Þjónustuafgangur jókst þrátt fyrir fækkun ferðamanna Birgir Olgeirsson skrifar 26. ágúst 2019 15:06 Þróunina má rekja til þess að Íslendingar ferðast minna. vísir/ernir Þrátt fyrir verulegan samdrátt í komum erlendra ferðamanna á öðrum ársfjórðungi varð lítils háttar aukning í þjónustujöfnuði. Þessa þróun má meðal annars rekja til þess að ferðalög Íslendinga erlendis drógust einnig saman.Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Þar kemur fram að þjónustuútflutningur á öðrum fjórðungi ársins nam 116,1 milljarði króna og dróst hann saman um rúma 3,6 milljarða króna, eða 2,1%, á milli ára. Þjónustuinnflutningur nam hins vegar tæpum 114 milljörðum króna og dróst hann saman um 4,3 milljarða króna, eða 3,6%, á milli ára. Þjónustujöfnuður var því jákvæður um 52,1 milljarða króna sem er um 700 milljónum króna eða 1,4% meiri afgangur en á sama tíma í fyrra. Meiri afgangur nú skýrist af því að þjónustuinnflutningur dróst meira saman að krónutölu en þjónustuútflutningur. Að undanskildu síðasta ári er þetta minnsti afgangur af þjónustuviðskiptum á öðrum ársfjórðungi síðan árið 2014, en þá nam hann 32,3 milljörðum króna. Erlendum ferðamönnum fækkaði um 19,2% á öðrum fjórðungi borið saman við sama fjórðung í fyrra. Þetta er fyrsti ársfjórðungurinn þar sem Wow air nýtur ekki við en félagið fór í þrot í lok mars. Tekjur af farþegaflutningum drógust saman um 29% á öðrum fjórðungi sé miðað við fast gengi krónu og var það þriðji fjórðungurinn í röð sem samdráttur mælist í farþegaflutningum á þann mælikvarða. Langumsvifamesti innflutningur til landsins í formi þjónustu eru ferðalög Íslendinga erlendis. Þessi liður var 43% af heildarinnflutningi þjónustu á síðasta ári og hafði farið hækkandi árin þar á undan, en hlutfallið var t.d. 31% árið 2014. Ferðalög Íslendinga hafa aukist verulega á síðustu árum samfara auknum uppgangi hér á landi, lægra flugmiðaverði og styrkingu krónunnar sem hefur aukið kaupmátt Íslendinga erlendis. Ákveðin breyting varð á þessu á fyrsta fjórðungi þegar brottförum Íslendinga fækkaði um 8,5% miðað við sama tímabil í árið áður. Það var í fyrsta skiptið síðan á fyrsta ársfjórðungi 2014 sem brottfarir dragast saman. Fækkunin nú á öðrum ársfjórðungi nam 2,2%. Þessi fækkun brottfara hefur leitt til þess að vöxtur í innflutningi ferðalaga hefur minnkað í samanburði við vöxt síðustu missera. Vöxturinn í innflutningi ferðalaga nam 8,1% en sé vöxturinn settur á fast gengi krónu var hann neikvæður um 4,4%. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Þrátt fyrir verulegan samdrátt í komum erlendra ferðamanna á öðrum ársfjórðungi varð lítils háttar aukning í þjónustujöfnuði. Þessa þróun má meðal annars rekja til þess að ferðalög Íslendinga erlendis drógust einnig saman.Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Þar kemur fram að þjónustuútflutningur á öðrum fjórðungi ársins nam 116,1 milljarði króna og dróst hann saman um rúma 3,6 milljarða króna, eða 2,1%, á milli ára. Þjónustuinnflutningur nam hins vegar tæpum 114 milljörðum króna og dróst hann saman um 4,3 milljarða króna, eða 3,6%, á milli ára. Þjónustujöfnuður var því jákvæður um 52,1 milljarða króna sem er um 700 milljónum króna eða 1,4% meiri afgangur en á sama tíma í fyrra. Meiri afgangur nú skýrist af því að þjónustuinnflutningur dróst meira saman að krónutölu en þjónustuútflutningur. Að undanskildu síðasta ári er þetta minnsti afgangur af þjónustuviðskiptum á öðrum ársfjórðungi síðan árið 2014, en þá nam hann 32,3 milljörðum króna. Erlendum ferðamönnum fækkaði um 19,2% á öðrum fjórðungi borið saman við sama fjórðung í fyrra. Þetta er fyrsti ársfjórðungurinn þar sem Wow air nýtur ekki við en félagið fór í þrot í lok mars. Tekjur af farþegaflutningum drógust saman um 29% á öðrum fjórðungi sé miðað við fast gengi krónu og var það þriðji fjórðungurinn í röð sem samdráttur mælist í farþegaflutningum á þann mælikvarða. Langumsvifamesti innflutningur til landsins í formi þjónustu eru ferðalög Íslendinga erlendis. Þessi liður var 43% af heildarinnflutningi þjónustu á síðasta ári og hafði farið hækkandi árin þar á undan, en hlutfallið var t.d. 31% árið 2014. Ferðalög Íslendinga hafa aukist verulega á síðustu árum samfara auknum uppgangi hér á landi, lægra flugmiðaverði og styrkingu krónunnar sem hefur aukið kaupmátt Íslendinga erlendis. Ákveðin breyting varð á þessu á fyrsta fjórðungi þegar brottförum Íslendinga fækkaði um 8,5% miðað við sama tímabil í árið áður. Það var í fyrsta skiptið síðan á fyrsta ársfjórðungi 2014 sem brottfarir dragast saman. Fækkunin nú á öðrum ársfjórðungi nam 2,2%. Þessi fækkun brottfara hefur leitt til þess að vöxtur í innflutningi ferðalaga hefur minnkað í samanburði við vöxt síðustu missera. Vöxturinn í innflutningi ferðalaga nam 8,1% en sé vöxturinn settur á fast gengi krónu var hann neikvæður um 4,4%.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun