna tveggja en hann hitti viðbragðsaðila, fórnarlömb og aðstandendur þeirra á sjúkrahúsum þar. Fjölmiðlum var ekki leyft að fylgjast með því þegar Trump hitti fólkið. Hvíta húsið gaf það út að tilefnið væri ekki við hæfi fyrir myndatökur. Skömmu síðar birti það hins vegar sjálft myndir og myndbönd af fundi Trump á sjúkrahúsinu í Dayton. CBS4-sjónvarpsstöðin í El Paso komst yfir myndband sem sýnir samskipti Trump við heilbrigðisstarfsfólk á sjúkrahúsinu þar. Lofaði hann störf þess og sagði þau umtöluð um allan heim.This is viewer video of President @realDonaldTrump and @FLOTUS at @umcelpaso meeting with victims and medical staff. Send us any photos/videos of president Trump's visit to #ElPaso and we may show it on TV. Upload here: https://t.co/UHa4MdGOH4 pic.twitter.com/DD5otJtYEg— CBS4Local (@CBS4Local) August 8, 2019 Þar heyrist hann einnig minnast á að hann hafi haldið baráttufund í El Paso fyrr á þessu ári og endurtók fyrri ósannindi um að tvöfalt fleira fólk hafi verið fyrir utan salinn þar sem fundurinn var haldinn en var inni. Forsetinn skuldar borgaryfirvöldum enn um hálfa milljón dollara vegna kostnaðar við fundinn, að sögn Politico. „Þetta var aldeilis mannfjöldi. Við vorum með tvöfalt fleiri fyrir utan,“ sagði Trump. Bar forsetinn aðsókn stuðningsmanna sinna á fundinn saman við hversu margir hefðu mætt á fund hjá Beto O‘Rourke, frambjóðanda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar, sem teflt var fram gegn fundi forsetans í febrúar. O‘Rourke er frá El Paso. „Svo vorum við með þennan klikkaða Beto. Beto var með eitthvað eins og 400 manns á bílastæði og þeir sögðu að aðsóknin hefði verið frábær,“ sagði forsetinn við viðbragðsaðila. O‘Rourke svaraði Trump á Twitter í dag. „Þetta samfélag einbeitir sér að því að græða sárin. Ekki að hatri. Ekki að rasisma. Sannarlega ekki að aðsókn,“ tísti fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaðurinn.This community is focused on healing. Not hatred. Not racism. Certainly not crowd sizes. Our community — and our country — will not be defined by @realdonaldtrump's smallness. We will be defined by the love, compassion, and strength of El Paso. https://t.co/etBaR9W0eA— Beto O'Rourke (@BetoORourke) August 8, 2019 Óttuðust að fjölmiðlar tækju upp ónærgætin ummæliWashington Post segir að ráðgjafar Trump telji að heimsóknirnar hafi ekki farið eins og best hafi orðið á kosið. Trump hafi eytt stórum hluta dagsins í að herja á pólitíska andstæðinga sína á milli þess sem hann átti að nafninu til að veita íbúum tveggja borga í sárum huggun. Þannig deildu bæði Trump og blaðafulltrúi Hvíta hússins hart á borgarstjóra Dayton og öldungadeildarþingmann demókrata frá Ohio fyrir að hafa „algerlega misvísandi“ mynd af heimsókn forsetans á sjúkrahús þar í borg. Demókratarnir höfðu engu að síður lýst því hvernig forsetinn hefði fengið hlýlegar móttökur þar og Trump hefði gert vel með því að hitta fólkið þar. Ekki er ljóst hvað það var sem reitti Trump og Hvíta húsið til reiði. Heimildir blaðsins herma að Hvíta húsið hafi ákveðið að leyfa fjölmiðlum ekki að fylgjast með heimsókn Trump á sjúkrahúsinu í Dayton af ótta við að þeir gætu tekið upp ónærgætin ummæli eða óhyggileg augnablik. Trump er sagður hafa ausið skömmum yfir ráðgjafa sína í forsetaflugvélinni á milli Dayton og El Paso yfir því að fjölmiðlum hafi ekki verið leyft að mynda heimsóknina á sjúkrahúsið í Dayton. Taldi hann sig ekki fá nógu mikið hrós fyrir heimsókina og viðbrögð sín við skotárásunum um helgina.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fórnarlömb í El Paso vildu ekki hitta Trump í umdeildri heimsókn Heimsóknir Trumps til El Paso og Dayton í Ohio ollu miklu fjaðrafoki meðal andstæðinga hans. 8. ágúst 2019 12:15 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira
Fórnarlömb í El Paso vildu ekki hitta Trump í umdeildri heimsókn Heimsóknir Trumps til El Paso og Dayton í Ohio ollu miklu fjaðrafoki meðal andstæðinga hans. 8. ágúst 2019 12:15