Hefði Nóbelsverðlaunaskáldið kallað þá skemenn? Ole Anton Bieltvedt skrifar 29. ágúst 2019 09:00 Það hefur verið með ólíkindum, hvernig bullið og ruglið um ESB-orkupakkana hefur flætt yfir bakkana, án efnisraka, góðra útskýringa eða skiljanlegs málflutnings. Það hefur verið talinn góður siður að hugsa og kynna sér málin fyrst og tjá sig svo á eftir. Hér, hins vegar, láta menn í stórum stíl – líka virðingarverðir menn og að margra mati góðir og klárir, líka merkir ritstjórar og fyrrverandi ráðherrar, svo að ekki sé nú talað um þá, sem hvort tveggja eru – móðan mása og spara ekki stóru orðin annaðhvort af þekkingarskorti eða í stórfelldum blekkingaleik. Þessi mannskapur heldur því fram, að Íslendingar búi yfir gífurlegri raforku, langt umfram aðra menn og þjóðir, og að vondir útlendingar og ESB-grýlur ásælist þennan mikla orkuauð okkar. Hver er sannleikurinn í málinu? Hér að neðan verður reynt, að koma kjarna hans að – þó að þetta verði kannske bara eins og dropi í ólgandi ósanninda- og blekkingahafið. „Orkan okkar“ – þar sem nokkrir þeirra eru samankomnir, sem Laxness hefði kannske kallað skemenn – segir m.a. þetta í heilsíðuauglýsingu í Mogga nýlega. „VIÐ ERUM MESTA RAFORKUÞJÓÐ HEIMS.“ Þetta myndi auðvitað gera íslenzka raforku merkilega, og væri jafnvel hægt að tala um sérstök auðæfi, ef þetta væri nú bara satt og rétt. Og hver er sannleikurinn? ESB framleiðir (2017) 2.895.917.693 gígavattstundir af raforku. Og hvað framleiddi Ísland? 18.061.163 gígavattstundir. Íslenzk raforkuframleiðsla er sem sé aðeins 0,6% af raforkuframleiðslu ESB. Íslenzk raforka er þannig rétt upp í nös á ketti í evrópsku heildarsamhengi; það ásælist hana enginn og það hefur enginn minnsta áhuga á henni. Liggur ekki líka fyrir, að okkur kynni sjálf að skorta orku, til eigin nota, innan þriggja ára? Næstu meiriháttar rafstrengir verða lagðir yfir Miðjarðarhaf, frá Afríku til Evrópu, byggt á óendanlegri sólarorku þeirrar álfu, verði Evrópa þá ekki orðin sjálfri sér næg með sólar-, vind- og sjávarfallaorku. Og hvað meinti svo rithöfundurinn mikli með „skemaður“? Blekkingameistari, loddari, hræsnari, en reyndar líka seiðkarl. Simmi seiðkarl? Hljómar ekki illa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Það hefur verið með ólíkindum, hvernig bullið og ruglið um ESB-orkupakkana hefur flætt yfir bakkana, án efnisraka, góðra útskýringa eða skiljanlegs málflutnings. Það hefur verið talinn góður siður að hugsa og kynna sér málin fyrst og tjá sig svo á eftir. Hér, hins vegar, láta menn í stórum stíl – líka virðingarverðir menn og að margra mati góðir og klárir, líka merkir ritstjórar og fyrrverandi ráðherrar, svo að ekki sé nú talað um þá, sem hvort tveggja eru – móðan mása og spara ekki stóru orðin annaðhvort af þekkingarskorti eða í stórfelldum blekkingaleik. Þessi mannskapur heldur því fram, að Íslendingar búi yfir gífurlegri raforku, langt umfram aðra menn og þjóðir, og að vondir útlendingar og ESB-grýlur ásælist þennan mikla orkuauð okkar. Hver er sannleikurinn í málinu? Hér að neðan verður reynt, að koma kjarna hans að – þó að þetta verði kannske bara eins og dropi í ólgandi ósanninda- og blekkingahafið. „Orkan okkar“ – þar sem nokkrir þeirra eru samankomnir, sem Laxness hefði kannske kallað skemenn – segir m.a. þetta í heilsíðuauglýsingu í Mogga nýlega. „VIÐ ERUM MESTA RAFORKUÞJÓÐ HEIMS.“ Þetta myndi auðvitað gera íslenzka raforku merkilega, og væri jafnvel hægt að tala um sérstök auðæfi, ef þetta væri nú bara satt og rétt. Og hver er sannleikurinn? ESB framleiðir (2017) 2.895.917.693 gígavattstundir af raforku. Og hvað framleiddi Ísland? 18.061.163 gígavattstundir. Íslenzk raforkuframleiðsla er sem sé aðeins 0,6% af raforkuframleiðslu ESB. Íslenzk raforka er þannig rétt upp í nös á ketti í evrópsku heildarsamhengi; það ásælist hana enginn og það hefur enginn minnsta áhuga á henni. Liggur ekki líka fyrir, að okkur kynni sjálf að skorta orku, til eigin nota, innan þriggja ára? Næstu meiriháttar rafstrengir verða lagðir yfir Miðjarðarhaf, frá Afríku til Evrópu, byggt á óendanlegri sólarorku þeirrar álfu, verði Evrópa þá ekki orðin sjálfri sér næg með sólar-, vind- og sjávarfallaorku. Og hvað meinti svo rithöfundurinn mikli með „skemaður“? Blekkingameistari, loddari, hræsnari, en reyndar líka seiðkarl. Simmi seiðkarl? Hljómar ekki illa.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun