Mjög óþægileg upplifun en hrósar flugmönnunum fyrir fumlaus viðbrögð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. ágúst 2019 14:30 Sigrún Ósk Kristjánsdóttir var um borð í vélinni sem snúa þurfti við. Vísir/Egill Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, dagskrárgerðarkona á Stöð 2, var um borð í flugvél United Airlines sem snúið var við vegna bilunar í hreyfli skömmu eftir hádegi í dag. Hún segir tilfinninguna hafa verið óþægilega en að flugmennirnir hafi leyst vel úr stöðunni sem kom upp.Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli klukkan eitt í dag eftir að flugmenn Boeing 757 flugvélar United Airlines sem lagði af stað frá Keflavík til New York skömmu eftir hádegi óskuðu eftir því að fá að koma inn til lendingar. Lendingin gekk án vandkvæða en flugmenn tilkynntu farþegum um bilunina um 30-40 mínútum eftir brottför. Sigrún Ósk segir í samtali við Vísi að farþegar hafi ekki orðið varir við bilunina. „Nei, ekki neitt. Það kemur bara upp úr þurru þessi tilkynning að hreyfillinn sé að ofhitna og að þeir þurfi að snúa við til Keflavíkur og að það muni taka svona tuttugu mínútur,“ segir Sigrún Ósk.Eins og sjá má hafði vélin ekki verið lengi í loftinu þegar henni var snúið við.Mynd/Flightradar 24Farþegar héldu ró sinni Flugmennirnir gáfu þá skýringu að engar sjáanlegar orsakir væru fyrir því að hreyfillinn væri að ofhitna. Því hafi verið ákveðið að snúa vélinni við svo kanna mætti málið betur. Farþegar héldu ró sinni þökk sé greinargóðum upplýsingum frá flugmönnunum „Þetta var í öllu falli mjög óþægilegt en það var ekkert „panik“ um borð. Þeir gerðu það sem þeir gátu til að fullvissa okkur um að þetta yrði í lagi,“ segir Sigrún Ósk. Lendingin gekk sem fyrr segir greiðlega fyrir sig en flugmennirnir vöruðu farþega við að láta hinn mikla viðbúnað ekki bregða sér. Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli vegna bilunarinnar, allir viðbragðsaðilar á suðvesturhorninu virkjaðir. Búið er að afturkalla hættustig og mun vélin fara í skoðun.Fulltrúar Rauða Krossins bjóða farþegum upp á áfallahjálp.Vísir/EgillÞegar Vísir náði tali af Sigrúnu var hún um borð í rútu ásamt öðrum farþegum á leið aftur upp á Keflavíkurflugvöll. Þar mun fulltrúi United Airlines taka á móti farþegunum og fara yfir næstu skref. Sjálf er Sigrún á leið til Kólumbíu og segist hún mestar áhyggjur hafa af því að missa af tengifluginu þangað. Í það minnsta hefur hún ekki áhyggjur af því að stíga aftur upp í flugvél eftir þessa lífsreynslu. „Ef að einhver býður upp á þann möguleika þá geri ég það.“ Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Tókst að lenda flugvélinni án vandkvæða Búið er að virkja viðbúnaðarstig á Keflavíkurflugvelli eftir að flugmenn vélar Delta Airlines á leið frá Keflavík til New York óskuðu eftir því að koma inn til lendingar skömmu eftir flugtak. 26. ágúst 2019 13:30 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Sjá meira
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, dagskrárgerðarkona á Stöð 2, var um borð í flugvél United Airlines sem snúið var við vegna bilunar í hreyfli skömmu eftir hádegi í dag. Hún segir tilfinninguna hafa verið óþægilega en að flugmennirnir hafi leyst vel úr stöðunni sem kom upp.Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli klukkan eitt í dag eftir að flugmenn Boeing 757 flugvélar United Airlines sem lagði af stað frá Keflavík til New York skömmu eftir hádegi óskuðu eftir því að fá að koma inn til lendingar. Lendingin gekk án vandkvæða en flugmenn tilkynntu farþegum um bilunina um 30-40 mínútum eftir brottför. Sigrún Ósk segir í samtali við Vísi að farþegar hafi ekki orðið varir við bilunina. „Nei, ekki neitt. Það kemur bara upp úr þurru þessi tilkynning að hreyfillinn sé að ofhitna og að þeir þurfi að snúa við til Keflavíkur og að það muni taka svona tuttugu mínútur,“ segir Sigrún Ósk.Eins og sjá má hafði vélin ekki verið lengi í loftinu þegar henni var snúið við.Mynd/Flightradar 24Farþegar héldu ró sinni Flugmennirnir gáfu þá skýringu að engar sjáanlegar orsakir væru fyrir því að hreyfillinn væri að ofhitna. Því hafi verið ákveðið að snúa vélinni við svo kanna mætti málið betur. Farþegar héldu ró sinni þökk sé greinargóðum upplýsingum frá flugmönnunum „Þetta var í öllu falli mjög óþægilegt en það var ekkert „panik“ um borð. Þeir gerðu það sem þeir gátu til að fullvissa okkur um að þetta yrði í lagi,“ segir Sigrún Ósk. Lendingin gekk sem fyrr segir greiðlega fyrir sig en flugmennirnir vöruðu farþega við að láta hinn mikla viðbúnað ekki bregða sér. Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli vegna bilunarinnar, allir viðbragðsaðilar á suðvesturhorninu virkjaðir. Búið er að afturkalla hættustig og mun vélin fara í skoðun.Fulltrúar Rauða Krossins bjóða farþegum upp á áfallahjálp.Vísir/EgillÞegar Vísir náði tali af Sigrúnu var hún um borð í rútu ásamt öðrum farþegum á leið aftur upp á Keflavíkurflugvöll. Þar mun fulltrúi United Airlines taka á móti farþegunum og fara yfir næstu skref. Sjálf er Sigrún á leið til Kólumbíu og segist hún mestar áhyggjur hafa af því að missa af tengifluginu þangað. Í það minnsta hefur hún ekki áhyggjur af því að stíga aftur upp í flugvél eftir þessa lífsreynslu. „Ef að einhver býður upp á þann möguleika þá geri ég það.“
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Tókst að lenda flugvélinni án vandkvæða Búið er að virkja viðbúnaðarstig á Keflavíkurflugvelli eftir að flugmenn vélar Delta Airlines á leið frá Keflavík til New York óskuðu eftir því að koma inn til lendingar skömmu eftir flugtak. 26. ágúst 2019 13:30 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Sjá meira
Tókst að lenda flugvélinni án vandkvæða Búið er að virkja viðbúnaðarstig á Keflavíkurflugvelli eftir að flugmenn vélar Delta Airlines á leið frá Keflavík til New York óskuðu eftir því að koma inn til lendingar skömmu eftir flugtak. 26. ágúst 2019 13:30