Samvinna og uppbygging innviða Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 14. ágúst 2019 07:00 Við stöndum á tímamótum. Eftir átta ár af samfelldum hagvexti stefnir í að landsframleiðsla vaxi ekkert á þessu ári og dragist jafnvel saman. Á tímamótum sem þessum skiptir höfuðmáli hver viðbrögðin verða í peningastefnu og í almennri hagstjórn hins opinbera. Tvívegis hefur Seðlabankinn lækkað stýrivexti og ef fram fer sem horfir er frekari vaxtalækkana að vænta á næstu mánuðum. Aðgerðir stjórnvalda til að sporna við áhrifum niðursveiflunnar skipta ekki síður máli og getur aukin innviðafjárfesting meðal annars orðið þeirra framlag til hagvaxtar. Í síðustu niðursveiflu var gripið til niðurskurðar opinberra útgjalda sem fyrst og fremst fólst í frestun opinberra framkvæmda enda hefur sú fjárfestingaþörf sem safnast hefur upp á seinustu árum verið metin á 350-400 milljarða króna. Það er ánægjulegt að stjórnvöld hyggist nú verja auknum fjármunum í samgönguuppbyggingu en fyrirhuguð uppbygging nemur þó aðeins um 40% af áætlaðri þörf – enn mun því vanta um 160 milljarða króna til að uppfylla þörf á viðhaldi og nýfjárfestingum í vegakerfinu. Nú þegar samdráttur er fram undan er takmarkað rými í rekstri hins opinbera til að ráðast í frekari fjárfestingar. Ef vilji er til að mæta uppsafnaðri þörf þarf því að horfa til annarra leiða. Hin svokallaða samvinnuleið (e. Public-Private Partnership) sem er samstarfsverkefni hins opinbera með einkaaðilum er ein leið. Þegar opinberar framkvæmdir fara fram úr áætlunum bera skattgreiðendur þann kostnað. Harpa, Landeyjahöfn og Bragginn eru nærtæk dæmi um slíkt. Einn af kostum samvinnuleiðar er að einkaaðilar bera að hluta eða alfarið fjárhagslega áhættu af verkefninu. Samvinnuleiðin veitir auk þess aðgang að fjármagni einkageirans og tryggir þar með að unnt sé að sinna nauðsynlegum innviðafjárfestingum þrátt fyrir takmarkanir í opinberum rekstri. Langtímaverkefni, til dæmis til 20-30 ára, henta vel til samvinnuverkefna og algengast er að einkaaðilum sé falið að hanna, framkvæma og reka verkefnið uns það er afhent hinu opinbera að samningstíma loknum. Eðli máls samkvæmt gerir rekstraraðili kröfu um viðunandi arðsemi af verkefninu en til þess greiðir hið opinbera fyrir veitta þjónustu eða veitir rekstraraðila leyfi til að innheimta notkunargjöld. Samgönguinnviðir, svo sem brýr, hraðbrautir, göng og almenningssamgöngur hafa löngum þótt álitlegir kostir fyrir slík samvinnuverkefni. Víðsvegar má finna dæmi um slík verkefni.Á Íslandi má nefna Hvalfjarðargöngin sem voru afhent ríkinu skuldlaust í fyrra, 20 árum eftir opnun. Frumkvæði að gerð ganganna kom ekki frá ríkinu og var hún ekki á samgönguáætlun ríkisins. Opinberir aðilar áttu meirihluta í Speli, eignarhaldsfélagi Hvalfjarðarganga, en áhættan við gangagerðina sjálfa hvíldi að mestu leyti á verktökum. Uppbyggingu ganganna lauk 15 mánuðum fyrr en upphaflega var áætlað.Árið 2005 var M7 hraðbrautin í Ástralíu opnuð og var hún þá stærsta einstaka vegaframkvæmd sem Ástralar höfðu tekið sér fyrir hendur. Stjórnvöld sömdu við einkaaðila og að endingu var hraðbrautin opnuð átta mánuðum fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir.Arlanda járnbrautarlínan frá aðallestarstöð Stokkhólms til Arlanda flugvallar var fyrsta samstarfsverkefni hins opinbera og einkaaðila í Svíþjóð. Markmiðið með lestinni var að bregðast við aukinni umferð til og frá flugvellinum og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda; en hið síðarnefnda er einnig markmið með hinni fyrirhuguðu íslensku Borgarlínu.Reynsla Norðmanna af samvinnuleiðinni er einnig góð. Ráðist var í þrjú samvinnuverkefni á árunum 2005-2009 til 25 ára. Þegar hefur verið tekin ákvörðun um að ráðist verði í þrjú umfangsmikil samstarfsverkefni til viðbótar. Ekkert er því til fyrirstöðu að íslensk stjórnvöld taki til athugunar hvort unnt sé að endurtaka leikinn sem var leikinn með Hvalfjarðargöngunum og nýti samvinnuleiðina til fjármögnunar á samgöngumannvirkjum. Sem dæmi má nefna tvöföldun Hvalfjarðarganga, lagningu Sundabrautar og mögulega uppbyggingu Borgarlínunnar. Arðbærar fjárfestingar geta reynst drjúg innspýting fyrir hagkerfið á tímum efnahagssamdráttar og verið framlag stjórnvalda til hagvaxtar nú og til frambúðar.Höfundur er forstöðumaður efnahagssviðs SA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Samgöngur Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Sjá meira
