Sidekick fær innspýtingu frá Novator Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 8. ágúst 2019 08:00 Tryggvi Þorgeirsson segir að fjármagnið verði meðal annars nýtt til að ráða fleiri starfsmenn til fyrirtækisins. Fréttablaðið/Anton Brink Novator og tengdir fjárfestar hafa lokið við hundrað milljóna króna innspýtingu í íslenska heilbrigðistæknifyrirtækið SidekickHealth en fjárfestahópurinn hefur lagt fyrirtækinu til hundruð milljóna frá stofnun þess. SidekickHealth er komið með annan fótinn inn um dyr alþjóðlega lyfjabransans eftir að hafa byrjað farsælt samstarf við tvö af fimm stærstu lyfjafyrirtækjum heims. Áformuð er önnur og stærri hlutafjáraukning undir lok árs. SidekickHealth hefur þróað svokallaða stafræna heilbrigðismeðferð, þar sem tækninni er beitt til að bæta meðferð fólks með langvinna sjúkdóma svo sem sykursýki, bólgusjúkdóma og hjarta- og æðasjúkdóma. Félagið var stofnað árið 2013 af tveimur læknum, þeim Tryggva Þorgeirssyni og Sæmundi Oddssyni. Tryggvi segir í samtali við Fréttablaðið að tæknin grundvallist á hugmyndinni um fyrirbyggjandi læknisfræði. „Strax eftir útskrift úr læknisfræðinni árið 2008 fann ég á eigin skinni að við læknar erum stöðugt að slökkva elda sem í mörgum tilfellum er hægt að fyrirbyggja. Það skýtur skökku við að samfélagið fjárfestir 80 prósent af heilbrigðisútgjöldum í að meðhöndla afleiðingar lífsstílstengdra sjúkdóma en aðeins 1,6 prósent af útgjöldum eru nýtt í fyrirbyggjandi aðgerðir. Til að fyrirbyggja og meðhöndla þessa lífsstílstengdu sjúkdóma þarf að virkja sjúklingana sjálfa til að breyta um lífsstíl, tryggja meðferðarheldni og svo framvegis. Þar stendur hnífurinn í kúnni því við höfum einfaldlega ekki fjármagn eða starfsfólk til að sinna því sem skyldi inni á heilbrigðisstofnunum, enda þarf tuga klukkustunda meðferðarsamband til þess. Fjöldi einstaklinga með þessa lífsstílstengdu sjúkdóma er svo mikill að ómögulegt er að ná því án hjálpar tækninnar og þar komum við til sögunnar,“ segir Tryggvi.Klínískar niðurstöður lykillinn Eitt af því sem hefur skapað SidekickHealth sérstöðu er að fyrirtækið var stofnað af læknum og því var lögð áhersla á að tæknin byggði á heilbrigðisvísindum. Því er öfugt farið hjá mörgum fyrirtækjum af svipuðum meiði, að sögn Tryggva, sem eru stofnuð af tæknifólki. Í kjölfar beta-útgáfu árið 2015 var ákveðið að ráðast í klínískar rannsóknir sem sýndu góðar niðurstöður og voru fyrstu niðurstöður kynntar á vísindaþingi í Bandaríkjunum árið 2017. „Það að vera með sterkar klínískar niðurstöður færði okkur strax upp um flokk og þannig náðum við samningi við eitt af fimm stærstu lyfjafyrirtækjum heims á síðasta ári í tengslum við nýja lyfjameðferð við tilteknum bólgusjúkdómi. Í vor var SidekickHealth notað samhliða lyfjameðferð hjá fyrstu sjúklingum á vegum þess fyrirtækis og niðurstöðurnar sem við fengum í kjölfarið voru frábærar. Allt sem við mældum batnaði: Sjúklingar fundu fyrir meiri orku, þeim leið betur, þeir mundu betur að taka lyfin sín og þeir voru virkir alla meðferðina. Það var ekki síður mikilvægt að notendur sögðust vera betur í stakk búnir til að takast á við þær áskoranir sem fylgja sjúkdómnum, sama hvort er í vinnu eða einkalífi. Lyfjafyrirtækið var hæstánægt með niðurstöðurnar og við erum núna á lokastigi vinnu við rammasamning sem útvíkkar samstarfið til fleiri landa og á fleiri sjúkdómaflokka,“ segir Tryggvi, en samstarfið verður kynnt í haust. Gríðarmikill ávinningur SidekickHealth náði síðan samningi við annað af stærstu lyfjafyrirtækjum heims fyrir samstarf í tengslum við hjarta- og æðasjúkdóma, og er í viðræðum við fleiri. Í lyfjabransanum felast stór tækifæri en Tryggvi segir að lyfjarisarnir sjái mikinn hag í því að auka árangur af lyfjameðferðum með því að virkja sjúklinga á meðan á meðferðinni stendur. „Það að vera komin með samninga við tvö af fimm stærstu lyfjafyrirtækjunum breytir öllum forsendum í viðræðum við næstu lyfjafyrirtæki. Samningarnir eru gæðavottorð og nú erum við komin í viðræður við flest af stærstu fyrirtækjunum. Þau sjá tækifæri í að stórbæta árangurinn af lyfjameðferðunum sem tryggir þeim samkeppnisforskot og getur aukið endurgreiðslur frá tryggingafyrirtækjum á réttum forsendum, nefnilega betri meðferðarárangri. Fyrir hvert prósentustig sem árangurinn fyrir eitt lyf batnar getur ávinningurinn numið um 20-60 milljónum dala á ári,“ segir Tryggvi. „Sjúklingurinn er sá sem græðir mest vegna þess að útkoma meðferðarinnar verður betri þegar tekið er á vandanum með heildstæðum hætti. Það er kjarninn í okkar starfi og möguleikarnir eru gríðarmiklir.” Novator og tengdir fjárfestar eru núna að setja um 100 milljónir króna í aukið hlutafé en þeir hafa verið leiðandi fjárfestar SidekickHealth frá upphafi ásamt Frumtaki II, auk þess sem verkefnið hefur fengið stuðning frá Tækniþróunarsjóði. Fjármagninu verður meðal annars varið í að ráða í átta ný sérfræðistörf. Undir lok árs verður síðan ráðist í aðra og stærri hlutafjáraukningu þar sem núverandi hluthafar sjá fram á að taka þátt en einnig er horft til þess að fá einn eða tvo erlenda sjóði í hluthafahópinn. Birtist í Fréttablaðinu Lyf Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Novator og tengdir fjárfestar hafa lokið við hundrað milljóna króna innspýtingu í íslenska heilbrigðistæknifyrirtækið SidekickHealth en fjárfestahópurinn hefur lagt fyrirtækinu til hundruð milljóna frá stofnun þess. SidekickHealth er komið með annan fótinn inn um dyr alþjóðlega lyfjabransans eftir að hafa byrjað farsælt samstarf við tvö af fimm stærstu lyfjafyrirtækjum heims. Áformuð er önnur og stærri hlutafjáraukning undir lok árs. SidekickHealth hefur þróað svokallaða stafræna heilbrigðismeðferð, þar sem tækninni er beitt til að bæta meðferð fólks með langvinna sjúkdóma svo sem sykursýki, bólgusjúkdóma og hjarta- og æðasjúkdóma. Félagið var stofnað árið 2013 af tveimur læknum, þeim Tryggva Þorgeirssyni og Sæmundi Oddssyni. Tryggvi segir í samtali við Fréttablaðið að tæknin grundvallist á hugmyndinni um fyrirbyggjandi læknisfræði. „Strax eftir útskrift úr læknisfræðinni árið 2008 fann ég á eigin skinni að við læknar erum stöðugt að slökkva elda sem í mörgum tilfellum er hægt að fyrirbyggja. Það skýtur skökku við að samfélagið fjárfestir 80 prósent af heilbrigðisútgjöldum í að meðhöndla afleiðingar lífsstílstengdra sjúkdóma en aðeins 1,6 prósent af útgjöldum eru nýtt í fyrirbyggjandi aðgerðir. Til að fyrirbyggja og meðhöndla þessa lífsstílstengdu sjúkdóma þarf að virkja sjúklingana sjálfa til að breyta um lífsstíl, tryggja meðferðarheldni og svo framvegis. Þar stendur hnífurinn í kúnni því við höfum einfaldlega ekki fjármagn eða starfsfólk til að sinna því sem skyldi inni á heilbrigðisstofnunum, enda þarf tuga klukkustunda meðferðarsamband til þess. Fjöldi einstaklinga með þessa lífsstílstengdu sjúkdóma er svo mikill að ómögulegt er að ná því án hjálpar tækninnar og þar komum við til sögunnar,“ segir Tryggvi.Klínískar niðurstöður lykillinn Eitt af því sem hefur skapað SidekickHealth sérstöðu er að fyrirtækið var stofnað af læknum og því var lögð áhersla á að tæknin byggði á heilbrigðisvísindum. Því er öfugt farið hjá mörgum fyrirtækjum af svipuðum meiði, að sögn Tryggva, sem eru stofnuð af tæknifólki. Í kjölfar beta-útgáfu árið 2015 var ákveðið að ráðast í klínískar rannsóknir sem sýndu góðar niðurstöður og voru fyrstu niðurstöður kynntar á vísindaþingi í Bandaríkjunum árið 2017. „Það að vera með sterkar klínískar niðurstöður færði okkur strax upp um flokk og þannig náðum við samningi við eitt af fimm stærstu lyfjafyrirtækjum heims á síðasta ári í tengslum við nýja lyfjameðferð við tilteknum bólgusjúkdómi. Í vor var SidekickHealth notað samhliða lyfjameðferð hjá fyrstu sjúklingum á vegum þess fyrirtækis og niðurstöðurnar sem við fengum í kjölfarið voru frábærar. Allt sem við mældum batnaði: Sjúklingar fundu fyrir meiri orku, þeim leið betur, þeir mundu betur að taka lyfin sín og þeir voru virkir alla meðferðina. Það var ekki síður mikilvægt að notendur sögðust vera betur í stakk búnir til að takast á við þær áskoranir sem fylgja sjúkdómnum, sama hvort er í vinnu eða einkalífi. Lyfjafyrirtækið var hæstánægt með niðurstöðurnar og við erum núna á lokastigi vinnu við rammasamning sem útvíkkar samstarfið til fleiri landa og á fleiri sjúkdómaflokka,“ segir Tryggvi, en samstarfið verður kynnt í haust. Gríðarmikill ávinningur SidekickHealth náði síðan samningi við annað af stærstu lyfjafyrirtækjum heims fyrir samstarf í tengslum við hjarta- og æðasjúkdóma, og er í viðræðum við fleiri. Í lyfjabransanum felast stór tækifæri en Tryggvi segir að lyfjarisarnir sjái mikinn hag í því að auka árangur af lyfjameðferðum með því að virkja sjúklinga á meðan á meðferðinni stendur. „Það að vera komin með samninga við tvö af fimm stærstu lyfjafyrirtækjunum breytir öllum forsendum í viðræðum við næstu lyfjafyrirtæki. Samningarnir eru gæðavottorð og nú erum við komin í viðræður við flest af stærstu fyrirtækjunum. Þau sjá tækifæri í að stórbæta árangurinn af lyfjameðferðunum sem tryggir þeim samkeppnisforskot og getur aukið endurgreiðslur frá tryggingafyrirtækjum á réttum forsendum, nefnilega betri meðferðarárangri. Fyrir hvert prósentustig sem árangurinn fyrir eitt lyf batnar getur ávinningurinn numið um 20-60 milljónum dala á ári,“ segir Tryggvi. „Sjúklingurinn er sá sem græðir mest vegna þess að útkoma meðferðarinnar verður betri þegar tekið er á vandanum með heildstæðum hætti. Það er kjarninn í okkar starfi og möguleikarnir eru gríðarmiklir.” Novator og tengdir fjárfestar eru núna að setja um 100 milljónir króna í aukið hlutafé en þeir hafa verið leiðandi fjárfestar SidekickHealth frá upphafi ásamt Frumtaki II, auk þess sem verkefnið hefur fengið stuðning frá Tækniþróunarsjóði. Fjármagninu verður meðal annars varið í að ráða í átta ný sérfræðistörf. Undir lok árs verður síðan ráðist í aðra og stærri hlutafjáraukningu þar sem núverandi hluthafar sjá fram á að taka þátt en einnig er horft til þess að fá einn eða tvo erlenda sjóði í hluthafahópinn.
Birtist í Fréttablaðinu Lyf Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira