Erfitt að fá stelpur til að dæma Benedikt Bóas skrifar 14. ágúst 2019 16:30 Stephanie Frappart gefur Hicham Benkaid gult spjald sem hann reyndar skilur ekkert í. NordicPhotos/Getty Franski dómarinn Stéphanie Frappart dæmir í kvöld viðureign Liverpool og Chelsea í ofurbikar Evrópu í Istanbúl. Hún er fyrsta konan til að dæma úrslitaleik hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA. Frappart dæmdi úrslitaleikinn á HM kvenna og fékk almennt mjög góða dóma fyrir frammistöðu sína á mótinu. Henni til halds og trausts verða þær Manuela Nicolosi frá Frakklandi og Michelle O’Neill. Fjórði dómarinn er Tyrkinn kunni Cuneyt Cakir, sem dæmdi fyrsta leik Íslands á stórmóti – leikinn gegn Portúgal á EM 2016. „Ég vona að þau gæði sem Stéphanie hefur sýnt á ferli sínum til að ná þessu stigi muni veita milljónum stúlkna og kvenna um Evrópu innblástur,“ sagði forseti UEFA, Aleksander Ceferin, þegar sína tilkynnt var að Frappart mundi dæma leikinn. Frappart dæmdi leik Amiens og RC Strasbourg í frönsku deildinni í apríl og fékk mjög góða dóma. Einn blaðamaður á þeim leik sagði að hún hefði gert fæst mistök á vellinum. Í júní var svo tilkynnt að hún myndi dæma í frönsku deildinni í vetur. Hún er þó ekki fyrsta konan til að dæma karlaleik innan UEFA því Nicole Petignat frá Sviss gerði það nokkrum sinnum frá 2004-2009. Frappart kom hingað til lands árið 2013 og dæmdi leik Þórs/KA gegn Zorkij á Akureyri í Meistaradeild Evrópu sem Þór/KA tapaði 1:2.Karllægur heimur Þóroddur Hjaltalín, formaður dómaranefndar KSÍ, segir að það sé erfitt að fá stelpur til að dæma hér heima. Farið hafi verið í átak til að fá stelpur til að flauta en lítið gengið. Hann segir að kannski þurfi að hugsa hlutina upp á nýtt. „Þegar ég kom inn í þetta á sínum tíma fórum við að hugsa og spá aðeins út fyrir boxið og gera þetta öðruvísi. Reyna að vera með aðra nálgun en KSÍ hefur áður verið með því þetta hefur ekki verið að ganga nógu vel. Það er sérstaklega erfitt að fá stelpur til að dæma. Við höfum verið með sér dómaranámskeið fyrir þær og reynum að hitta bara stelpur og ýmislegt fleira. En það verður að segjast að árangurinn er ekki mikill. Hvers vegna það er, veit ég einfaldlega ekki,“ segir hann. Þóroddur bendir á að það sé ekki aðeins í dómgæslu sem skortur er á konum því í flestu starfi í kringum fótboltann vanti konur. Í slag Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar um formannsembætti KSÍ hafi þessi skortur einmitt oft komið upp í umræðum. Fótboltinn hafi jú alltaf verið karllægur. En Þóroddur vill fá fleiri konur til að dæma og þótt hann viðurkenni að hann sé ekki með lausnina akkúrat núna á því hvernig eigi að fjölga kvendómurum muni hann vinna hart að því að fá fleiri stelpur til að dæma fótboltaleiki. „Fyrsta skrefið fyrir alla þá sem vilja dæma er að gefa sig fram við dómarastjóra síns félags eða við dómarastjóra KSÍ. Við tökum öllum opnum örmum. Við prófuðum, hérna fyrir norðan, að auglýsa sérstaklega námskeið í staðarmiðlinum til að athuga hvort það væru einhverjir sem vildu dæma, en væru ekkert tengdir Þór eða KA. Það virkaði mjög vel. Það sem við höfum verið að gera hefur ekki verið að virka og þá þarf að finna aðrar leiðir – það þýðir ekkert að berja bara hausnum við steininn.“ Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Frakkland Jafnréttismál UEFA Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Fleiri fréttir Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Sjá meira
Franski dómarinn Stéphanie Frappart dæmir í kvöld viðureign Liverpool og Chelsea í ofurbikar Evrópu í Istanbúl. Hún er fyrsta konan til að dæma úrslitaleik hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA. Frappart dæmdi úrslitaleikinn á HM kvenna og fékk almennt mjög góða dóma fyrir frammistöðu sína á mótinu. Henni til halds og trausts verða þær Manuela Nicolosi frá Frakklandi og Michelle O’Neill. Fjórði dómarinn er Tyrkinn kunni Cuneyt Cakir, sem dæmdi fyrsta leik Íslands á stórmóti – leikinn gegn Portúgal á EM 2016. „Ég vona að þau gæði sem Stéphanie hefur sýnt á ferli sínum til að ná þessu stigi muni veita milljónum stúlkna og kvenna um Evrópu innblástur,“ sagði forseti UEFA, Aleksander Ceferin, þegar sína tilkynnt var að Frappart mundi dæma leikinn. Frappart dæmdi leik Amiens og RC Strasbourg í frönsku deildinni í apríl og fékk mjög góða dóma. Einn blaðamaður á þeim leik sagði að hún hefði gert fæst mistök á vellinum. Í júní var svo tilkynnt að hún myndi dæma í frönsku deildinni í vetur. Hún er þó ekki fyrsta konan til að dæma karlaleik innan UEFA því Nicole Petignat frá Sviss gerði það nokkrum sinnum frá 2004-2009. Frappart kom hingað til lands árið 2013 og dæmdi leik Þórs/KA gegn Zorkij á Akureyri í Meistaradeild Evrópu sem Þór/KA tapaði 1:2.Karllægur heimur Þóroddur Hjaltalín, formaður dómaranefndar KSÍ, segir að það sé erfitt að fá stelpur til að dæma hér heima. Farið hafi verið í átak til að fá stelpur til að flauta en lítið gengið. Hann segir að kannski þurfi að hugsa hlutina upp á nýtt. „Þegar ég kom inn í þetta á sínum tíma fórum við að hugsa og spá aðeins út fyrir boxið og gera þetta öðruvísi. Reyna að vera með aðra nálgun en KSÍ hefur áður verið með því þetta hefur ekki verið að ganga nógu vel. Það er sérstaklega erfitt að fá stelpur til að dæma. Við höfum verið með sér dómaranámskeið fyrir þær og reynum að hitta bara stelpur og ýmislegt fleira. En það verður að segjast að árangurinn er ekki mikill. Hvers vegna það er, veit ég einfaldlega ekki,“ segir hann. Þóroddur bendir á að það sé ekki aðeins í dómgæslu sem skortur er á konum því í flestu starfi í kringum fótboltann vanti konur. Í slag Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar um formannsembætti KSÍ hafi þessi skortur einmitt oft komið upp í umræðum. Fótboltinn hafi jú alltaf verið karllægur. En Þóroddur vill fá fleiri konur til að dæma og þótt hann viðurkenni að hann sé ekki með lausnina akkúrat núna á því hvernig eigi að fjölga kvendómurum muni hann vinna hart að því að fá fleiri stelpur til að dæma fótboltaleiki. „Fyrsta skrefið fyrir alla þá sem vilja dæma er að gefa sig fram við dómarastjóra síns félags eða við dómarastjóra KSÍ. Við tökum öllum opnum örmum. Við prófuðum, hérna fyrir norðan, að auglýsa sérstaklega námskeið í staðarmiðlinum til að athuga hvort það væru einhverjir sem vildu dæma, en væru ekkert tengdir Þór eða KA. Það virkaði mjög vel. Það sem við höfum verið að gera hefur ekki verið að virka og þá þarf að finna aðrar leiðir – það þýðir ekkert að berja bara hausnum við steininn.“
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Frakkland Jafnréttismál UEFA Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Fleiri fréttir Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Sjá meira