R. Kelly hafnar ásökunum um mansal og barnaníð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. ágúst 2019 18:44 Dómsmálið í New York tengist fimm konum sem allar saka Kelly um glæpsamlegt athæfi en þar af eru þrjár sem eru undir lögaldri. Fjögur ríki í Bandaríkjunum eru nefnd í ákæruskjalinu; Illinois, Connecticut, California og New York. Vísir/getty R&B tónlistarmaðurinn R. Kelly, réttu nafni Robert Kelly, neitaði í dag að hafa gerst sekur um mansal þegar hann var leiddur fyrir dómara í New York í dag. Kelly er gert að sök að hafa tælt til sín konur og jafnvel ungar stúlkur og brotið á þeim kynferðislega og selt þær mansali. Í hátt í tvo áratugi hafa konur, ein af annarri, stigið fram með ásakanir á hendur Kelly og borið hann þungum sökum. Heimildarmyndin Surviving R. Kelly sem kem út í byrjun árs vakti bæði undrun og hneykslan en í henni saka nokkrar konur R. Kelly um gróft kynferðislegt ofbeldi. Nokkrar þeirra sem bjuggu á heimili hans í Chicago segja að Kelly hafi drottnað yfir þeim sem leiðtogi í eins konar sértrúarsöfnuði. Þær hafi neyðst til þess að stunda með honum kynlíf og þurft að kalla hann „pabba“. Þá þurftu þær að biðja hann leyfi fyrir hversdagslegustu hlutum á borð við að fá að nota salernið. Dómsmálið í New York tengist fimm konum sem allar saka Kelly um glæpsamlegt athæfi en þar af eru þrjár sem eru undir lögaldri. Fjögur ríki í Bandaríkjunum eru nefnd í ákæruskjalinu; Illinois, Connecticut, California og New York. Kelly er gefið að sök að hafa kerfisbundið tælt ungar konur til að stunda með honum kynlíf og selt þær öðrum í vændi. Hann er einnig ákærður fyrir vörslu og framleiðslu myndefnis sem Kelly misnota stúlkur undir lögaldri. Í aðdraganda fyrirtöku málsins er hann sagður hafa varið háum fjárhæðum í að reyna að komast aftur yfir umrætt myndefni til að stöðva dreifingu þess. Elizabeth Geddes, saksóknari í New York, varaði dómara við því að heimila að Kelly yrði látinn laus gegn tryggingu því hann hefði brotið af sér árið 2002 þegar hann var látinn laus gegn tryggingu. Auk mansalsákærunnar bíða tuttugu konur þess að mál þeirra gegn söngvaranum verði tekið fyrir í dómskerfinu. Hann hefur staðfastlega neitað sök í öllum málum. Bandaríkin Mál R. Kelly MeToo Tengdar fréttir R Kelly segist saklaus Tónlistarmaðurinn R Kelly mætti fyrir dóm í morgun þar sem hann neitaði sök í öllum ákæruliðum en meðal þeirra eru 11 kynferðisbrotaákærur. Ef hann er fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér 30 ára fangelsisvist. 7. júní 2019 12:14 Handtökuskipun vegna kynferðisbrota gefin út gegn R. Kelly Saksóknarar í Illinois hafa gefið út ákæru í tíu liðum vegna alvarlegra kynferðisbrota gegn unglingsstúlkum. 22. febrúar 2019 19:11 Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ Tónlistarmaðurinn í viðtali við CBS News. 6. mars 2019 11:30 R. Kelly handtekinn vegna mansals Lögreglumenn frá New York og fulltrúa heimavarnaráðuneytisins eru sagðir hafa tekið söngvarann höndum í nótt. 12. júlí 2019 07:12 Myndbandsupptaka sögð sýna R Kelly brjóta á ólögráða stúlkum Ekki hefur verið staðfest að Kelly sé maðurinn á upptökunni. 10. mars 2019 21:20 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
R&B tónlistarmaðurinn R. Kelly, réttu nafni Robert Kelly, neitaði í dag að hafa gerst sekur um mansal þegar hann var leiddur fyrir dómara í New York í dag. Kelly er gert að sök að hafa tælt til sín konur og jafnvel ungar stúlkur og brotið á þeim kynferðislega og selt þær mansali. Í hátt í tvo áratugi hafa konur, ein af annarri, stigið fram með ásakanir á hendur Kelly og borið hann þungum sökum. Heimildarmyndin Surviving R. Kelly sem kem út í byrjun árs vakti bæði undrun og hneykslan en í henni saka nokkrar konur R. Kelly um gróft kynferðislegt ofbeldi. Nokkrar þeirra sem bjuggu á heimili hans í Chicago segja að Kelly hafi drottnað yfir þeim sem leiðtogi í eins konar sértrúarsöfnuði. Þær hafi neyðst til þess að stunda með honum kynlíf og þurft að kalla hann „pabba“. Þá þurftu þær að biðja hann leyfi fyrir hversdagslegustu hlutum á borð við að fá að nota salernið. Dómsmálið í New York tengist fimm konum sem allar saka Kelly um glæpsamlegt athæfi en þar af eru þrjár sem eru undir lögaldri. Fjögur ríki í Bandaríkjunum eru nefnd í ákæruskjalinu; Illinois, Connecticut, California og New York. Kelly er gefið að sök að hafa kerfisbundið tælt ungar konur til að stunda með honum kynlíf og selt þær öðrum í vændi. Hann er einnig ákærður fyrir vörslu og framleiðslu myndefnis sem Kelly misnota stúlkur undir lögaldri. Í aðdraganda fyrirtöku málsins er hann sagður hafa varið háum fjárhæðum í að reyna að komast aftur yfir umrætt myndefni til að stöðva dreifingu þess. Elizabeth Geddes, saksóknari í New York, varaði dómara við því að heimila að Kelly yrði látinn laus gegn tryggingu því hann hefði brotið af sér árið 2002 þegar hann var látinn laus gegn tryggingu. Auk mansalsákærunnar bíða tuttugu konur þess að mál þeirra gegn söngvaranum verði tekið fyrir í dómskerfinu. Hann hefur staðfastlega neitað sök í öllum málum.
Bandaríkin Mál R. Kelly MeToo Tengdar fréttir R Kelly segist saklaus Tónlistarmaðurinn R Kelly mætti fyrir dóm í morgun þar sem hann neitaði sök í öllum ákæruliðum en meðal þeirra eru 11 kynferðisbrotaákærur. Ef hann er fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér 30 ára fangelsisvist. 7. júní 2019 12:14 Handtökuskipun vegna kynferðisbrota gefin út gegn R. Kelly Saksóknarar í Illinois hafa gefið út ákæru í tíu liðum vegna alvarlegra kynferðisbrota gegn unglingsstúlkum. 22. febrúar 2019 19:11 Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ Tónlistarmaðurinn í viðtali við CBS News. 6. mars 2019 11:30 R. Kelly handtekinn vegna mansals Lögreglumenn frá New York og fulltrúa heimavarnaráðuneytisins eru sagðir hafa tekið söngvarann höndum í nótt. 12. júlí 2019 07:12 Myndbandsupptaka sögð sýna R Kelly brjóta á ólögráða stúlkum Ekki hefur verið staðfest að Kelly sé maðurinn á upptökunni. 10. mars 2019 21:20 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
R Kelly segist saklaus Tónlistarmaðurinn R Kelly mætti fyrir dóm í morgun þar sem hann neitaði sök í öllum ákæruliðum en meðal þeirra eru 11 kynferðisbrotaákærur. Ef hann er fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér 30 ára fangelsisvist. 7. júní 2019 12:14
Handtökuskipun vegna kynferðisbrota gefin út gegn R. Kelly Saksóknarar í Illinois hafa gefið út ákæru í tíu liðum vegna alvarlegra kynferðisbrota gegn unglingsstúlkum. 22. febrúar 2019 19:11
Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ Tónlistarmaðurinn í viðtali við CBS News. 6. mars 2019 11:30
R. Kelly handtekinn vegna mansals Lögreglumenn frá New York og fulltrúa heimavarnaráðuneytisins eru sagðir hafa tekið söngvarann höndum í nótt. 12. júlí 2019 07:12
Myndbandsupptaka sögð sýna R Kelly brjóta á ólögráða stúlkum Ekki hefur verið staðfest að Kelly sé maðurinn á upptökunni. 10. mars 2019 21:20