Hagnaður Sýnar á fyrri helmingi ársins 455 milljónir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. ágúst 2019 18:03 Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar. Sýn hf. Hagnaður Sýnar á fyrri helmingi ársins 2019 nam 455 milljónum króna sem er 413 milljóna króna hækkun frá sama tímabili í fyrra. Fyrirtækið tapaði hins vegar 215 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi 2019 og segir Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, í tilkynningu vegna afkomu fyrirtækisins á fyrri helmingi ársins að afkoma síðasta ársfjórðungs séu vonbrigði. „Fyrri spár stóðust engan veginn. Helstu ástæður eru verðlækkanir og frítilboð á fjarskiptamarkaði auk þess sem kostnaður á fjölmiðlamarkaði var umfram áætlanir,“ segir Heiðar. Hann segir nýja framkvæmdastjórn hafa komið miklu í verk frá því hún tók við síðasta uppgjör í maí. „Við höfum hagrætt mikið í rekstri, en kostnaðarlækkun mun nema yfir 50 milljónum á mánuði þegar hún kemur fram í vetur. Deildir hafa verið sameinaðar, millistjórnendum og almennu starfsfólki hefur fækkað auk þess sem endursamið hefur verið við birgja.“ Í tilkynningu Sýnar kemur fram að tekjur á öðrum ársfjórðungi hafi numið fimm milljörðum króna sem er þrjú prósent lækkun á milli tímabila. Þá lækkuðu tekjur á fyrri helmingi ársins um 189 milljónir króna á milli ára, eða um tvö prósent. Rekstrarhagnaður Sýnar fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) fyrstu sex mánuði ársins var tæpir 2,2 milljarðar króna, samanborið við tæpa 2,5 milljarða á fyrri helmingi ársins 2018. Uppfærða EBITDA-horfur fyrir árið 2019 eru um 5,6 milljarðar króna. Nánari upplýsingar um afkomu Sýnar má nálgast hér.Vísir er í eigu Sýnar hf. Fjarskipti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Þrettán uppsagnir hjá Sýn Heiðar Guðjónsson, forstjóri fyrirtækisins, segir uppsagnirnar vera hluta af skipulagsbreytingum vegna sameiningar Vodafone og 365. 15. ágúst 2019 17:08 Ofmátu tekjur og vanmátu kostnað en sjá fram á betri vetur Dagurinn var fjarskiptafyrirtækinu Sýn erfiður í Kauphöllinni. 20. ágúst 2019 16:30 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Hagnaður Sýnar á fyrri helmingi ársins 2019 nam 455 milljónum króna sem er 413 milljóna króna hækkun frá sama tímabili í fyrra. Fyrirtækið tapaði hins vegar 215 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi 2019 og segir Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, í tilkynningu vegna afkomu fyrirtækisins á fyrri helmingi ársins að afkoma síðasta ársfjórðungs séu vonbrigði. „Fyrri spár stóðust engan veginn. Helstu ástæður eru verðlækkanir og frítilboð á fjarskiptamarkaði auk þess sem kostnaður á fjölmiðlamarkaði var umfram áætlanir,“ segir Heiðar. Hann segir nýja framkvæmdastjórn hafa komið miklu í verk frá því hún tók við síðasta uppgjör í maí. „Við höfum hagrætt mikið í rekstri, en kostnaðarlækkun mun nema yfir 50 milljónum á mánuði þegar hún kemur fram í vetur. Deildir hafa verið sameinaðar, millistjórnendum og almennu starfsfólki hefur fækkað auk þess sem endursamið hefur verið við birgja.“ Í tilkynningu Sýnar kemur fram að tekjur á öðrum ársfjórðungi hafi numið fimm milljörðum króna sem er þrjú prósent lækkun á milli tímabila. Þá lækkuðu tekjur á fyrri helmingi ársins um 189 milljónir króna á milli ára, eða um tvö prósent. Rekstrarhagnaður Sýnar fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) fyrstu sex mánuði ársins var tæpir 2,2 milljarðar króna, samanborið við tæpa 2,5 milljarða á fyrri helmingi ársins 2018. Uppfærða EBITDA-horfur fyrir árið 2019 eru um 5,6 milljarðar króna. Nánari upplýsingar um afkomu Sýnar má nálgast hér.Vísir er í eigu Sýnar hf.
Fjarskipti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Þrettán uppsagnir hjá Sýn Heiðar Guðjónsson, forstjóri fyrirtækisins, segir uppsagnirnar vera hluta af skipulagsbreytingum vegna sameiningar Vodafone og 365. 15. ágúst 2019 17:08 Ofmátu tekjur og vanmátu kostnað en sjá fram á betri vetur Dagurinn var fjarskiptafyrirtækinu Sýn erfiður í Kauphöllinni. 20. ágúst 2019 16:30 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Þrettán uppsagnir hjá Sýn Heiðar Guðjónsson, forstjóri fyrirtækisins, segir uppsagnirnar vera hluta af skipulagsbreytingum vegna sameiningar Vodafone og 365. 15. ágúst 2019 17:08
Ofmátu tekjur og vanmátu kostnað en sjá fram á betri vetur Dagurinn var fjarskiptafyrirtækinu Sýn erfiður í Kauphöllinni. 20. ágúst 2019 16:30