Ísraelar snúa við ákvörðun um aðra þingkonuna Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2019 10:19 Tlaib er af palestínskum ættum. Hún fær landvistarleyfi til heimsækja níræða ömmu sína. Vísir/EPA Rashida Tlaib, önnur bandarísku þingkvennanna tveggja sem ísraelsk stjórnvöld ætluðu að banna að koma til landsins, fær landvistarleyfi af mannúðarástæðum eftir allt saman. Ísraelsk stjórnvöld tilkynntu í gær að þingkonunum tveimur, sem báðar eru múslimar og demókratar, yrði bannað að koma til landsins í kjölfar þrýstings frá Donald Trump Bandaríkjaforseta um að þeim yrði refsað. Tlaib, fulltrúadeildarþingkona frá Michigan, er af palestínskum ættum. Hún og Ilhan Omar, fulltrúadeildarþingkona frá Minnesota, hugðust heimsækja Vesturbakkann á sunnudag. Ísraelar tilkynntu í gær að þær fengju ekki að koma og vísuðu til stuðnings þeirra við sniðgöngu á Ísrael vegna hernámsins á landsvæðum Palestínumanna. Nú hefur innanríkisráðuneyti Ísraels lýst því yfir að Tlaib fái að koma til landsins. Hún fái leyfi af mannúðarástæðum til að hún geti heimsótt ættingja sína í Palestínu. Tlaib segist hafa óskað leyfinu til að geta heimsótt ömmu sína sem er níræð þar sem það gæti verið síðasta tækifæri hennar til að hitta hana, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Trump forseti hafði sótt það fast að ísraelsk stjórnvöld bönnuðu Tlaib og Omar að koma til landsins. Þær eru báðar í róttækasta armi Demókrataflokksins og hefur Trump beint árásum sínum að þeim undanfarið og reynt að gera þær að andliti flokksins í aðdraganda forsetakosninganna á næsta ári. Omar og Tlaib voru á meðal þeirra fjögurra þeldökku þingkvenna sem sættu rasískum árásum Trump og stuðningsmanna hans á dögunum. Trump tísti um að þingkonurnar ættu að fara aftur til síns heima, þrátt fyrir að þrjár þeirra væru fæddar í Bandaríkjunum. Stuðningsmenn Trump kyrjuðu jafnframt um að hann ætti að reka Omar, sem fæddist í Sómalíu en kom til Bandaríkjanna sem flóttamaður sem barn, úr landi. Ákvörðun Ísraelsstjórnar að banna þingkonunum að koma til landsins og þrýstingur Trump hefur vakið deilur bæði í Bandaríkjunum og Ísrael. Nokkrir þingmenn repúblikana hafa gagnrýnt forsetann fyrir að þrýsta á erlent ríki um að banna bandarískum þingmönnum að koma til landsins. Alexandria Ocasio-Cortez, fulltrúadeildarþingkona demókrata og bandamaður þeirra Omar og Tlaib, sagðist í gær ekki ætla að heimsækja Ísrael svo lengi sem öðrum bandarískum þingmönnum sé meinað um að koma þangað.Netanyahu's discriminatory decision to ban members of Congress from Israel harms int'l diplomacy.Visiting Israel & Palestine are key experiences towards a path to peace.Sadly, I cannot move forward w scheduling any visits to Israel until all members of Congress are allowed. https://t.co/WTP5vnt5IH— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) August 15, 2019 Bandaríkin Donald Trump Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelar refsa pólitískum andstæðingum Trump að áeggjan hans Tvær þingkonur demókrata fá ekki landvistarleyfi í Ísrael. Trump forseti þrýsti á Ísraela að refsa þeim með þeim hætti. 15. ágúst 2019 15:11 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Rashida Tlaib, önnur bandarísku þingkvennanna tveggja sem ísraelsk stjórnvöld ætluðu að banna að koma til landsins, fær landvistarleyfi af mannúðarástæðum eftir allt saman. Ísraelsk stjórnvöld tilkynntu í gær að þingkonunum tveimur, sem báðar eru múslimar og demókratar, yrði bannað að koma til landsins í kjölfar þrýstings frá Donald Trump Bandaríkjaforseta um að þeim yrði refsað. Tlaib, fulltrúadeildarþingkona frá Michigan, er af palestínskum ættum. Hún og Ilhan Omar, fulltrúadeildarþingkona frá Minnesota, hugðust heimsækja Vesturbakkann á sunnudag. Ísraelar tilkynntu í gær að þær fengju ekki að koma og vísuðu til stuðnings þeirra við sniðgöngu á Ísrael vegna hernámsins á landsvæðum Palestínumanna. Nú hefur innanríkisráðuneyti Ísraels lýst því yfir að Tlaib fái að koma til landsins. Hún fái leyfi af mannúðarástæðum til að hún geti heimsótt ættingja sína í Palestínu. Tlaib segist hafa óskað leyfinu til að geta heimsótt ömmu sína sem er níræð þar sem það gæti verið síðasta tækifæri hennar til að hitta hana, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Trump forseti hafði sótt það fast að ísraelsk stjórnvöld bönnuðu Tlaib og Omar að koma til landsins. Þær eru báðar í róttækasta armi Demókrataflokksins og hefur Trump beint árásum sínum að þeim undanfarið og reynt að gera þær að andliti flokksins í aðdraganda forsetakosninganna á næsta ári. Omar og Tlaib voru á meðal þeirra fjögurra þeldökku þingkvenna sem sættu rasískum árásum Trump og stuðningsmanna hans á dögunum. Trump tísti um að þingkonurnar ættu að fara aftur til síns heima, þrátt fyrir að þrjár þeirra væru fæddar í Bandaríkjunum. Stuðningsmenn Trump kyrjuðu jafnframt um að hann ætti að reka Omar, sem fæddist í Sómalíu en kom til Bandaríkjanna sem flóttamaður sem barn, úr landi. Ákvörðun Ísraelsstjórnar að banna þingkonunum að koma til landsins og þrýstingur Trump hefur vakið deilur bæði í Bandaríkjunum og Ísrael. Nokkrir þingmenn repúblikana hafa gagnrýnt forsetann fyrir að þrýsta á erlent ríki um að banna bandarískum þingmönnum að koma til landsins. Alexandria Ocasio-Cortez, fulltrúadeildarþingkona demókrata og bandamaður þeirra Omar og Tlaib, sagðist í gær ekki ætla að heimsækja Ísrael svo lengi sem öðrum bandarískum þingmönnum sé meinað um að koma þangað.Netanyahu's discriminatory decision to ban members of Congress from Israel harms int'l diplomacy.Visiting Israel & Palestine are key experiences towards a path to peace.Sadly, I cannot move forward w scheduling any visits to Israel until all members of Congress are allowed. https://t.co/WTP5vnt5IH— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) August 15, 2019
Bandaríkin Donald Trump Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelar refsa pólitískum andstæðingum Trump að áeggjan hans Tvær þingkonur demókrata fá ekki landvistarleyfi í Ísrael. Trump forseti þrýsti á Ísraela að refsa þeim með þeim hætti. 15. ágúst 2019 15:11 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Ísraelar refsa pólitískum andstæðingum Trump að áeggjan hans Tvær þingkonur demókrata fá ekki landvistarleyfi í Ísrael. Trump forseti þrýsti á Ísraela að refsa þeim með þeim hætti. 15. ágúst 2019 15:11