Við stöndum á tímamótum. Eftir átta ár af samfelldum hagvexti stefnir í að landsframleiðsla vaxi ekkert á þessu ári og dragist jafnvel saman. Á tímamótum sem þessum skiptir höfuðmáli hver viðbrögðin verða í peningastefnu og í almennri hagstjórn hins opinbera. Tvívegis hefur Seðlabankinn lækkað stýrivexti og ef fram fer sem horfir er frekari vaxtalækkana að vænta á næstu mánuðum. Aðgerðir stjórnvalda til að sporna við áhrifum niðursveiflunnar skipta ekki síður máli og getur aukin innviðafjárfesting meðal annars orðið þeirra framlag til hagvaxtar. Í síðustu niðursveiflu var gripið til niðurskurðar opinberra útgjalda sem fyrst og fremst fólst í frestun opinberra framkvæmda enda hefur sú fjárfestingaþörf sem safnast hefur upp á seinustu árum verið metin á 350-400 milljarða króna. Það er ánægjulegt að stjórnvöld hyggist nú verja auknum fjármunum í samgönguuppbyggingu en fyrirhuguð uppbygging nemur þó aðeins um 40% af áætlaðri þörf – enn mun því vanta um 160 milljarða króna til að uppfylla þörf á viðhaldi og nýfjárfestingum í vegakerfinu. Nú þegar samdráttur er fram undan er takmarkað rými í rekstri hins opinbera til að ráðast í frekari fjárfestingar. Ef vilji er til að mæta uppsafnaðri þörf þarf því að horfa til annarra leiða. Hin svokallaða samvinnuleið (e. Public-Private Partnership) sem er samstarfsverkefni hins opinbera með einkaaðilum er ein leið. Þegar opinberar framkvæmdir fara fram úr áætlunum bera skattgreiðendur þann kostnað. Harpa, Landeyjahöfn og Bragginn eru nærtæk dæmi um slíkt. Einn af kostum samvinnuleiðar er að einkaaðilar bera að hluta eða alfarið fjárhagslega áhættu af verkefninu. Samvinnuleiðin veitir auk þess aðgang að fjármagni einkageirans og tryggir þar með að unnt sé að sinna nauðsynlegum innviðafjárfestingum þrátt fyrir takmarkanir í opinberum rekstri. Langtímaverkefni, til dæmis til 20-30 ára, henta vel til samvinnuverkefna og algengast er að einkaaðilum sé falið að hanna, framkvæma og reka verkefnið uns það er afhent hinu opinbera að samningstíma loknum. Eðli máls samkvæmt gerir rekstraraðili kröfu um viðunandi arðsemi af verkefninu en til þess greiðir hið opinbera fyrir veitta þjónustu eða veitir rekstraraðila leyfi til að innheimta notkunargjöld. Samgönguinnviðir, svo sem brýr, hraðbrautir, göng og almenningssamgöngur hafa löngum þótt álitlegir kostir fyrir slík samvinnuverkefni. Víðsvegar má finna dæmi um slík verkefni.Á Íslandi má nefna Hvalfjarðargöngin sem voru afhent ríkinu skuldlaust í fyrra, 20 árum eftir opnun. Frumkvæði að gerð ganganna kom ekki frá ríkinu og var hún ekki á samgönguáætlun ríkisins. Opinberir aðilar áttu meirihluta í Speli, eignarhaldsfélagi Hvalfjarðarganga, en áhættan við gangagerðina sjálfa hvíldi að mestu leyti á verktökum. Uppbyggingu ganganna lauk 15 mánuðum fyrr en upphaflega var áætlað.Árið 2005 var M7 hraðbrautin í Ástralíu opnuð og var hún þá stærsta einstaka vegaframkvæmd sem Ástralar höfðu tekið sér fyrir hendur. Stjórnvöld sömdu við einkaaðila og að endingu var hraðbrautin opnuð átta mánuðum fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir.Arlanda járnbrautarlínan frá aðallestarstöð Stokkhólms til Arlanda flugvallar var fyrsta samstarfsverkefni hins opinbera og einkaaðila í Svíþjóð. Markmiðið með lestinni var að bregðast við aukinni umferð til og frá flugvellinum og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda; en hið síðarnefnda er einnig markmið með hinni fyrirhuguðu íslensku Borgarlínu.Reynsla Norðmanna af samvinnuleiðinni er einnig góð. Ráðist var í þrjú samvinnuverkefni á árunum 2005-2009 til 25 ára. Þegar hefur verið tekin ákvörðun um að ráðist verði í þrjú umfangsmikil samstarfsverkefni til viðbótar. Ekkert er því til fyrirstöðu að íslensk stjórnvöld taki til athugunar hvort unnt sé að endurtaka leikinn sem var leikinn með Hvalfjarðargöngunum og nýti samvinnuleiðina til fjármögnunar á samgöngumannvirkjum. Sem dæmi má nefna tvöföldun Hvalfjarðarganga, lagningu Sundabrautar og mögulega uppbyggingu Borgarlínunnar. Arðbærar fjárfestingar geta reynst drjúg innspýting fyrir hagkerfið á tímum efnahagssamdráttar og verið framlag stjórnvalda til hagvaxtar nú og til frambúðar.Höfundur er forstöðumaður efnahagssviðs SA
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun