Lækkum lyfjakostnað og veljum samheitalyf Jónas Þ. Birgisson og Aðalsteinn Jens Loftsson skrifar 29. ágúst 2019 10:30 Lyf á Íslandi hafa lækkað að raunvirði um helming frá árinu 2003 og í dag er lyfjaverð á Íslandi sambærilegt við það sem gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum þegar tekið er tillit til þess að lyf eru í hæsta virðisaukaskattsþrepi hér á landi. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Hagfræðistofnunar um lyfsölu á Íslandi. Í sömu skýrslu kemur einnig fram að kostnaður sjúklinganna sjálfra vegna lyfjakaupa er hins vegar hærri hér á landi og kemur þar einkum tvennt til. Í fyrsta lagi greiðir ríkið minna hlutfall í lyfjakostnaði en annars staðar og því greiðir almenningur meira, sem þýðir í raun að lækkunin sem orðið hefur á lyfjaverði hefur skilað sér að mestu til ríkisins en ekki til fólksins í landinu. Í öðru lagi er notkun samheitalyfja minni hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Hvað eru samheitalyf? Þetta er spurning sem við starfsfólk apótekanna fáum oft. Í stuttu máli má segja að lyf samanstandi í grunninn af tveimur þáttum; annars vegar er um að ræða virka efnið sem á að gera það sem leitað er eftir, og hins vegar ýmiskonar hjálparefni. Samheitalyf inniheldur því þetta sama virka efni en hjálparefnin eru hins vegar önnur. Fyrir flesta skipta þessi hjálparefni ekki máli en í sumum tilfellum geta þau vissulega skipt sköpum. Við hjá Lyfju mælum með því að prófa samheitalyf sé það í boði og spara þannig verðmismuninn. Ef í ljós kemur að einstaklingur getur af einhverjum orsökum ekki notað ódýrari samheitalyf, getur læknir viðkomandi sótt um aukna greiðslu til Sjúkratrygginga þannig að ekki falli aukinn kostnaður á viðkomandi.Aðalsteinn Jens Loftsson lyfjafræðingur.„En læknirinn skrifaði upp á þetta lyf“ Við sem störfum í apótekum heyrum oft að læknir hafi skrifað upp á visst lyf og þá er spurt hvers vegna hann hafi þá ekki skrifað upp á ódýrara samheitalyfið sem verið er að bjóða í staðinn. Læknar geta átt erfitt með að fylgjast með öllum þeim nýjum lyfjum sem koma á markaðinn en lyfjafræðingar apótekanna hafa hins vegar betri yfirsýn. Það er því hlutverk okkar lyfjafræðinganna í apótekunum að benda fólki á samheitalyfin. Hægt er að spara tugi þúsunda króna á ársgrundvelli með notkun og kaupum á ódýrara samheitalyfi. Algengt er að sparnaðurinn telji um 1.000 til 2.000 krónur á hverjum þriggja mánaða skammti sé ódýrara lyfið valið. Taki einstaklingur því fjögur mismunandi lyf að staðaldri, er hægt að spara um 16 til 32 þúsund krónur í lyfjakostnað á ári hverju. Lyfja skorar á stjórnvöld að láta einstaklinga njóta verðlækkunar lyfja á síðustu árum með því að hækka greitt hlutfall ríkisins í heildarkostnaði lyfjanna. Við hjá Lyfju ætlum hins vegar að setja okkur það markmið að auka hlutfall ódýrari samheitalyfja með betri fræðslu til þeirra sem þurfa á lyfjum að halda.Höfundar eru lyfjafræðingar og starfa sem lyfsalar í Lyfju á Granda og Lyfju á Ísafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Lyf á Íslandi hafa lækkað að raunvirði um helming frá árinu 2003 og í dag er lyfjaverð á Íslandi sambærilegt við það sem gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum þegar tekið er tillit til þess að lyf eru í hæsta virðisaukaskattsþrepi hér á landi. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Hagfræðistofnunar um lyfsölu á Íslandi. Í sömu skýrslu kemur einnig fram að kostnaður sjúklinganna sjálfra vegna lyfjakaupa er hins vegar hærri hér á landi og kemur þar einkum tvennt til. Í fyrsta lagi greiðir ríkið minna hlutfall í lyfjakostnaði en annars staðar og því greiðir almenningur meira, sem þýðir í raun að lækkunin sem orðið hefur á lyfjaverði hefur skilað sér að mestu til ríkisins en ekki til fólksins í landinu. Í öðru lagi er notkun samheitalyfja minni hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Hvað eru samheitalyf? Þetta er spurning sem við starfsfólk apótekanna fáum oft. Í stuttu máli má segja að lyf samanstandi í grunninn af tveimur þáttum; annars vegar er um að ræða virka efnið sem á að gera það sem leitað er eftir, og hins vegar ýmiskonar hjálparefni. Samheitalyf inniheldur því þetta sama virka efni en hjálparefnin eru hins vegar önnur. Fyrir flesta skipta þessi hjálparefni ekki máli en í sumum tilfellum geta þau vissulega skipt sköpum. Við hjá Lyfju mælum með því að prófa samheitalyf sé það í boði og spara þannig verðmismuninn. Ef í ljós kemur að einstaklingur getur af einhverjum orsökum ekki notað ódýrari samheitalyf, getur læknir viðkomandi sótt um aukna greiðslu til Sjúkratrygginga þannig að ekki falli aukinn kostnaður á viðkomandi.Aðalsteinn Jens Loftsson lyfjafræðingur.„En læknirinn skrifaði upp á þetta lyf“ Við sem störfum í apótekum heyrum oft að læknir hafi skrifað upp á visst lyf og þá er spurt hvers vegna hann hafi þá ekki skrifað upp á ódýrara samheitalyfið sem verið er að bjóða í staðinn. Læknar geta átt erfitt með að fylgjast með öllum þeim nýjum lyfjum sem koma á markaðinn en lyfjafræðingar apótekanna hafa hins vegar betri yfirsýn. Það er því hlutverk okkar lyfjafræðinganna í apótekunum að benda fólki á samheitalyfin. Hægt er að spara tugi þúsunda króna á ársgrundvelli með notkun og kaupum á ódýrara samheitalyfi. Algengt er að sparnaðurinn telji um 1.000 til 2.000 krónur á hverjum þriggja mánaða skammti sé ódýrara lyfið valið. Taki einstaklingur því fjögur mismunandi lyf að staðaldri, er hægt að spara um 16 til 32 þúsund krónur í lyfjakostnað á ári hverju. Lyfja skorar á stjórnvöld að láta einstaklinga njóta verðlækkunar lyfja á síðustu árum með því að hækka greitt hlutfall ríkisins í heildarkostnaði lyfjanna. Við hjá Lyfju ætlum hins vegar að setja okkur það markmið að auka hlutfall ódýrari samheitalyfja með betri fræðslu til þeirra sem þurfa á lyfjum að halda.Höfundar eru lyfjafræðingar og starfa sem lyfsalar í Lyfju á Granda og Lyfju á Ísafirði.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun