Ákvörðun Boris Johnson um að fresta þingfundum líkt við valdarán Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. ágúst 2019 20:00 Ákvörðun Johnson um að fresta þingfundum hefur verið mótmælt í London í kvöld. vísir/getty Sú ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, um fresta þingfundum hefur verið sætt mikilli gagnrýni í dag og er óhætt að segja að stjórnarandstaðan á breska þinginu sé bálreið vegna málsins. Þá komu mótmælendur saman við þinghúsið í London í kvöld og hrópuðu slagorðin „Stöðvið valdaránið“ og „Verndið lýðræðið okkar.“ Elísabet Englandsdrottning varð við beiðni Johnson í dag um að fresta þingfundum aðeins nokkrum dögum eftir að það kemur saman í september og þar til þann 14. október. Að óbreyttu gengur Bretland úr Evrópusambandinu þann 31. október. Með frestun þingsins er talið ólíklegt neðri deild þingsins geti samþykkt lög sem ætlað væri að stöðva útgöngu Bretlands úr ESB án samnings við sambandið. Johnson hefur þó þvertekið fyrir það að hann sé að reyna að koma í veg fyrir slíka atkvæðagreiðslu á þinginu með frestuninni.I signed the #ChurchHouseDeclaration opposing Boris Johnson shutting down parliament so he can force our country into a No Deal Brexit. There is nothing patriotic about knowingly doing harm to my country and my constituents and I will do everything I can to stop him! pic.twitter.com/6iZM5LlgOy — Clive Efford (@CliveEfford) August 28, 2019Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir ákvörðun Johnson árás á lýðræðið. Hann hefur óskað eftir fundi með Englandsdrottningu vegna málsins þar sem hann telur forsætisráðherrann fara gegn vilja meirihluta þingmanna. John Bercow, forseti breska þingsins, sem vegna stöðu sinnar blandar sér sjaldan í pólitísk deilumál segir frestun þingsins svívirðu við stjórnarskrá landsins. „Hvernig svo sem reynt er að mála þetta upp þá er það augljóst að með þessu á að stöðva þingmenn í því að ræða Brexit og koma þannig í veg fyrir að þeir geri skyldu sína,“ segir Bercow. Amelia Womack, varaformaður Græningja í Bretlandi, mótmælti við þinghúsið í kvöld. „Við erum hér til þess að mótmæla valdaráni Boris Johnson. Við erum með fulltrúalýðræði hér og með því að fresta þinginu þá er verið að taka burt lýðræðislegan rétt almennings,“ sagði Womack. Þá lét Angela Smith, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í efri deild breska þingsins, Boris Johnson og ríkisstjórn hans fá það óþvegið í grein sem hún ritaði í tímarit þingsins, The House. Sagði hún ákvörðun forsætisráðherrans vera „trumpíska“ í anda og nánast valdarán. „Án þess að hafa atkvæðin á bak við sig eða nokkurn almennan stuðning, reynir Johnson nú að koma í veg fyrir vilja neðri deildar þingsins með því einfaldlega að loka henni og reyna þannig að hindra kjörna þingmenn í því að sinna því starfi sem þeir voru kosnir til. Þetta er svívirða við stjórnarskrána, nánast valdarán og verður að mótmæla,“ skrifar Smith. Stephen Doughty, þingmaðurinn Verkamannaflokksins, sagði Johnson heigul í sjónvarpsviðtali. „Hann er heigull. Hann er á flótta frá okkur sem erum fulltrúar almennings og við munum ekki líða það,“ sagði Doughty. Ákvörðun Johnson væri ólýðræðisleg."He's a coward. He's running away from the representatives of the people and we won't stand for it." Welsh Labour MP @SDoughtyMP has criticised Prime Minister Boris Johnson's decision to suspend Parliament https://t.co/md2v1O5mY5pic.twitter.com/PDhKSbb1ES — ITV Wales News (@ITVWales) August 28, 2019 Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Sú ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, um fresta þingfundum hefur verið sætt mikilli gagnrýni í dag og er óhætt að segja að stjórnarandstaðan á breska þinginu sé bálreið vegna málsins. Þá komu mótmælendur saman við þinghúsið í London í kvöld og hrópuðu slagorðin „Stöðvið valdaránið“ og „Verndið lýðræðið okkar.“ Elísabet Englandsdrottning varð við beiðni Johnson í dag um að fresta þingfundum aðeins nokkrum dögum eftir að það kemur saman í september og þar til þann 14. október. Að óbreyttu gengur Bretland úr Evrópusambandinu þann 31. október. Með frestun þingsins er talið ólíklegt neðri deild þingsins geti samþykkt lög sem ætlað væri að stöðva útgöngu Bretlands úr ESB án samnings við sambandið. Johnson hefur þó þvertekið fyrir það að hann sé að reyna að koma í veg fyrir slíka atkvæðagreiðslu á þinginu með frestuninni.I signed the #ChurchHouseDeclaration opposing Boris Johnson shutting down parliament so he can force our country into a No Deal Brexit. There is nothing patriotic about knowingly doing harm to my country and my constituents and I will do everything I can to stop him! pic.twitter.com/6iZM5LlgOy — Clive Efford (@CliveEfford) August 28, 2019Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir ákvörðun Johnson árás á lýðræðið. Hann hefur óskað eftir fundi með Englandsdrottningu vegna málsins þar sem hann telur forsætisráðherrann fara gegn vilja meirihluta þingmanna. John Bercow, forseti breska þingsins, sem vegna stöðu sinnar blandar sér sjaldan í pólitísk deilumál segir frestun þingsins svívirðu við stjórnarskrá landsins. „Hvernig svo sem reynt er að mála þetta upp þá er það augljóst að með þessu á að stöðva þingmenn í því að ræða Brexit og koma þannig í veg fyrir að þeir geri skyldu sína,“ segir Bercow. Amelia Womack, varaformaður Græningja í Bretlandi, mótmælti við þinghúsið í kvöld. „Við erum hér til þess að mótmæla valdaráni Boris Johnson. Við erum með fulltrúalýðræði hér og með því að fresta þinginu þá er verið að taka burt lýðræðislegan rétt almennings,“ sagði Womack. Þá lét Angela Smith, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í efri deild breska þingsins, Boris Johnson og ríkisstjórn hans fá það óþvegið í grein sem hún ritaði í tímarit þingsins, The House. Sagði hún ákvörðun forsætisráðherrans vera „trumpíska“ í anda og nánast valdarán. „Án þess að hafa atkvæðin á bak við sig eða nokkurn almennan stuðning, reynir Johnson nú að koma í veg fyrir vilja neðri deildar þingsins með því einfaldlega að loka henni og reyna þannig að hindra kjörna þingmenn í því að sinna því starfi sem þeir voru kosnir til. Þetta er svívirða við stjórnarskrána, nánast valdarán og verður að mótmæla,“ skrifar Smith. Stephen Doughty, þingmaðurinn Verkamannaflokksins, sagði Johnson heigul í sjónvarpsviðtali. „Hann er heigull. Hann er á flótta frá okkur sem erum fulltrúar almennings og við munum ekki líða það,“ sagði Doughty. Ákvörðun Johnson væri ólýðræðisleg."He's a coward. He's running away from the representatives of the people and we won't stand for it." Welsh Labour MP @SDoughtyMP has criticised Prime Minister Boris Johnson's decision to suspend Parliament https://t.co/md2v1O5mY5pic.twitter.com/PDhKSbb1ES — ITV Wales News (@ITVWales) August 28, 2019
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira