„Tala með ruddalegum, klámfengnum og niðrandi hætti um samstarfskonur sínar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. ágúst 2019 23:02 Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, virtist ekki yfir sig hrifin af málsvörn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Vísir/vilhelm Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, virtist ekki hrifin af málsvörn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í kvöldfréttum RÚV af pistli hennar að dæma. „Ef dónar og dusilmenni drekka sig fulla og tala með ruddalegum, klámfengnum og niðrandi hætti um samstarfskonur sínar en einnig um fatlaða og samkynhneigða einstaklinga, eru viðbrögðin við því þá til að koma pólitísku höggi á einhvern sem tók þátt í leiknum?“ spyr Oddný í pistli á Facebook-síðu sinni. Ummæli sem voru látin falla á Klausturbar í lok nóvember beindust meðal annars að Oddnýju þannig má heyra Gunnar Braga Sveinsson, þingmann Miðflokksins, segja um Oddnýju: „Oddný er ekkert ágæt, hún er algjör apaköttur. Hún veit ekki neitt, kann ekki neitt, hún getur ekki neitt,“Sjá nánar: Gunnar Bragi: „Mér dauðbrá þegar ég heyrði þetta“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, sakaði fulltrúa á Alþingi um að hafa „nýtt glæp“ til að reyna að klekkja á pólitískum andstæðingum þegar forsætisnefnd Alþingis vísaði Klaustursmálinu til siðanefndar.Sjá nánar: Sigmundur segist hafa verið „meginskotmarkið í þessari aðgerð“ „Staðreyndin er sú að Alþingi setur landsmönnum lög sem það ætlast til að þeir fylgi. Í næsta húsi við þingið eru lög brotin með mjög alvarlegum hætti og í raun mannréttindi um leið og þá sjá ákveðnir þingmenn tækifæri í því að nýta það sem tækifæri til að refsa þolendum brotsins og fara af stað í átta mánaða leiðangur og lenda í vandræðum á hverju stigi,“ segir Sigmundur um Klaustursupptökurnar en Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson gerðust báðir brotlegir við siðareglur fyrir alþingismenn vegna framgöngu sinnar á Klausturbar í nóvember á síðasta ári. Oddnýju þótti málsvörn Sigmundar að því er virðist fremur langsótt og spurði hvort sterk viðbrögð væru ekki eðlileg við „slíku virðingarleysi og dónaskap“. „Sigmundur Davíð tók þátt í „gleðskapnum“ á Klausturbar en telur að siðareglur og túlkun siðanefndar á þeim, snúist um að koma pólitísku höggi á hann sjálfan. Meint skotmark segir hann og skotið geigaði! Ja sveiattan!“ Oddný sagði að Samfylkingin vilji siðareglur fyrir alþingismenn en flokkurinn sé aftur á móti mótfallinn því að kjörnir fulltrúar forsætisnefndar Alþingis geti snúið niðurstöðum siðanefndar á hvolf eins líkt fyrirkomulagið er í núverandi mynd. „Alþingi þarf að fara yfir allt ferlið; siðareglurnar, siðanefnd og aðkomu forsætisnefndar (sem ég tel að hvergi eigi að koma nálægt). Best væri ef við fengjum aðstoð frá ÖSE (Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu) sem hefur aðstoðað þjóðþing víða um siðareglur og starfsemi siðanefnda.“ Hún sagði að lokum að ekki mætti gefast upp þó að frumraunir kunni að vera umdeildar. Siðareglur setji viðmið og veiti þingmönnum nauðsynlegt aðhald. Alþingi Miðflokkurinn Samfylkingin Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Hafa klárað Klaustursmálið og birta niðurstöðuna síðar í dag Vinnu sérstakrar forsætisnefndar um Klaustursmálið er lokið en síðasta fundi nefndarinnar var slitið nú fyrir hádegi. 1. ágúst 2019 12:32 Bergþór og Gunnar Bragi sagðir hafa brotið siðareglur Alþingis Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins brutu siðareglur alþingismanna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 1. ágúst 2019 07:00 Menntamálaráðherra um Gunnar og Bergþór: „Ummælin verða þeim til ævarandi skammar“ Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er ekki ánægð andmælabréf Klaustursþingmannanna. 1. ágúst 2019 18:27 Segist hafa verið „meginskotmarkið í þessari aðgerð“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, sakar fulltrúa á Alþingi um að hafa „nýtt glæp“ til að reyna að klekkja á pólitískum andstæðingum þegar forsætisnefnd Alþingis vísaði Klaustursmálinu til siðanefndar. 1. ágúst 2019 19:42 Forsætisnefnd fundar um Klaustursmálið í dag Umfjöllun nefndarinnar lýkur með skilum á greinargerð um málið. 1. ágúst 2019 10:07 Bergþór segir sitt uppgjör fara fram gagnvart kjósendum Forsætisnefnd Alþingis staðfesti nú síðdegis þá niðurstöðu siðanefndar þingsins að Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson hafi brotið siðareglur fyrir alþingismenn með ummælum sínum á barnum Klaustri í nóvember í fyrra. Hvorugur þeirra hyggst segja af sér þingmennsku. Bergþór segir að hann verði dæmdur af kjósendum en ekki pólitískt skipaðri siðanefnd. 1. ágúst 2019 19:00 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, virtist ekki hrifin af málsvörn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í kvöldfréttum RÚV af pistli hennar að dæma. „Ef dónar og dusilmenni drekka sig fulla og tala með ruddalegum, klámfengnum og niðrandi hætti um samstarfskonur sínar en einnig um fatlaða og samkynhneigða einstaklinga, eru viðbrögðin við því þá til að koma pólitísku höggi á einhvern sem tók þátt í leiknum?“ spyr Oddný í pistli á Facebook-síðu sinni. Ummæli sem voru látin falla á Klausturbar í lok nóvember beindust meðal annars að Oddnýju þannig má heyra Gunnar Braga Sveinsson, þingmann Miðflokksins, segja um Oddnýju: „Oddný er ekkert ágæt, hún er algjör apaköttur. Hún veit ekki neitt, kann ekki neitt, hún getur ekki neitt,“Sjá nánar: Gunnar Bragi: „Mér dauðbrá þegar ég heyrði þetta“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, sakaði fulltrúa á Alþingi um að hafa „nýtt glæp“ til að reyna að klekkja á pólitískum andstæðingum þegar forsætisnefnd Alþingis vísaði Klaustursmálinu til siðanefndar.Sjá nánar: Sigmundur segist hafa verið „meginskotmarkið í þessari aðgerð“ „Staðreyndin er sú að Alþingi setur landsmönnum lög sem það ætlast til að þeir fylgi. Í næsta húsi við þingið eru lög brotin með mjög alvarlegum hætti og í raun mannréttindi um leið og þá sjá ákveðnir þingmenn tækifæri í því að nýta það sem tækifæri til að refsa þolendum brotsins og fara af stað í átta mánaða leiðangur og lenda í vandræðum á hverju stigi,“ segir Sigmundur um Klaustursupptökurnar en Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson gerðust báðir brotlegir við siðareglur fyrir alþingismenn vegna framgöngu sinnar á Klausturbar í nóvember á síðasta ári. Oddnýju þótti málsvörn Sigmundar að því er virðist fremur langsótt og spurði hvort sterk viðbrögð væru ekki eðlileg við „slíku virðingarleysi og dónaskap“. „Sigmundur Davíð tók þátt í „gleðskapnum“ á Klausturbar en telur að siðareglur og túlkun siðanefndar á þeim, snúist um að koma pólitísku höggi á hann sjálfan. Meint skotmark segir hann og skotið geigaði! Ja sveiattan!“ Oddný sagði að Samfylkingin vilji siðareglur fyrir alþingismenn en flokkurinn sé aftur á móti mótfallinn því að kjörnir fulltrúar forsætisnefndar Alþingis geti snúið niðurstöðum siðanefndar á hvolf eins líkt fyrirkomulagið er í núverandi mynd. „Alþingi þarf að fara yfir allt ferlið; siðareglurnar, siðanefnd og aðkomu forsætisnefndar (sem ég tel að hvergi eigi að koma nálægt). Best væri ef við fengjum aðstoð frá ÖSE (Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu) sem hefur aðstoðað þjóðþing víða um siðareglur og starfsemi siðanefnda.“ Hún sagði að lokum að ekki mætti gefast upp þó að frumraunir kunni að vera umdeildar. Siðareglur setji viðmið og veiti þingmönnum nauðsynlegt aðhald.
Alþingi Miðflokkurinn Samfylkingin Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Hafa klárað Klaustursmálið og birta niðurstöðuna síðar í dag Vinnu sérstakrar forsætisnefndar um Klaustursmálið er lokið en síðasta fundi nefndarinnar var slitið nú fyrir hádegi. 1. ágúst 2019 12:32 Bergþór og Gunnar Bragi sagðir hafa brotið siðareglur Alþingis Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins brutu siðareglur alþingismanna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 1. ágúst 2019 07:00 Menntamálaráðherra um Gunnar og Bergþór: „Ummælin verða þeim til ævarandi skammar“ Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er ekki ánægð andmælabréf Klaustursþingmannanna. 1. ágúst 2019 18:27 Segist hafa verið „meginskotmarkið í þessari aðgerð“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, sakar fulltrúa á Alþingi um að hafa „nýtt glæp“ til að reyna að klekkja á pólitískum andstæðingum þegar forsætisnefnd Alþingis vísaði Klaustursmálinu til siðanefndar. 1. ágúst 2019 19:42 Forsætisnefnd fundar um Klaustursmálið í dag Umfjöllun nefndarinnar lýkur með skilum á greinargerð um málið. 1. ágúst 2019 10:07 Bergþór segir sitt uppgjör fara fram gagnvart kjósendum Forsætisnefnd Alþingis staðfesti nú síðdegis þá niðurstöðu siðanefndar þingsins að Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson hafi brotið siðareglur fyrir alþingismenn með ummælum sínum á barnum Klaustri í nóvember í fyrra. Hvorugur þeirra hyggst segja af sér þingmennsku. Bergþór segir að hann verði dæmdur af kjósendum en ekki pólitískt skipaðri siðanefnd. 1. ágúst 2019 19:00 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Hafa klárað Klaustursmálið og birta niðurstöðuna síðar í dag Vinnu sérstakrar forsætisnefndar um Klaustursmálið er lokið en síðasta fundi nefndarinnar var slitið nú fyrir hádegi. 1. ágúst 2019 12:32
Bergþór og Gunnar Bragi sagðir hafa brotið siðareglur Alþingis Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins brutu siðareglur alþingismanna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 1. ágúst 2019 07:00
Menntamálaráðherra um Gunnar og Bergþór: „Ummælin verða þeim til ævarandi skammar“ Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er ekki ánægð andmælabréf Klaustursþingmannanna. 1. ágúst 2019 18:27
Segist hafa verið „meginskotmarkið í þessari aðgerð“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, sakar fulltrúa á Alþingi um að hafa „nýtt glæp“ til að reyna að klekkja á pólitískum andstæðingum þegar forsætisnefnd Alþingis vísaði Klaustursmálinu til siðanefndar. 1. ágúst 2019 19:42
Forsætisnefnd fundar um Klaustursmálið í dag Umfjöllun nefndarinnar lýkur með skilum á greinargerð um málið. 1. ágúst 2019 10:07
Bergþór segir sitt uppgjör fara fram gagnvart kjósendum Forsætisnefnd Alþingis staðfesti nú síðdegis þá niðurstöðu siðanefndar þingsins að Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson hafi brotið siðareglur fyrir alþingismenn með ummælum sínum á barnum Klaustri í nóvember í fyrra. Hvorugur þeirra hyggst segja af sér þingmennsku. Bergþór segir að hann verði dæmdur af kjósendum en ekki pólitískt skipaðri siðanefnd. 1. ágúst 2019 19:00