Drífa nýr eigandi hjá Attentus Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2019 12:15 Drífa kom til Attentus frá ISAVIA þar sem hún starfaði sem mannauðsstjóri flugleiðsögu- og flugvallarsviðs. Drífa Sigurðardóttir hefur bæst í eigendahóp Attentus en hún hóf störf hjá félaginu sem ráðgjafi árið 2017. Eigendur Attentus eru nú fimm talsins, Guðríður Sigurðardóttir, Inga Björg Hjaltadóttir, Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir, Sigríður Þorgeirsdóttir auk Drífu. Árný Elíasdóttir, sem var einn af stofnendum Attentus og meðeigandi, hefur selt hlut sinn í fyrirtækinu en mun áfram sinna ráðgjafastörfum fyrir Attentus að því er segir í tilkynningu frá Attentus. Drífa kom til Attentus frá ISAVIA þar sem hún starfaði sem mannauðsstjóri flugleiðsögu- og flugvallarsviðs. Hún starfaði áður sem starfsmannastjóri hjá Mannviti í níu ár og sem deildarstjóri launa- og kjaraþróunar hjá Eimskip í þrjú ár. Á árunum 1997-2004 starfaði Drífa sem ráðgjafi í mannauðsmálum hjá PricewaterhouseCoopers. Hún tók þátt í stofnun Mannauðs, félags mannauðsstjóra á Íslandi, sat í stjórn Birtu lífeyrissjóðs í fimm ár og er nú formaður tilnefningarnefndar í fasteignafélaginu Eik. Drífa lauk M.Sc. í opinberri stefnumótun frá Strathclyde University, Glasgow og B.A í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. „Við hjá Attentus þökkum Árnýju fyrir brautryðjendastarf á sviði fræðslu og starfsþróunar á vinnumarkaði. Hún er meðal frumkvöðla á þessu sviði á Íslandi og hefur gegnt lykilhlutverki í uppbyggingu Attentus. Nú er komið að ákveðnum tímamótum hjá henni, en hún mun einbeita sér að ráðgjafaverkefnum fyrir Attentus. Á þessum tímamótum hjá Árnýju er mikill fengur fyrir Attentus af því að fá Drífu inn í hóp eigenda félagsins. Hún hefur verið leiðandi í uppbyggingu ráðgjafar Attentus vegna jafnlaunavottunar á undanförnum árum og hefur hún og hennar teymi komið að undirbúningsferli vottunar hjá um þriðjungi þeirra fyrirtækja sem hafa hlotið vottun. Þekking Drífu og reynsla mun því nýtast vel við áframhaldandi uppbyggingu fyrirtækisins,“ segir Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir, stjórnarformaður Attentus. Vistaskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Drífa Sigurðardóttir hefur bæst í eigendahóp Attentus en hún hóf störf hjá félaginu sem ráðgjafi árið 2017. Eigendur Attentus eru nú fimm talsins, Guðríður Sigurðardóttir, Inga Björg Hjaltadóttir, Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir, Sigríður Þorgeirsdóttir auk Drífu. Árný Elíasdóttir, sem var einn af stofnendum Attentus og meðeigandi, hefur selt hlut sinn í fyrirtækinu en mun áfram sinna ráðgjafastörfum fyrir Attentus að því er segir í tilkynningu frá Attentus. Drífa kom til Attentus frá ISAVIA þar sem hún starfaði sem mannauðsstjóri flugleiðsögu- og flugvallarsviðs. Hún starfaði áður sem starfsmannastjóri hjá Mannviti í níu ár og sem deildarstjóri launa- og kjaraþróunar hjá Eimskip í þrjú ár. Á árunum 1997-2004 starfaði Drífa sem ráðgjafi í mannauðsmálum hjá PricewaterhouseCoopers. Hún tók þátt í stofnun Mannauðs, félags mannauðsstjóra á Íslandi, sat í stjórn Birtu lífeyrissjóðs í fimm ár og er nú formaður tilnefningarnefndar í fasteignafélaginu Eik. Drífa lauk M.Sc. í opinberri stefnumótun frá Strathclyde University, Glasgow og B.A í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. „Við hjá Attentus þökkum Árnýju fyrir brautryðjendastarf á sviði fræðslu og starfsþróunar á vinnumarkaði. Hún er meðal frumkvöðla á þessu sviði á Íslandi og hefur gegnt lykilhlutverki í uppbyggingu Attentus. Nú er komið að ákveðnum tímamótum hjá henni, en hún mun einbeita sér að ráðgjafaverkefnum fyrir Attentus. Á þessum tímamótum hjá Árnýju er mikill fengur fyrir Attentus af því að fá Drífu inn í hóp eigenda félagsins. Hún hefur verið leiðandi í uppbyggingu ráðgjafar Attentus vegna jafnlaunavottunar á undanförnum árum og hefur hún og hennar teymi komið að undirbúningsferli vottunar hjá um þriðjungi þeirra fyrirtækja sem hafa hlotið vottun. Þekking Drífu og reynsla mun því nýtast vel við áframhaldandi uppbyggingu fyrirtækisins,“ segir Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir, stjórnarformaður Attentus.
Vistaskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira